Ármenningar bikarmeistarar í karla og kvennaflokki Stefán Árni Pálsson skrifar 12. mars 2016 17:54 Bikarmeistarar karla og kvenna. Bikarmótinu í áhaldafimleikum 2016 lauk í dag eftir æsispennandi keppni í bæði kvenna- og karla keppninni. Í kvennakeppninni börðust þrjú félög um titilinn og var það ekki fyrr en í lokaumferðinni sem Ármann tillti sér á toppinn og tryggði sér bikarmeistaratitilinn annan árið í röð. Í öðru sæti var fimleikafélagið Björk en langt er síðan félagið hefur átt lið í verðlaunasæti í frjálsum æfingum. Í þriðja sæti hafnaði svo Gerpla. Í karlakeppninni stóð baráttan sem fyrr á milli Gerplu og Ármanns og fór svo að Ármenningar vörðu titilinn nokkuð örugglega en Fimleikafélagið Björk hafnaði í þriðja sæti. Helstu fréttir úr karlakeppninni eru einmitt þær að það voru þrjú lið í karlakeppninni en það hefur ekki gerst svo lengi sem elstu menn muna og því ljóst að fjölgun drengja í greininni er farin að skila sér upp í keppni þeirra bestu. Í kvennakeppninni var Gerpla í fyrsta sæti fyrir lokaumferðina, Björk í öðru sæti og Ármann í því þriðja. Gerpla átti þó erfiðasta áhaldið eftir og því líklegt að það yrði annaðhvort Björk eða Ármann sem hampaði titlinum í lok dag. Lokaáhaldið hjá Ármanni var gólf, þar stigu þær varla feilspor á meðan Bjarkarstelpur voru með nokkur dýr mistök á sínu lokaáhaldi, slá og fór svo að Ármann komst upp fyrir bæði Björk og Gerplu og tryggði sér titilinn. Irina Sazonova og Dominiqa Beláni í lið Ármanns áttu mjög gott mót og eru að öðrum ólöstuðum lykilkonur í sigri Ármanns. Norma Dögg Róbertsdóttir, landsliðskona úr Björk var fjarri góðu gamni í dag vegna meiðsla og fann liðið fyrir því en Margrét Lea Kristinsdóttir, sem enn er í unglingaflokki, kom á óvart og varð þriðja stigahæst allra keppenda í kvennaflokki í dag. Agnes Suto, sem tók fimleikabolinn úr hillunni eftir tveggja ára hlé til að aðstoða sitt gamla félag í baráttunni, átti gríðarlega gott mót og varð stigahæst í Gerpluliðinu. Hjá strákunum munaði mest um Jón Sigurð Gunnarsson úr Ármanni en hafði nokkra yfirburði í karlakeppninni en Ármenningar nutu einnig góðs af því að Sigurður Andrés Sigurðarson, fyrrum landsliðsmaður, tók fimleikabolinn úr hillunni. Gerplustrákarnir söknuðu Eyþórs Baldurssonar en Martin Bjarni Guðmundsson úr Gerplu varð annar í stigakeppninni en hann keppir enn í unglingaflokki. Fimleikafélagið Björk, var í fyrsta skipti í sögu félagsins með lið í frjálsum æfingum í bikarkeppni. Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira
Bikarmótinu í áhaldafimleikum 2016 lauk í dag eftir æsispennandi keppni í bæði kvenna- og karla keppninni. Í kvennakeppninni börðust þrjú félög um titilinn og var það ekki fyrr en í lokaumferðinni sem Ármann tillti sér á toppinn og tryggði sér bikarmeistaratitilinn annan árið í röð. Í öðru sæti var fimleikafélagið Björk en langt er síðan félagið hefur átt lið í verðlaunasæti í frjálsum æfingum. Í þriðja sæti hafnaði svo Gerpla. Í karlakeppninni stóð baráttan sem fyrr á milli Gerplu og Ármanns og fór svo að Ármenningar vörðu titilinn nokkuð örugglega en Fimleikafélagið Björk hafnaði í þriðja sæti. Helstu fréttir úr karlakeppninni eru einmitt þær að það voru þrjú lið í karlakeppninni en það hefur ekki gerst svo lengi sem elstu menn muna og því ljóst að fjölgun drengja í greininni er farin að skila sér upp í keppni þeirra bestu. Í kvennakeppninni var Gerpla í fyrsta sæti fyrir lokaumferðina, Björk í öðru sæti og Ármann í því þriðja. Gerpla átti þó erfiðasta áhaldið eftir og því líklegt að það yrði annaðhvort Björk eða Ármann sem hampaði titlinum í lok dag. Lokaáhaldið hjá Ármanni var gólf, þar stigu þær varla feilspor á meðan Bjarkarstelpur voru með nokkur dýr mistök á sínu lokaáhaldi, slá og fór svo að Ármann komst upp fyrir bæði Björk og Gerplu og tryggði sér titilinn. Irina Sazonova og Dominiqa Beláni í lið Ármanns áttu mjög gott mót og eru að öðrum ólöstuðum lykilkonur í sigri Ármanns. Norma Dögg Róbertsdóttir, landsliðskona úr Björk var fjarri góðu gamni í dag vegna meiðsla og fann liðið fyrir því en Margrét Lea Kristinsdóttir, sem enn er í unglingaflokki, kom á óvart og varð þriðja stigahæst allra keppenda í kvennaflokki í dag. Agnes Suto, sem tók fimleikabolinn úr hillunni eftir tveggja ára hlé til að aðstoða sitt gamla félag í baráttunni, átti gríðarlega gott mót og varð stigahæst í Gerpluliðinu. Hjá strákunum munaði mest um Jón Sigurð Gunnarsson úr Ármanni en hafði nokkra yfirburði í karlakeppninni en Ármenningar nutu einnig góðs af því að Sigurður Andrés Sigurðarson, fyrrum landsliðsmaður, tók fimleikabolinn úr hillunni. Gerplustrákarnir söknuðu Eyþórs Baldurssonar en Martin Bjarni Guðmundsson úr Gerplu varð annar í stigakeppninni en hann keppir enn í unglingaflokki. Fimleikafélagið Björk, var í fyrsta skipti í sögu félagsins með lið í frjálsum æfingum í bikarkeppni.
Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira