Annarra fé Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. október 2016 07:00 Nærri allt það fjármagn sem er í umferð í fjármálakerfinu eru peningar einhverra annarra en þeirra sem um þá sýsla. Ef við tökum Deutsche Bank sem dæmi þá eru aðeins þrjú prósent af fé bankans sem er undir áhættu eigið fé, en 97 prósent í eigu lánveitenda eða sparifjáreigenda. Ísland hefur á síðustu árum skorið sig úr með hærri kröfum um eigið fé banka en þekkist annars staðar. Það er mjög jákvætt en enn hefur ekki verið ráðist í breytingar sem aftengja óábyrga áhættusækni í fjármálakerfinu og innleiða ábyrgð þeirra sem sýsla með peninga annarra þótt átta ár séu liðin frá bankahruninu. Núverandi og síðasta ríkisstjórn hafa barið sér á brjóst fyrir að hafa ráðist í endurbætur á fjármálakerfinu en þær breytingar sem hafa verið gerðar eiga sér flestar rætur í tilskipunum ESB og bera þess merki að verið sé að setja plástra á núverandi kerfi fremur en að breyta því varanlega í þágu almennings. Hér má nefna reglur um eigið fé, laust fé, yfirtökureglur og stjórnarhætti fjármálafyrirtækja og tilskipanir ESB um lánshæfismatsfyrirtæki og kröfur um afleiðuviðskipti utan markaða sem ekki hafa verið innleiddar hér á landi enn þá. Engin þessara breytinga tekur á rót vanda bankakerfisins. Engin breyting hefur orðið á félagaformi fjármálafyrirtækja. Engar breytingar hafa verið gerðar sem tengja áhættu í bankarekstri við ábyrgð þeirra sem stjórna þeim líkt og þekktist fyrir árið 1980. Þau félaga- og rekstrarform sem þekktust í banka- og fjármálastarfsemi um og eftir miðbik síðustu aldar og fram á níunda áratug hennar voru betur til þess fallin að styðja við hlutverk bankanna sem þjónustufyrirtækja í þágu almennings, einstaklinga og fyrirtækja í samfélaginu. Hagfræðingurinn John Kay segir í bók sinni Other People’s Money að flækjustigið í bankakerfi nútímans hafi verið hannað og því stýrt fyrst og fremst til að þjóna hagsmunum milligönguaðila á markaði, fyrirtækjanna sjálfra, fremur en notendum fjármálaþjónustu. Það þarf að ráðast margþættar breytingar til að draga úr áhættu í kerfinu en ein sú mikilvægasta er að eyða þeirri hugmynd að bankarnir starfi undir óbeinni ríkisábyrgð. Þá þarf að leggja niður hugtök eins og „lánveitandi til þrautavara“ og koma fram við bankana eins og hver önnur fyrirtæki. Þeir þurfa að standa á eigin fótum og geta farið á hliðina án inngrips ríkisins. Aðskilnaður milli viðskiptabanka og fjárfestingarbanka ætti að vera forgangsmál en ef það gengur ekki þarf að setja upp girðingar (e. ring fencing) utan um innistæður og sparifé almennings í samræmi við tillögur í skýrslu Vickers í Bretlandi og Liikanen-skýrslu ESB. Séu girðingarnar skilvirkar munu bankarnir hugsanlega selja frá sér viðskiptabankastarfsemina án inngrips ríkisvaldsins og aftengja þar með tengsl sparifjár almennings við áhættusækna starfsemi. Núna þegar ríkissjóður á tvo af stóru viðskiptabönkunum þremur og hlut í þeim þriðja eru kjöraðstæður til að innleiða varanlegar breytingar á bankakerfinu í þágu almennings.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Nærri allt það fjármagn sem er í umferð í fjármálakerfinu eru peningar einhverra annarra en þeirra sem um þá sýsla. Ef við tökum Deutsche Bank sem dæmi þá eru aðeins þrjú prósent af fé bankans sem er undir áhættu eigið fé, en 97 prósent í eigu lánveitenda eða sparifjáreigenda. Ísland hefur á síðustu árum skorið sig úr með hærri kröfum um eigið fé banka en þekkist annars staðar. Það er mjög jákvætt en enn hefur ekki verið ráðist í breytingar sem aftengja óábyrga áhættusækni í fjármálakerfinu og innleiða ábyrgð þeirra sem sýsla með peninga annarra þótt átta ár séu liðin frá bankahruninu. Núverandi og síðasta ríkisstjórn hafa barið sér á brjóst fyrir að hafa ráðist í endurbætur á fjármálakerfinu en þær breytingar sem hafa verið gerðar eiga sér flestar rætur í tilskipunum ESB og bera þess merki að verið sé að setja plástra á núverandi kerfi fremur en að breyta því varanlega í þágu almennings. Hér má nefna reglur um eigið fé, laust fé, yfirtökureglur og stjórnarhætti fjármálafyrirtækja og tilskipanir ESB um lánshæfismatsfyrirtæki og kröfur um afleiðuviðskipti utan markaða sem ekki hafa verið innleiddar hér á landi enn þá. Engin þessara breytinga tekur á rót vanda bankakerfisins. Engin breyting hefur orðið á félagaformi fjármálafyrirtækja. Engar breytingar hafa verið gerðar sem tengja áhættu í bankarekstri við ábyrgð þeirra sem stjórna þeim líkt og þekktist fyrir árið 1980. Þau félaga- og rekstrarform sem þekktust í banka- og fjármálastarfsemi um og eftir miðbik síðustu aldar og fram á níunda áratug hennar voru betur til þess fallin að styðja við hlutverk bankanna sem þjónustufyrirtækja í þágu almennings, einstaklinga og fyrirtækja í samfélaginu. Hagfræðingurinn John Kay segir í bók sinni Other People’s Money að flækjustigið í bankakerfi nútímans hafi verið hannað og því stýrt fyrst og fremst til að þjóna hagsmunum milligönguaðila á markaði, fyrirtækjanna sjálfra, fremur en notendum fjármálaþjónustu. Það þarf að ráðast margþættar breytingar til að draga úr áhættu í kerfinu en ein sú mikilvægasta er að eyða þeirri hugmynd að bankarnir starfi undir óbeinni ríkisábyrgð. Þá þarf að leggja niður hugtök eins og „lánveitandi til þrautavara“ og koma fram við bankana eins og hver önnur fyrirtæki. Þeir þurfa að standa á eigin fótum og geta farið á hliðina án inngrips ríkisins. Aðskilnaður milli viðskiptabanka og fjárfestingarbanka ætti að vera forgangsmál en ef það gengur ekki þarf að setja upp girðingar (e. ring fencing) utan um innistæður og sparifé almennings í samræmi við tillögur í skýrslu Vickers í Bretlandi og Liikanen-skýrslu ESB. Séu girðingarnar skilvirkar munu bankarnir hugsanlega selja frá sér viðskiptabankastarfsemina án inngrips ríkisvaldsins og aftengja þar með tengsl sparifjár almennings við áhættusækna starfsemi. Núna þegar ríkissjóður á tvo af stóru viðskiptabönkunum þremur og hlut í þeim þriðja eru kjöraðstæður til að innleiða varanlegar breytingar á bankakerfinu í þágu almennings.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun