Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Snæfell 111-82 | Hólmarar enn án sigurs Guðmundur Steinarsson í TM-höllinni í Keflavík skrifar 20. október 2016 22:15 Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. vísir/anton Keflavík vann öruggan sigur á Snæfelli í Sláturhúsinu í kvöld. Leikurinn fór frekar rólega af stað. Lítið um varnir og menn gátu valið sér þau skot sem þeir vildu. Eftir leikhlé hjá Snæfelli tóku þeir völdin og voru skynsamir í sókn, á meðan heimamenn tóku stuttar sóknir og voru að hitta illa. Snæfell leiddi með 8 stigum eftir 1.leikhluta. Það var ekki fyrr en um miðjan annan leikhluta að Keflvikingar tóku við sér, settu upp pressuvörn og fóru að fá auðveldar körfur. Þá mætti einnig Ágúst Orrason og setti niður þrjár þriggja stiga körfur með stuttu millibili. Keflvíkingar klikkuðu á 9 fyrstu þriggja stiga skotunum sínum. Seinni hálfleikur var eign heimamanna. Stevens lét til sín taka í 3.leikhluta og skoraði þá 18 stig. Á sama tíma dró verulega úr Sefton í liði Snæfells. Í fjórða leikhluta hélt munurinn áfram að aukast þangað til yfirlauk. Þægilegur sigur fyrir Keflavík sem er að venjast lífinu án lansliðsmannsins Harðar Axels.Af hverju vann Keflavík? Eftir að Keflavík skipti um vörn þá fór að ganga betur hjá þeim. Þá var klárlega vanmat hjá Keflvíkingum í upphafi leiks. Eftir að þeir náðu að hrista vanmatið úr sér þá gengu þeir á lagið og litu ekki til baka. Einnig munaði mikið um framlag Ágústar Orra sem skilaði 22 stigum af bekknum.Bestu menn vallarins Amin Stevens var með myndarlega tvennu, 32 stig og 15 fráköst, og Guðmundur Jónsson var einnig með flottan leik, en mestu munaði um innkomu Águstar Orra sem kom inná og setti niður þrjá þrista og náði að snúa leiknum þannig við.Tölfræðin sem vakti athygli Það tók Keflvíkinga 10 tilraunir að setja niður fyrsta þriggja stiga skotið. Svenni Davíðs kom sterkur inn af bekknum fyrir Snæfell og setti 12 stig. Það komust allir á blað hjá Keflavík nema einn. Amin Stevens var 16/19 í skotum í kvöld sem er 84 prósent nýting sem verður að teljast frábær nýting. Keflavík frákastaði 22 sóknarfráköst á móti 11 hjá Snæfell. Snæfellingar töpuðu 22 boltum sem er einfaldlega of mikið gegn liði eins og Keflavík.Ingi Þór: Dómarinn eyðilagði tilþrif ársins Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum ekkert í skýjunum með enn eitt tapið. „Við byrjuðum á að elta en náðum að snúa þessu okkur i vil og halda þeim stigalausum síðustu 5 mínúturnar í fyrsta leikhluta,“ segir Ingi en honum fannst sínir menn ekki ráða við pressuvörn Keflvíkinga eftir að þeir skiptu í hana. Tapaðir boltar og frákastabaráttan var eitthvað sem Ingi var frekar ósáttur við hjá sínum mönnum. Ingi játaði því að það hafi dregið af Sefton i seinni hálfleik og hann hafi kannski reynt helst til of mikið sjálfur. Svenni Davíðs kom vel inn af bekknum og var Ingi mjög ánægur með það framlag sem hann bauð uppá. Ingi var mjög ósáttur við einn af dómurum leiksins er hann dæmdi að boltinn hefði verið á niðurleið þegar Sefton varði skot Guðmundar Jónssonar í spjaldið með tilþrifum. Tilþrif tímabilsins vill Ingi meina og eru margir sem voru á leiknum eflaust sammála honum.Tweets by @visirkarfa4 Dominos-deild karla Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Enski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Sjá meira
Keflavík vann öruggan sigur á Snæfelli í Sláturhúsinu í kvöld. Leikurinn fór frekar rólega af stað. Lítið um varnir og menn gátu valið sér þau skot sem þeir vildu. Eftir leikhlé hjá Snæfelli tóku þeir völdin og voru skynsamir í sókn, á meðan heimamenn tóku stuttar sóknir og voru að hitta illa. Snæfell leiddi með 8 stigum eftir 1.leikhluta. Það var ekki fyrr en um miðjan annan leikhluta að Keflvikingar tóku við sér, settu upp pressuvörn og fóru að fá auðveldar körfur. Þá mætti einnig Ágúst Orrason og setti niður þrjár þriggja stiga körfur með stuttu millibili. Keflvíkingar klikkuðu á 9 fyrstu þriggja stiga skotunum sínum. Seinni hálfleikur var eign heimamanna. Stevens lét til sín taka í 3.leikhluta og skoraði þá 18 stig. Á sama tíma dró verulega úr Sefton í liði Snæfells. Í fjórða leikhluta hélt munurinn áfram að aukast þangað til yfirlauk. Þægilegur sigur fyrir Keflavík sem er að venjast lífinu án lansliðsmannsins Harðar Axels.Af hverju vann Keflavík? Eftir að Keflavík skipti um vörn þá fór að ganga betur hjá þeim. Þá var klárlega vanmat hjá Keflvíkingum í upphafi leiks. Eftir að þeir náðu að hrista vanmatið úr sér þá gengu þeir á lagið og litu ekki til baka. Einnig munaði mikið um framlag Ágústar Orra sem skilaði 22 stigum af bekknum.Bestu menn vallarins Amin Stevens var með myndarlega tvennu, 32 stig og 15 fráköst, og Guðmundur Jónsson var einnig með flottan leik, en mestu munaði um innkomu Águstar Orra sem kom inná og setti niður þrjá þrista og náði að snúa leiknum þannig við.Tölfræðin sem vakti athygli Það tók Keflvíkinga 10 tilraunir að setja niður fyrsta þriggja stiga skotið. Svenni Davíðs kom sterkur inn af bekknum fyrir Snæfell og setti 12 stig. Það komust allir á blað hjá Keflavík nema einn. Amin Stevens var 16/19 í skotum í kvöld sem er 84 prósent nýting sem verður að teljast frábær nýting. Keflavík frákastaði 22 sóknarfráköst á móti 11 hjá Snæfell. Snæfellingar töpuðu 22 boltum sem er einfaldlega of mikið gegn liði eins og Keflavík.Ingi Þór: Dómarinn eyðilagði tilþrif ársins Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum ekkert í skýjunum með enn eitt tapið. „Við byrjuðum á að elta en náðum að snúa þessu okkur i vil og halda þeim stigalausum síðustu 5 mínúturnar í fyrsta leikhluta,“ segir Ingi en honum fannst sínir menn ekki ráða við pressuvörn Keflvíkinga eftir að þeir skiptu í hana. Tapaðir boltar og frákastabaráttan var eitthvað sem Ingi var frekar ósáttur við hjá sínum mönnum. Ingi játaði því að það hafi dregið af Sefton i seinni hálfleik og hann hafi kannski reynt helst til of mikið sjálfur. Svenni Davíðs kom vel inn af bekknum og var Ingi mjög ánægur með það framlag sem hann bauð uppá. Ingi var mjög ósáttur við einn af dómurum leiksins er hann dæmdi að boltinn hefði verið á niðurleið þegar Sefton varði skot Guðmundar Jónssonar í spjaldið með tilþrifum. Tilþrif tímabilsins vill Ingi meina og eru margir sem voru á leiknum eflaust sammála honum.Tweets by @visirkarfa4
Dominos-deild karla Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Enski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Sjá meira