Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Tindastóll 68-82 | Stólarnir í stuði Kristinn Geir Friðriksson í Hertz-hellinum í Breiðholti skrifar 20. október 2016 22:15 Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls. vísir/anton Tindastóll vann sterkan sigur á ÍR er liðin mættust í Breiðholtinu í kvöld. Það verður seint sagt að um gæðaleik hafi verið að ræða en ÍR mætti til leiks án þriggja lykilmanna og því snemma ljóst að um mjög erfiðan leik yrði að ræða fyrir heimamenn. Tindastóll sýndi mátt sinn og megin í upphafi og náði undirtökunum strax. ÍR gafst þó aldrei upp og var aldrei mjög langt undan í fyrri hálfleik, sem endaði þó 34-44 eftir góða varnarrispu gestanna. Við upphaf seinni náðu heimamenn svo sínum besta kafla og náðu að minnka muninn í fimm stig en þá náðu Stólar rispu sem batt enda á vonir heimamanna um að halda sér í seilingarfjarlægð. Fjórði hluti var svo aðeins formsatriði og Tindastóll fagnaði auðveldum sigri 68-82. Chris Caird og Pétur Birgisson voru mjög góðir og Mamadou Samb átti spretti en liðsvörn Tindastóls var beinið á bak við sigurinn. Hjá ÍR áttu Sveinbjörn Claessen, Vilhjálmur Theodór Jónsson, Matthew Hunter Trausti Eiríksson og Hjalti Friðriksson en liðsheildin sérlega döpur á að horfa og ljóst að ÍR án Matthías Orra Sigurðarssonar, Stefáns Karels Torfasonar og Kristins Marínóssonar er ekki burðugt lið til að berjast við þá bestu. Hjá ÍR áttu Sveinbjörn Claessen, Vilhjálmur Theodór Jónsson, Trausti Eiríksson og Hjalti Friðriksson en liðsheildin sérlega döpur á að horfa og ljóst að ÍR án Matthías Orra Sigurðarssonar, Stefáns Karels Torfasonar og Kristins Marínóssonar er ekki burðugt lið til að berjast við þá bestu.Borce: Þurftum að breyta öllu á síðustu stundu Aðspurður um nálgun hans á leiknum í kvöld í ljósi þess að þrír lykilmenn þess voru veikir og meiddir sagði þjálfari ÍR, Borce Ilievski. „Við þurftum að breyta öllu á síðustu metrunum því ég frétti bara í morgun að Matthías Sigurðarsson væri veikur. Þetta var mjög slæmt fyrir okkur, sérstaklega í vörninni gegn Pétri [Birgissyni] sem núna er orðinn leiðtogi liðsins og hefur sýnt gríðarlega framfarir. Við vissum að við myndum eiga í vandræðum með hann.“ Pétur Birgisson stjórnaði leik Tindastóls prýðilega á köflum og skoraði sjálfur mikið ásamt því að gefa fimm stoðsendingar. Borce var langt frá því að vera sáttur við varnarleik sinna manna og einnig fannst honum leikmenn ekki ná að fylgja leikplaninu í grunninn og að þetta hafi verið banabiti liðsins. „Við reyndum einnig að fókusa á Chris Caird og Mamadou Samb. Þetta virkaði svo ekki neitt því við fylgdum ekki leikplaninu, sem fór í raun í vaskinn. Chris var of oft opinn í fyrri hálfleik, sem voru okkar mistök, og ég sagði við leikmenn í hálfleik að við þyrftum að vera mun einbeittari þrátt fyrir að við værum án lykilmanna. Við gerðum of mörg mistök í vörninni og við þurfum að bæta það verulega fyrir næsta leik,“ sagði Borce.Costa: Vildum spila á háu tempói Tindastóll hélt heimamönnum í 34 stigum í báðum hálfleikjum og Diego Costa, þjálfari Stólanna, setti Pape Seck í byrjunarliðið í stað Mamadou Samb til þess að auka hraðann í leik sinna manna. „Á móti þessu liði þurftum við að setja pressu á boltann og hlaupa hraðaupphlaupin því ÍR eru með vel skipulagt lið sem leitar vel að opna manninum og við vildum vera mjög aggressívir og spila á háu tempói. Seck er hreyfanlegri en Samb og því betri kosturinn í þetta sinn,“ sagði Costa. Costa vildi ekki alveg viðurkenna að hann væri mjög ánægður með leik sinna manna þrátt fyrir sigurinn. „Við erum með ungt lið og ég hef alltaf sagt að við verðum betri með hverjum deginum og þannig verður það áfram held ég.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Skýrsla Kidda Gun: Tindastóll með öll tromp gegn ÍR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta. 20. október 2016 23:36 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira
Tindastóll vann sterkan sigur á ÍR er liðin mættust í Breiðholtinu í kvöld. Það verður seint sagt að um gæðaleik hafi verið að ræða en ÍR mætti til leiks án þriggja lykilmanna og því snemma ljóst að um mjög erfiðan leik yrði að ræða fyrir heimamenn. Tindastóll sýndi mátt sinn og megin í upphafi og náði undirtökunum strax. ÍR gafst þó aldrei upp og var aldrei mjög langt undan í fyrri hálfleik, sem endaði þó 34-44 eftir góða varnarrispu gestanna. Við upphaf seinni náðu heimamenn svo sínum besta kafla og náðu að minnka muninn í fimm stig en þá náðu Stólar rispu sem batt enda á vonir heimamanna um að halda sér í seilingarfjarlægð. Fjórði hluti var svo aðeins formsatriði og Tindastóll fagnaði auðveldum sigri 68-82. Chris Caird og Pétur Birgisson voru mjög góðir og Mamadou Samb átti spretti en liðsvörn Tindastóls var beinið á bak við sigurinn. Hjá ÍR áttu Sveinbjörn Claessen, Vilhjálmur Theodór Jónsson, Matthew Hunter Trausti Eiríksson og Hjalti Friðriksson en liðsheildin sérlega döpur á að horfa og ljóst að ÍR án Matthías Orra Sigurðarssonar, Stefáns Karels Torfasonar og Kristins Marínóssonar er ekki burðugt lið til að berjast við þá bestu. Hjá ÍR áttu Sveinbjörn Claessen, Vilhjálmur Theodór Jónsson, Trausti Eiríksson og Hjalti Friðriksson en liðsheildin sérlega döpur á að horfa og ljóst að ÍR án Matthías Orra Sigurðarssonar, Stefáns Karels Torfasonar og Kristins Marínóssonar er ekki burðugt lið til að berjast við þá bestu.Borce: Þurftum að breyta öllu á síðustu stundu Aðspurður um nálgun hans á leiknum í kvöld í ljósi þess að þrír lykilmenn þess voru veikir og meiddir sagði þjálfari ÍR, Borce Ilievski. „Við þurftum að breyta öllu á síðustu metrunum því ég frétti bara í morgun að Matthías Sigurðarsson væri veikur. Þetta var mjög slæmt fyrir okkur, sérstaklega í vörninni gegn Pétri [Birgissyni] sem núna er orðinn leiðtogi liðsins og hefur sýnt gríðarlega framfarir. Við vissum að við myndum eiga í vandræðum með hann.“ Pétur Birgisson stjórnaði leik Tindastóls prýðilega á köflum og skoraði sjálfur mikið ásamt því að gefa fimm stoðsendingar. Borce var langt frá því að vera sáttur við varnarleik sinna manna og einnig fannst honum leikmenn ekki ná að fylgja leikplaninu í grunninn og að þetta hafi verið banabiti liðsins. „Við reyndum einnig að fókusa á Chris Caird og Mamadou Samb. Þetta virkaði svo ekki neitt því við fylgdum ekki leikplaninu, sem fór í raun í vaskinn. Chris var of oft opinn í fyrri hálfleik, sem voru okkar mistök, og ég sagði við leikmenn í hálfleik að við þyrftum að vera mun einbeittari þrátt fyrir að við værum án lykilmanna. Við gerðum of mörg mistök í vörninni og við þurfum að bæta það verulega fyrir næsta leik,“ sagði Borce.Costa: Vildum spila á háu tempói Tindastóll hélt heimamönnum í 34 stigum í báðum hálfleikjum og Diego Costa, þjálfari Stólanna, setti Pape Seck í byrjunarliðið í stað Mamadou Samb til þess að auka hraðann í leik sinna manna. „Á móti þessu liði þurftum við að setja pressu á boltann og hlaupa hraðaupphlaupin því ÍR eru með vel skipulagt lið sem leitar vel að opna manninum og við vildum vera mjög aggressívir og spila á háu tempói. Seck er hreyfanlegri en Samb og því betri kosturinn í þetta sinn,“ sagði Costa. Costa vildi ekki alveg viðurkenna að hann væri mjög ánægður með leik sinna manna þrátt fyrir sigurinn. „Við erum með ungt lið og ég hef alltaf sagt að við verðum betri með hverjum deginum og þannig verður það áfram held ég.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Skýrsla Kidda Gun: Tindastóll með öll tromp gegn ÍR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta. 20. október 2016 23:36 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira
Skýrsla Kidda Gun: Tindastóll með öll tromp gegn ÍR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta. 20. október 2016 23:36