Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Afturelding 26-27 | Afturelding vann toppslaginn Gabríel Sighvatsson í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum skrifar 20. október 2016 21:30 Einar Andri Einarsson er að gera flotti hluti í Mosfellsbæ. vísir/eyþór Afturelding hafði betur þegar liðið sótti ÍBV heim í toppslag og eru því komnir með fimm stiga forskot á toppnum. Eins og oft áður voru Eyjamenn lengi að koma sér í gang og það var ekki fyrr en á 10. mínútu þegar Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, tók leikhlé að hlutirnir fóru að smella hjá ÍBV en þá var munurinn orðinn fjögur mörk. Þeir náðu að komast yfir rétt fyrir hálfleik og voru yfir þegar flautað var til seinni hálfleiks. Margir héldu að þá myndu Eyjamenn láta kné fylgja kviði en þetta reyndist erfiðara en svo. Gestirnir ætluðu ekki að láta ÍBV komast upp við þá á toppnum og unnu að lokum eins marka sigur þrátt fyrir mikil forföll í hópnum. Eyjamenn voru að elta gestina mestmegnis af leiknum og nokkrir leikmenn voru slappir hjá þeim. Það reyndist atvik leiksins þegar Davíð Sveinsson varði síðasta skot leiksins frá Eyjamönnum og tryggði Aftureldingu sigurinn. Þetta þýðir að Mosfellingar auka forskot sitt á toppnum og það mun vera hægara sagt en gert fyrir önnur lið að reyna að vinna upp það forskot. Birkir Benediktsson reyndist ÍBV óþægur ljár í þúfu. Hann átti stórkostlegan leik og var langbestur með 13 mörk. Þá reyndist Davíð líka vel í marki Aftureldingar en hann var með 40 prósent markvörslu.Einar Andri: Var vongóður um að Davíð myndi verja Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum ángæður með spilamennsku sinna manna í dag. „Ég er gríðarlega sáttur, við vorum að spila við frábært lið. Það er alltaf erfitt að koma og spila hérna þannig að ég var mjög ánægður með stákana í dag,“ sagði Einar Andri. Davíð Sveinsson átti góðan leik í markinu og átti mikilvægustu vörslu leiksins þegar hann varði lokaskot Eyjamanna og tryggði sínum mönnum í raun sigurinn. „Davíð leiðist nú ekki að fá svona móment. Ég ætla ekki að segja að eg hafi búist við að hann myndi verja en ég var vongóður um það.“ Afturelding vann sinn sjöunda sigur í röð í dag. „Við erum búnir að spila virkilega vel í síðustu leikjum, fyrir utan fyrsta leik, en síðan þá höfum við verið á flottu skriði. Við erum með marga leikmenn og höfum frekar efni á því að lenda í meiðslum en aðrir, þannig að það er meira að gera hjá þeim sem eru heilir og ég er mjög ánægður með þá,“ sagði Einar en nokkrir leikmenn eru frá keppni. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og mátti sjá mikla orku í þeim. „Við vissum að Eyjamenn höfðu tapað síðast, við bjuggumst við þeim spólandi í leikinn og vildum mæta því. Mér fannst fyrstu tíu mínúturnar mikilvægar. Við spiluðum frábærlega og vorum komnir í 7-3 um tíma og ég held að byrjunin hafi gefið okkur meiri kraft fyrir framhaldið. „Vestmannaeyingarnir bættu sig, mér fannst við vera að spila svipað. Við sögðum strákunum að við værum ánægður með fyrri hálfleikinn og vildum að þeir héldu áfram að berjast fyrir þessu.“ Aðspurður um framhaldið sagði Einar að staðan yrði tekin á næstu vikum. „Við eigum bikarleik við Þrótt næst og síðan Val áður en landsleikjapása tekur við og við tökum stöðuna eftir það,“ sagði Einar að lokum.Arnar: Áhyggjuefni hvað við erum lengi af stað Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, var virkilega svekktur en hans lið hefði getað nælt í stig á lokasekúndum leiksins. „Við fengum tækifæri til að jafna þetta undir lokin en nýttum það ekki, þannig að þetta var svekkjandi,“ sagði Arnar. ÍBV hefur oft á tíðum verið lengi að byrja leikina og það var einmitt það sem gerðist í dag. „Við vorum svolítið lengi að kveikja og það er áhyggjuefni hvað við erum lengi af stað, en svo vorum við líka að keyra of lengi á mönnum sem eru slappir og búast við of miklu af þeim. „Við erum með menn í veikindum, bæði Begga (Sigurberg Sveinsson) og Tedda (Theodór Sigurbjörnsson).“ Heilt yfir gat Arnar þó verið ángður með spilamennskuna í dag. „Ég var mjög ánægður með karakterinn sem strákarnir sýndu á löngum köflum í þessum leik og ég er á margan hátt stoltur af þeim. Við erum að berjast við ákveðin vandamál í leikmannahópnum. Það eru margir menn frá og við tökum mikið af ungum strákum sem stóðu sig vel í kvöld. „Það er erfiðara að elta allan leikinn og miðað við hvernig leikmenn voru staddir fyrir þá var orkan ekki mikil,“ sagði Arnar. Afturelding jók forystu sína á toppi deildarinnar með sigrinum. „Fimm stig er klárlega mikill munur. Það eru þrír leikir en við erum ekkert að fókusera á það að elta Aftureldingu, við erum mestmegnis að hugsa um hópinn og reyna að bæta leik okkar.“ Róbert Aron Hostert, lykilmaður ÍBV, er búinn að vera meiddur síðustu leiki og er útlit fyrir að hann verði enn frá keppni í næstu leikjum Eyjamanna. „Það er eitthvað í hann ennþá en hann er allur að koma til.“ Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Afturelding hafði betur þegar liðið sótti ÍBV heim í toppslag og eru því komnir með fimm stiga forskot á toppnum. Eins og oft áður voru Eyjamenn lengi að koma sér í gang og það var ekki fyrr en á 10. mínútu þegar Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, tók leikhlé að hlutirnir fóru að smella hjá ÍBV en þá var munurinn orðinn fjögur mörk. Þeir náðu að komast yfir rétt fyrir hálfleik og voru yfir þegar flautað var til seinni hálfleiks. Margir héldu að þá myndu Eyjamenn láta kné fylgja kviði en þetta reyndist erfiðara en svo. Gestirnir ætluðu ekki að láta ÍBV komast upp við þá á toppnum og unnu að lokum eins marka sigur þrátt fyrir mikil forföll í hópnum. Eyjamenn voru að elta gestina mestmegnis af leiknum og nokkrir leikmenn voru slappir hjá þeim. Það reyndist atvik leiksins þegar Davíð Sveinsson varði síðasta skot leiksins frá Eyjamönnum og tryggði Aftureldingu sigurinn. Þetta þýðir að Mosfellingar auka forskot sitt á toppnum og það mun vera hægara sagt en gert fyrir önnur lið að reyna að vinna upp það forskot. Birkir Benediktsson reyndist ÍBV óþægur ljár í þúfu. Hann átti stórkostlegan leik og var langbestur með 13 mörk. Þá reyndist Davíð líka vel í marki Aftureldingar en hann var með 40 prósent markvörslu.Einar Andri: Var vongóður um að Davíð myndi verja Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum ángæður með spilamennsku sinna manna í dag. „Ég er gríðarlega sáttur, við vorum að spila við frábært lið. Það er alltaf erfitt að koma og spila hérna þannig að ég var mjög ánægður með stákana í dag,“ sagði Einar Andri. Davíð Sveinsson átti góðan leik í markinu og átti mikilvægustu vörslu leiksins þegar hann varði lokaskot Eyjamanna og tryggði sínum mönnum í raun sigurinn. „Davíð leiðist nú ekki að fá svona móment. Ég ætla ekki að segja að eg hafi búist við að hann myndi verja en ég var vongóður um það.“ Afturelding vann sinn sjöunda sigur í röð í dag. „Við erum búnir að spila virkilega vel í síðustu leikjum, fyrir utan fyrsta leik, en síðan þá höfum við verið á flottu skriði. Við erum með marga leikmenn og höfum frekar efni á því að lenda í meiðslum en aðrir, þannig að það er meira að gera hjá þeim sem eru heilir og ég er mjög ánægður með þá,“ sagði Einar en nokkrir leikmenn eru frá keppni. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og mátti sjá mikla orku í þeim. „Við vissum að Eyjamenn höfðu tapað síðast, við bjuggumst við þeim spólandi í leikinn og vildum mæta því. Mér fannst fyrstu tíu mínúturnar mikilvægar. Við spiluðum frábærlega og vorum komnir í 7-3 um tíma og ég held að byrjunin hafi gefið okkur meiri kraft fyrir framhaldið. „Vestmannaeyingarnir bættu sig, mér fannst við vera að spila svipað. Við sögðum strákunum að við værum ánægður með fyrri hálfleikinn og vildum að þeir héldu áfram að berjast fyrir þessu.“ Aðspurður um framhaldið sagði Einar að staðan yrði tekin á næstu vikum. „Við eigum bikarleik við Þrótt næst og síðan Val áður en landsleikjapása tekur við og við tökum stöðuna eftir það,“ sagði Einar að lokum.Arnar: Áhyggjuefni hvað við erum lengi af stað Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, var virkilega svekktur en hans lið hefði getað nælt í stig á lokasekúndum leiksins. „Við fengum tækifæri til að jafna þetta undir lokin en nýttum það ekki, þannig að þetta var svekkjandi,“ sagði Arnar. ÍBV hefur oft á tíðum verið lengi að byrja leikina og það var einmitt það sem gerðist í dag. „Við vorum svolítið lengi að kveikja og það er áhyggjuefni hvað við erum lengi af stað, en svo vorum við líka að keyra of lengi á mönnum sem eru slappir og búast við of miklu af þeim. „Við erum með menn í veikindum, bæði Begga (Sigurberg Sveinsson) og Tedda (Theodór Sigurbjörnsson).“ Heilt yfir gat Arnar þó verið ángður með spilamennskuna í dag. „Ég var mjög ánægður með karakterinn sem strákarnir sýndu á löngum köflum í þessum leik og ég er á margan hátt stoltur af þeim. Við erum að berjast við ákveðin vandamál í leikmannahópnum. Það eru margir menn frá og við tökum mikið af ungum strákum sem stóðu sig vel í kvöld. „Það er erfiðara að elta allan leikinn og miðað við hvernig leikmenn voru staddir fyrir þá var orkan ekki mikil,“ sagði Arnar. Afturelding jók forystu sína á toppi deildarinnar með sigrinum. „Fimm stig er klárlega mikill munur. Það eru þrír leikir en við erum ekkert að fókusera á það að elta Aftureldingu, við erum mestmegnis að hugsa um hópinn og reyna að bæta leik okkar.“ Róbert Aron Hostert, lykilmaður ÍBV, er búinn að vera meiddur síðustu leiki og er útlit fyrir að hann verði enn frá keppni í næstu leikjum Eyjamanna. „Það er eitthvað í hann ennþá en hann er allur að koma til.“
Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira