Chevrolet Bolt með 383 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 13. september 2016 09:56 Chevrolet Bolt rafmagnsbíllinn. Chevrolet hefur birt framístöðutölur fyrir nýjan rafmagnsbíl sinn sem heitir Bolt og þar kemur meðal annars fram að bíllinn hefur 383 km drægni. Með því skákar hann tilvonandi Tesla Model 3 bíl sem komnar eru 400.000 pantanir í. Chevrolet Bolt kemur fyrr á markað en Tesla Model 3, eða seinna á þessu ári, en Tesla bíllinn á næsta ári. Tesla Model 3 bíllinn hefur þó vinninginn er kemur að verði en hann á að kosta 35.000 dollara, en Chevrolet Bolt bíllinn rétt undir 37.500 dollurum. Engu að síður má búast við því að góð sala verði í Bolt bílnum þar sem hann kemur fyrr á markað en Tesla Model 3 og ekki er um að ræða eins langan biðlista eftir honum. Chevrolet Bolt hefur næstum þrisvar sinnum meiri drægni en sá rafmagnsbíll sem Chevrolet hefur undanfarið haft í sölu, þ.e. Chevrolet Spark EV en hann er með 132 km drægni. Í Chevrolet Spark EV er 19 kWh rafhlaða en í nýjum Bolt er 60 kWh rafhlaða. Chevrolet framleiðir að auki tvo aðra bíla sem að hluta til ganga fyrir rafmagni, í formi Chevrolet Volt og Malibu Hybrid. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent
Chevrolet hefur birt framístöðutölur fyrir nýjan rafmagnsbíl sinn sem heitir Bolt og þar kemur meðal annars fram að bíllinn hefur 383 km drægni. Með því skákar hann tilvonandi Tesla Model 3 bíl sem komnar eru 400.000 pantanir í. Chevrolet Bolt kemur fyrr á markað en Tesla Model 3, eða seinna á þessu ári, en Tesla bíllinn á næsta ári. Tesla Model 3 bíllinn hefur þó vinninginn er kemur að verði en hann á að kosta 35.000 dollara, en Chevrolet Bolt bíllinn rétt undir 37.500 dollurum. Engu að síður má búast við því að góð sala verði í Bolt bílnum þar sem hann kemur fyrr á markað en Tesla Model 3 og ekki er um að ræða eins langan biðlista eftir honum. Chevrolet Bolt hefur næstum þrisvar sinnum meiri drægni en sá rafmagnsbíll sem Chevrolet hefur undanfarið haft í sölu, þ.e. Chevrolet Spark EV en hann er með 132 km drægni. Í Chevrolet Spark EV er 19 kWh rafhlaða en í nýjum Bolt er 60 kWh rafhlaða. Chevrolet framleiðir að auki tvo aðra bíla sem að hluta til ganga fyrir rafmagni, í formi Chevrolet Volt og Malibu Hybrid.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent