Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2024 12:31 Eins og sjá má var boltinn kominn í netið á marki Sviss áður en tíminn í útsendingunni var runninn út. Klukkan þar virðist hafa verið sekúndubrotum á undan klukkunni í höllinni í Möhlin. Skjáskot/Youtube Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í handbolta voru skiljanlega svekktar þegar í ljós kom að lokamark liðsins gegn Sviss í gær fengi ekki að standa. Íslenska liðið var tveimur mörkum undir þegar um 45 sekúndur voru eftir en Katrín Anna Ásmundsdóttir náði þá að minnka muninn í eitt mark. Svisslendingar, vel studdir af heimafólki í Möhlin, fóru svo í sókn sem endaði með því að Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði skot af línunni. Íslenska liðið hafði þá enn um tólf sekúndur til að fara fram og ná jöfnunarmarki. Ýmsir héldu að það hefði tekist þegar Thea Imani Sturludóttir skoraði, og eins og myndin hér að ofan sýnir var boltinn kominn í netið áður en leiktíminn rann út í vefútsendingu svissneska handboltasambandsins. Markið má líka sjá í upptökunni hér að neðan. Hins vegar virðist tíminn í útsendingunni hafa verið einhverjum sekúndubrotum á undan klukkunni á vellinum, og í útsendingunni heyrist lokaflautið rétt áður en að boltinn lendir í markinu, þó að enn standi þá 59:59 á klukkunni í útsendingunni. Vissulega var aðeins um vináttulandsleik að ræða, þann fyrri af tveimur við Sviss áður en alvaran tekur við á EM næsta föstudag, en leikmenn íslenska liðsins voru þó vonsviknir þegar dómararnir dæmdu markið af. Íslenska liðið var þá búið að fagna lítillega því að hafa jafnað metin, en leikmenn beggja liða greinilega óvissir um hvort markið fengi að standa. Eftir að dómarar leiksins höfðu ráðfært sig við sitt aðstoðarfólk á ritaraborðinu var niðurstaðan sú að mark Theu fengi ekki að standa og Svisslendingar stigu sigurdans. Ísland fær annað tækifæri á morgun til að leggja Sviss að velli en fyrsti leikur á EM er svo við Hollendinga næsta föstudag. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Leik lokið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira
Íslenska liðið var tveimur mörkum undir þegar um 45 sekúndur voru eftir en Katrín Anna Ásmundsdóttir náði þá að minnka muninn í eitt mark. Svisslendingar, vel studdir af heimafólki í Möhlin, fóru svo í sókn sem endaði með því að Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði skot af línunni. Íslenska liðið hafði þá enn um tólf sekúndur til að fara fram og ná jöfnunarmarki. Ýmsir héldu að það hefði tekist þegar Thea Imani Sturludóttir skoraði, og eins og myndin hér að ofan sýnir var boltinn kominn í netið áður en leiktíminn rann út í vefútsendingu svissneska handboltasambandsins. Markið má líka sjá í upptökunni hér að neðan. Hins vegar virðist tíminn í útsendingunni hafa verið einhverjum sekúndubrotum á undan klukkunni á vellinum, og í útsendingunni heyrist lokaflautið rétt áður en að boltinn lendir í markinu, þó að enn standi þá 59:59 á klukkunni í útsendingunni. Vissulega var aðeins um vináttulandsleik að ræða, þann fyrri af tveimur við Sviss áður en alvaran tekur við á EM næsta föstudag, en leikmenn íslenska liðsins voru þó vonsviknir þegar dómararnir dæmdu markið af. Íslenska liðið var þá búið að fagna lítillega því að hafa jafnað metin, en leikmenn beggja liða greinilega óvissir um hvort markið fengi að standa. Eftir að dómarar leiksins höfðu ráðfært sig við sitt aðstoðarfólk á ritaraborðinu var niðurstaðan sú að mark Theu fengi ekki að standa og Svisslendingar stigu sigurdans. Ísland fær annað tækifæri á morgun til að leggja Sviss að velli en fyrsti leikur á EM er svo við Hollendinga næsta föstudag.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Leik lokið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira