Það eina sem þarf að gera er að bæta við reikningnum stod2frettir og þannig má sjá þær myndir og myndbrot sem frambjóðendurnar hlaða upp.
Viðreisn fer með tögl og hagldir á Snapchatinu í dag. Flokkurinn er bjartsýnn þessa dagana enda hafa kannanir að undanförnu sýnt að flokkurinn virðist fljúga inn á þing.
Til að fylgjast með ævintýrum þeirra þarf sem fyrr segir einungis að bæta við stod2frettir eða beina myndavél símans, þegar kveikt er á Snapchat, að gula merkinu hér að neðan.
Þá mætir fulltrúi flokksins í beina útsendingu á Vísi klukkan 13:30 í dag. Þá geta lesendur sent inn spurningar til frambjóðenda á Facebook-síðu Vísis. Hana má nálgast með því að smella hér.
