Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 28-33 | Þriðji sigur Hauka staðreynd Guðmundur Marinó Ingvarsson í TM-höllinni í Garðabæ skrifar 20. október 2016 22:00 Jón Þorbjörn Jóhannsson, línumaður Hauka. vísir/eyþór Haukar lögðu Stjörnuna 33-28 í áttundu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld í Garðabæ. Haukar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en var þó aðeins tveimur mörkum yfir í háfleik 15-13. Sveinbjörn Pétursson varði vel í fyrri hálfleik og hélt liði sínu inni í leiknum.Eyþór Árnason tók myndirnar úr leiknum sem má sjá hér að ofan. Stjarnan byrjaði mun betur í seinni hálfleik og komst tveimur mörkum yfir þegar fjórtán mínútur voru til leiksloka. Haukar breyttu í 5-1 vörn og skoruðu sjö mörk í röð á átta mínútna kafla. Það lagði grunninn að sigrinum og kom það ekki að sök að Haukar voru þremur færri síðustu tvær mínútur leiksins. Ari Magnús Þorgeirsson var mjög öflugur hjá Stjörnunni og Garðar Sigurjónsson var öruggur á vítalínunni. Janus Daði Smárason var að vanda öflugur hjá Haukum og Adam Haukur Baumruk átti mjög góða spretti. Einar Ólafur Vilmundarson kom inn í mark liðsins í seinni hálfleik og lokaði markinu um tíma. Haukar eru nú með sex stig en þó enn í næst neðsta sæti deildarinnar og í fallsæti. Stjarnan er um miðja deild með tveimur stigum meira. Einar Jónsson þjálfari Stjörnunnar var í leikbanni í kvöld fyrir að láta Arnar Sigurjónsson dómara heyra það í fjölmiðlum. Sérstaka athygli vakti að Arnar dæmdi leikinn í kvöld í TM-höllinni. Jóhann Ingi: Dómarinn settur í erfiða stöðu„Við skorum ekki, mér fannst vera það í fljótu bragði eftir leikinn,“ sagði Jóhann Ingi Guðmundsson aðstoðarþjálfari Stjörnunnar um átta mínútna kaflann þegar Haukar skoruðu sjö mörk í röð. „Við fáum færi í hverri sókn en Einar Ólafur (Vilmundarson) kom sterkur inn í markið. Á sama tíma erum við slakir varnarlega líka. Maður þarf að sjá þetta aftur til að meta þetta betur. „Mér fannst menn gefa allt í þetta. Þetta er stundum svona. Það brotnaði undan stemningunni þegar það gekk illa, eðlilega,“ sagði Jóhann. Arnar Sigurjónsson dæmdi leikinn í kvöld ásamt Bjarka Bóassyni en Einar Jónsson fékk leikbannið fyrir að kvarta undan Arnari þegar hann dæmdi leik Stjörnunnar og Aftureldingar. Ákvörðun dómaranefndar vakti óneitanlega athygli. „Ég veit ekki hvort ég megi segja það en mér finnst þetta fáránlegt. Dómarinn er settur í erfiða stöðu. Það er óþarfa pressa sett á hann finnst mér,“ sagði Jóhann Ingi. Gunnar: Búnir að snúa skútunni við„Ég er hrikalega ánægður með karakterinn hjá strákunum í kvöld,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka eftir sigurinn í kvöld. „Við lendum tveimur mörkum undir eftir að hafa leitt allan leikinn. Við skiptum um vörn sem gekk vel og Einar Ólafur kemur sterkur inn í markið.“ Haukar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik en hefðu hæglega getað farið með betri stöðu inni í hálfleikinn. „Ég hélt að þetta ætlaði að verða enn einn leikurinn. Við fáum hraðaupphlaup til að koma okkur fimm mörkum yfir í fyrri hálfleik. Það hefði verið ákveðinn þröskuldur að fara yfir. „Við klúðrum dauðafæri og fáum mark í bakið og endum á að fara með tvö mörk í hálfleik í staðin fyrir fjögur, fimm.“ Þrátt fyrir sigurinn í kvöld eru Haukar enn í fallsæti en það er þéttur pakki rétt fyrir ofan liðið í deildinni. „Ég er búinn að vera ánægður með síðustu leiki. Við erum búnir að snúa skútunni við og farnir að sigla í rétta átt en ég sef ekki rólega fyrr en við erum komnir á fulla ferð áfram,“ sagði Gunnar sem vildi ekkert tjá sig um ákvörðun dómaranefndar að láta Arnar Sigurjónsson dæma leikinn í kvöld. „Ég á fullt í fangi með mitt lið og snúa mínu gengi við. Ég læt aðra dæma um það.“vísir/eyþórvísir/eyþórvísir/eyþór Olís-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Haukar lögðu Stjörnuna 33-28 í áttundu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld í Garðabæ. Haukar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en var þó aðeins tveimur mörkum yfir í háfleik 15-13. Sveinbjörn Pétursson varði vel í fyrri hálfleik og hélt liði sínu inni í leiknum.Eyþór Árnason tók myndirnar úr leiknum sem má sjá hér að ofan. Stjarnan byrjaði mun betur í seinni hálfleik og komst tveimur mörkum yfir þegar fjórtán mínútur voru til leiksloka. Haukar breyttu í 5-1 vörn og skoruðu sjö mörk í röð á átta mínútna kafla. Það lagði grunninn að sigrinum og kom það ekki að sök að Haukar voru þremur færri síðustu tvær mínútur leiksins. Ari Magnús Þorgeirsson var mjög öflugur hjá Stjörnunni og Garðar Sigurjónsson var öruggur á vítalínunni. Janus Daði Smárason var að vanda öflugur hjá Haukum og Adam Haukur Baumruk átti mjög góða spretti. Einar Ólafur Vilmundarson kom inn í mark liðsins í seinni hálfleik og lokaði markinu um tíma. Haukar eru nú með sex stig en þó enn í næst neðsta sæti deildarinnar og í fallsæti. Stjarnan er um miðja deild með tveimur stigum meira. Einar Jónsson þjálfari Stjörnunnar var í leikbanni í kvöld fyrir að láta Arnar Sigurjónsson dómara heyra það í fjölmiðlum. Sérstaka athygli vakti að Arnar dæmdi leikinn í kvöld í TM-höllinni. Jóhann Ingi: Dómarinn settur í erfiða stöðu„Við skorum ekki, mér fannst vera það í fljótu bragði eftir leikinn,“ sagði Jóhann Ingi Guðmundsson aðstoðarþjálfari Stjörnunnar um átta mínútna kaflann þegar Haukar skoruðu sjö mörk í röð. „Við fáum færi í hverri sókn en Einar Ólafur (Vilmundarson) kom sterkur inn í markið. Á sama tíma erum við slakir varnarlega líka. Maður þarf að sjá þetta aftur til að meta þetta betur. „Mér fannst menn gefa allt í þetta. Þetta er stundum svona. Það brotnaði undan stemningunni þegar það gekk illa, eðlilega,“ sagði Jóhann. Arnar Sigurjónsson dæmdi leikinn í kvöld ásamt Bjarka Bóassyni en Einar Jónsson fékk leikbannið fyrir að kvarta undan Arnari þegar hann dæmdi leik Stjörnunnar og Aftureldingar. Ákvörðun dómaranefndar vakti óneitanlega athygli. „Ég veit ekki hvort ég megi segja það en mér finnst þetta fáránlegt. Dómarinn er settur í erfiða stöðu. Það er óþarfa pressa sett á hann finnst mér,“ sagði Jóhann Ingi. Gunnar: Búnir að snúa skútunni við„Ég er hrikalega ánægður með karakterinn hjá strákunum í kvöld,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka eftir sigurinn í kvöld. „Við lendum tveimur mörkum undir eftir að hafa leitt allan leikinn. Við skiptum um vörn sem gekk vel og Einar Ólafur kemur sterkur inn í markið.“ Haukar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik en hefðu hæglega getað farið með betri stöðu inni í hálfleikinn. „Ég hélt að þetta ætlaði að verða enn einn leikurinn. Við fáum hraðaupphlaup til að koma okkur fimm mörkum yfir í fyrri hálfleik. Það hefði verið ákveðinn þröskuldur að fara yfir. „Við klúðrum dauðafæri og fáum mark í bakið og endum á að fara með tvö mörk í hálfleik í staðin fyrir fjögur, fimm.“ Þrátt fyrir sigurinn í kvöld eru Haukar enn í fallsæti en það er þéttur pakki rétt fyrir ofan liðið í deildinni. „Ég er búinn að vera ánægður með síðustu leiki. Við erum búnir að snúa skútunni við og farnir að sigla í rétta átt en ég sef ekki rólega fyrr en við erum komnir á fulla ferð áfram,“ sagði Gunnar sem vildi ekkert tjá sig um ákvörðun dómaranefndar að láta Arnar Sigurjónsson dæma leikinn í kvöld. „Ég á fullt í fangi með mitt lið og snúa mínu gengi við. Ég læt aðra dæma um það.“vísir/eyþórvísir/eyþórvísir/eyþór
Olís-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira