Leikjavísir

Fimmtungur Íslendinga spilað Pokémon Go

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Pokémon Go er einn vinsælasti snjallsímaleikur seinni ára.
Pokémon Go er einn vinsælasti snjallsímaleikur seinni ára. Vísir/Getty
20,7 prósent Íslendinga hafa spilað snjallsímaleikinn ofurvinsæla Pokémon Go á einhverjum tímapunkti samkvæmt nýrri könnum MMR. Tæplega helmingur Íslendinga á aldrinum 18-29 ára hefur spilað leikinn.

Könnunin var framkvæmd á dögunum 22. til 29. ágúst 2016 og spurt var: Hefur þú prófað snjallsímaleikinn Pokémon Go?

Fólk búsett á höfuðborgarsvæðinu reyndist líklegra til að hafa spilað Pokémon Go heldur en fólk sem búsett var á landsbyggðinni. Námsmenn eru sá hópur sem líklegastur er til að hafa spilað leikinn en alls sögðust 51,5 prósent námsmanna hafa prófað Pokémon Go og spila 15,9 prósent námsmanna leikinn reglulega.

Athygli vekur að af þeim sem ekki styðja ríkisstjórnina sögðust 25,5 prósent hafa spilað Pokémon Go samanborið við tíu prósent þeirra sem styðja ríkisstjórnina.

Pokémon Go er einn vinsælasti snjallsímaleikur heims um þessar mundir, en þar geta notendur veitt svokallaða Pokémona. Pokémon spil, tölvuleikir, sjónvarpsþættir og kvikmyndir nutu mikilla vinsælda í lok 20. aldarinnnar, og er leikurinn vinsæll meðal ungra sem og aldinna, sem muna eftir Pokémon úr æsku sinni.

Niðurstöður MMR í heild sinni.Mynd/MMR.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.