Hefur þú það sem til þarf í sérsveitina? Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 12. mars 2016 11:00 Guðmundur Ómar með liðsmönnum sínum í sérsveitinni. Guðmundur Ómar Þráinsson er yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra. Hann fer fyrir fjörutíu lögreglumönnum sem eru sérþjálfaðir til þess að takast á við vopnuð lögreglustörf. Sérsveitin gegnir mikilvægu hlutverki í hryðjuverkavörnum og þjálfun hennar snýst m.a. um undirbúning til að takast á við fjöldadrápsárásir, stórfelld ofbeldisbrot, handtökur á hættulegum mönnum, gíslatökur, sprengjutilræði, flugrán og sjórán. Æfingarnar eru umfangsmiklar og reynt að líkja eftir aðstæðum válegra atburða í nágrannalöndunum.Aðstoðar lögreglu í handtökum hættulegra brotamanna Auk þess að sinna sérsveitarverkefnum sem upp koma á landsvísu þá sinnir sérsveitin almennum lögreglustörfum allan sólarhringinn, alla daga ársins. Hún annast handtökur hættulegra brotamanna og aðstoðaði til að mynda í aðgerðum lögreglu á Suðurlandi vegna meints vinnumansals í Vík. Þá tekur hún þátt í aðgerðum vegna fíkniefnamála og sinnir ýmsum verkefnum þar sem þjálfun hennar og tækjabúnaður kemur að notum. Sérsveitin er líka liðsstyrkur fyrir almannavarnadeild þegar neyðarástand skapast og mikið og gott samstarf er á milli hennar og Landhelgisgæslunnar.Næsta nýliðanámskeið í aprílGuðmundur segir þörf á fleiri sérsveitarmönnum, það hefur verið metið svo að sveitin sé fullmönnuð með 52 meðlimum. Hins vegar þurfi að vanda valið vel. „Árið 2004 tók ríkisstjórnin ákvörðun um að það skyldu starfa 52 lögreglumenn í sérsveit ríkislögreglustjóra. Við höfum ekki enn náð þeirri tölu og mest verið 46. Næsta nýliðanámskeið er í apríl. Við vonumst til að sem flestir lögreglumenn klári námskeiðið og hægt verði að bæta í hópinn.“Inntökuferlið heilt árInntökuferlinu í sérsveitina mætti líkja við að fara í gegnum nálarauga. Það er heilt ár og á þeim tíma eru haldin nokkur erfið þrekpróf, sálfræðipróf og fleiri þrautir sem reyna á líkamlegan og andlegan styrk. „Við förum yfir umsóknirnar og metum þær, þá fara umsækjendur í sálfræðipróf og svo eru þeir í inntökuferlinu í heilt ár. Við gefum ekki uppi nákvæmlega hvernig inntökuferlið er. Menn vita samt að hluta til hvað þeir eru að fara út í, málið er að það er oft ekkert betra.“Erfitt þrekpróf Guðmundur segir þrekprófið þurfa að vera erfitt. Tilvonandi sérsveitarmenn taka prófið í einni samfellu, byrja á því að hlaupa þrjá kílómetra undir tólf mínútum, gera svo 80 kg hnébeygjur fimmtán sinnum, fara strax í bekkpressu og endurtaka tíu sinnum 80 kíló. Þá er upphífing með 25 kg þyngingu, framkvæmd einu sinni og svo hangið í sextíu sekúndur. Þrekprófinu lýkur svo á tveggja mínútna planka. Hér að neðan má sjá samsetningu þrekprófsins, svo lesendur geti prófað hvort þeir eiga erindi í sérsveitina.Þrekpróf sérsveitarinnar:3 km þar sem lágmarkstími er 12 mín 80 kg hnébeygjur og 15 endurtekningar 80 kg bekkpressa og 10 endurtekningar Upphífing með 25 kg þyngingu, framkvæmd einu sinni og svo er hangið 60 sek. Planki í tvær mínútur „Við reynum líka á andlegan styrk með ýmsum hætti og mælum getu fólks í þáttum sem við teljum skipta máli. Andlegi styrkurinn skiptir mjög miklu máli. Við þurfum til dæmis að útiloka ýmsar fóbíur sem upp geta komið í aðstæðum sem við getum lent í. Líkamlegi styrkurinn er líka gríðarlega mikilvægur. Menn verða að hafa styrk til þess, þó að þeir séu þreyttir, að yfirstíga ýmsar hindranir og bjarga borgurum og hugsanlega særðum félögum út af hættusvæði. Menn treysta hver á annan. Við verðum að treysta því að næsti félagi við hliðina geti veitt björgun við erfiðar aðstæður. Að gefast aldrei upp, hver og einn sérsveitarmaður verður að hafa þennan andlega og líkamlega styrk til þess að klára verkefnin.“Einn fyrir alla og allir fyrir einnGuðmundur nefnir einnig ákveðin gildi sem koma við liðsheild og samkennd sem skipta máli. „Það eru ákveðin gildi sem við höfum í heiðri innan sveitarinnar. Við berum virðingu fyrir félaganum og viljum vera tilbúnir að gera allt fyrir hann. Í sérsveitinni gildir einn fyrir alla og allir fyrir einn þegar menn sinna verkefnum.“ Helst má líkja þessu við t.d. landslið í hópíþrótt þar sem árangurinn byggist m.a. á samvinnu og liðsheild.Engar konur í sérsveitinniEngar konur eru í sérsveitinni, Guðmundur segir nokkrar konur hafa komist nálægt því en þær hafi fallið úr ferlinu vegna meiðsla. Hann segist sjá að konur stunda mjög stranga líkamsþjálfun í dag og að konur geti vel komist inn í sveitina, það sé tímaspursmál. „Það hafa gegnum tíðina þó nokkrar konur byrjað í undirbúningsferli fyrir nýliðanámskeið og í tvígang hafa konur komist nokkuð langt inn í það. Á lokastigi ferlisins urðu þær fyrir meiðslum og gátu ekki klárað síðustu þrepin. Það sem reynist konunum erfiðast er líkamlegi styrkurinn. Það liggur í hlutarins eðli. En þessi þjálfun öll sem er boðið upp á núna, cross fit, boot camp og bardagalistir, er ansi öflug. Ég sé það og hef það á tilfinningunni að það styttist í að konur komist inn í sérsveitina.“Vel tekið á móti konumGuðmundur tekur fram að í sérsveitinni verði tekið vel á móti konum. Innan sérsveitarinnar gildi virðing fyrir félaganum. Megingildið, einn fyrir alla og allir fyrir einn, muni líka gilda um konur í sveitinni. „Eins og ég minntist á áðan þá höfum við þessi gildi. Einn fyrir alla og allir fyrir einn. Ef kona kemst inn í sérsveitina þá getur enginn sett sig á stall gegn henni. Sagt við hana: þú passar ekki í hópinn. Við tökum þessi gildi alvarlega. Nýliðanámskeiðin eru mikil sía. Þar kemur allt í ljós, hvort menn starfa í þágu liðsheildar eða eru einfarar. Hvernig menn falla að þessum gildum sem við höfum.“Einfarar eiga ekki erindiEinfarana segir Guðmundur ekki eiga erindi í sérsveitina þar sem starfið byggi allt á liðsheild og öll merki um skerta samkennd og þátttöku í liðsheildinni verða til þess að umsækjendur falla úr nýliðanámskeiðsferlinu. Hann segist ekki vilja tjá sig um það hvort einhver hafi verið rekinn úr sérsveitinni. „Það er bara innanhússmál en tekið er á málum þegar það á við. Það er mjög misjafnt hve lengi menn starfa í sérsveitinni en menn eru oft ótrúlega lengi við störf hérna hjá okkur. Hafa enst lengi þrátt fyrir mikið líkamlegt og andlegt álag og það hefur vakið athygli meðal starfsfélaga okkar erlendis.“Farið yfir málin. Reglulega eru haldnar stórar æfingar þar sem hermt er eftir atburðum úti í heimi. Mynd/LögreglanHarmleikur tekur mestan tollSnemma morguns 2. desember 2013 beittu sérsveitarmenn í fyrsta sinn vopnum sínum á vettvangi, gegn manni sem hafið hafði skothríð úr íbúð sinni í Hraunbæ í Reykjavík. Maðurinn skaut að lögreglumönnum og var að lokum skotinn til bana. „Atburðurinn reyndist sérsveitinni erfiður,“ segir Guðmundur og hann nefnir Hraunbæjarmálið sem það erfiðasta sem hann hefur fengist við í sérsveitinni. „Án þess að ég vilji nokkuð tala um Hraunbæjarmálið þá var það öllum sérsveitarmönnum mjög erfitt. Þarna voru erfiðar aðstæður.“ Hann segir að almenn störf þeirra í lögreglunni taki einnig mikinn toll. „Við erum fyrst og fremst lögreglumenn og sinnum oft erfiðum almennum útköllum. Mannlegur harmleikur og slys tekur alltaf mikið á hjá lögreglumönnum í starfi.“Æfa í IKEAHvað varðar annan búnað, svo sem báta og þyrlur, segir Guðmundur samstarf við Landhelgisgæsluna með miklum ágætum. „Það er samkomulag á milli ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar um að lögreglan geti fengið afnot af þyrlum til að flytja mannskap á vettvang. Kostnaðarlega væri ekki raunhæft í dag að sérsveitin fengi sérþyrlu til afnota en stefna þyrfti að því í framtíðinni að lögreglan hefði slíka þyrlu til löggæslu. Eftir hryðjuverkaatburðina í Noregi þá var þyrlukostur norsku lögreglunnar efldur. Við eigum í mjög góðum samskiptum við Gæsluna og þeir hafa aðstoðað mikið við æfingar og þjálfun.“ Á síðasta námskeiði sem sérsveitin hélt voru æfð viðbrögð við fjöldadrápum eins og voru í París. Þeir settu upp sviðsmyndir í IKEA og Kringlunni. „Þetta hefur verið þema hjá okkur síðustu árin að þróa aðferðir og taktík til að bregðast við slíkri ógn. Þetta geta verið flóknar og erfiðar aðgerðir. En þegar menn eru að æfa þessi viðbrögð í sífelluþjálfun þá skilar það árangri. Svona atburðir eru með þeim flóknari og erfiðari sem hægt er að takast á við, maður veit aldrei hvar þetta kemur upp. Þekkt er að slíkar árásir koma upp í skólum, leikhúsum, verslunarmiðstöðvum og á öðrum stöðum þar sem almenningur safnast saman. Þetta eru aðstæðurnar sem við erum að horfa á í þjálfuninni. Að þekkja staðina, beita aðferðafræði og bregðast við. Við gerum áætlanir. Við söfnum upplýsingum um það sem er að gerast í heiminum. Þá erum við í samskiptum við sérsveitirnar á Norðurlöndunum. Yfirmenn sérsveitanna funda árlega og farið er yfir atburði sem hafa hent í hverju landi. Við miðlum á þessum fundum þekkingu, aðferðafræði og þjálfunaratriðum. Hvaða aðferðum menn beita í aðgerðum.“Þjálfun og fræðslaVerkefnin eru af fjölbreyttum toga. Sérsveitin sinnir líka kennslu og þjálfun lögreglu og fræðslu fyrir utanaðkomandi aðila t.d flugáhafnir þar sem þjálfað er að takast á við erfiðar uppákomur. Þá eigum við í samstarfi við Isavia vegna kennslu og þjálfunar flugverndarstarfsmanna og Samgöngustofu vegna hafnarverndarstarfsmanna. Það er mjög mikið um alls konar þjálfun sem við erum beðnir að koma að. Við komum að fræðslu starfsfólks ráðuneyta stjórnarráðsins hvað varðar öryggismál og sjáum um akstursþjálfun ráðherrabílstjóra,“ segir Guðmundur. Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Guðmundur Ómar Þráinsson er yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra. Hann fer fyrir fjörutíu lögreglumönnum sem eru sérþjálfaðir til þess að takast á við vopnuð lögreglustörf. Sérsveitin gegnir mikilvægu hlutverki í hryðjuverkavörnum og þjálfun hennar snýst m.a. um undirbúning til að takast á við fjöldadrápsárásir, stórfelld ofbeldisbrot, handtökur á hættulegum mönnum, gíslatökur, sprengjutilræði, flugrán og sjórán. Æfingarnar eru umfangsmiklar og reynt að líkja eftir aðstæðum válegra atburða í nágrannalöndunum.Aðstoðar lögreglu í handtökum hættulegra brotamanna Auk þess að sinna sérsveitarverkefnum sem upp koma á landsvísu þá sinnir sérsveitin almennum lögreglustörfum allan sólarhringinn, alla daga ársins. Hún annast handtökur hættulegra brotamanna og aðstoðaði til að mynda í aðgerðum lögreglu á Suðurlandi vegna meints vinnumansals í Vík. Þá tekur hún þátt í aðgerðum vegna fíkniefnamála og sinnir ýmsum verkefnum þar sem þjálfun hennar og tækjabúnaður kemur að notum. Sérsveitin er líka liðsstyrkur fyrir almannavarnadeild þegar neyðarástand skapast og mikið og gott samstarf er á milli hennar og Landhelgisgæslunnar.Næsta nýliðanámskeið í aprílGuðmundur segir þörf á fleiri sérsveitarmönnum, það hefur verið metið svo að sveitin sé fullmönnuð með 52 meðlimum. Hins vegar þurfi að vanda valið vel. „Árið 2004 tók ríkisstjórnin ákvörðun um að það skyldu starfa 52 lögreglumenn í sérsveit ríkislögreglustjóra. Við höfum ekki enn náð þeirri tölu og mest verið 46. Næsta nýliðanámskeið er í apríl. Við vonumst til að sem flestir lögreglumenn klári námskeiðið og hægt verði að bæta í hópinn.“Inntökuferlið heilt árInntökuferlinu í sérsveitina mætti líkja við að fara í gegnum nálarauga. Það er heilt ár og á þeim tíma eru haldin nokkur erfið þrekpróf, sálfræðipróf og fleiri þrautir sem reyna á líkamlegan og andlegan styrk. „Við förum yfir umsóknirnar og metum þær, þá fara umsækjendur í sálfræðipróf og svo eru þeir í inntökuferlinu í heilt ár. Við gefum ekki uppi nákvæmlega hvernig inntökuferlið er. Menn vita samt að hluta til hvað þeir eru að fara út í, málið er að það er oft ekkert betra.“Erfitt þrekpróf Guðmundur segir þrekprófið þurfa að vera erfitt. Tilvonandi sérsveitarmenn taka prófið í einni samfellu, byrja á því að hlaupa þrjá kílómetra undir tólf mínútum, gera svo 80 kg hnébeygjur fimmtán sinnum, fara strax í bekkpressu og endurtaka tíu sinnum 80 kíló. Þá er upphífing með 25 kg þyngingu, framkvæmd einu sinni og svo hangið í sextíu sekúndur. Þrekprófinu lýkur svo á tveggja mínútna planka. Hér að neðan má sjá samsetningu þrekprófsins, svo lesendur geti prófað hvort þeir eiga erindi í sérsveitina.Þrekpróf sérsveitarinnar:3 km þar sem lágmarkstími er 12 mín 80 kg hnébeygjur og 15 endurtekningar 80 kg bekkpressa og 10 endurtekningar Upphífing með 25 kg þyngingu, framkvæmd einu sinni og svo er hangið 60 sek. Planki í tvær mínútur „Við reynum líka á andlegan styrk með ýmsum hætti og mælum getu fólks í þáttum sem við teljum skipta máli. Andlegi styrkurinn skiptir mjög miklu máli. Við þurfum til dæmis að útiloka ýmsar fóbíur sem upp geta komið í aðstæðum sem við getum lent í. Líkamlegi styrkurinn er líka gríðarlega mikilvægur. Menn verða að hafa styrk til þess, þó að þeir séu þreyttir, að yfirstíga ýmsar hindranir og bjarga borgurum og hugsanlega særðum félögum út af hættusvæði. Menn treysta hver á annan. Við verðum að treysta því að næsti félagi við hliðina geti veitt björgun við erfiðar aðstæður. Að gefast aldrei upp, hver og einn sérsveitarmaður verður að hafa þennan andlega og líkamlega styrk til þess að klára verkefnin.“Einn fyrir alla og allir fyrir einnGuðmundur nefnir einnig ákveðin gildi sem koma við liðsheild og samkennd sem skipta máli. „Það eru ákveðin gildi sem við höfum í heiðri innan sveitarinnar. Við berum virðingu fyrir félaganum og viljum vera tilbúnir að gera allt fyrir hann. Í sérsveitinni gildir einn fyrir alla og allir fyrir einn þegar menn sinna verkefnum.“ Helst má líkja þessu við t.d. landslið í hópíþrótt þar sem árangurinn byggist m.a. á samvinnu og liðsheild.Engar konur í sérsveitinniEngar konur eru í sérsveitinni, Guðmundur segir nokkrar konur hafa komist nálægt því en þær hafi fallið úr ferlinu vegna meiðsla. Hann segist sjá að konur stunda mjög stranga líkamsþjálfun í dag og að konur geti vel komist inn í sveitina, það sé tímaspursmál. „Það hafa gegnum tíðina þó nokkrar konur byrjað í undirbúningsferli fyrir nýliðanámskeið og í tvígang hafa konur komist nokkuð langt inn í það. Á lokastigi ferlisins urðu þær fyrir meiðslum og gátu ekki klárað síðustu þrepin. Það sem reynist konunum erfiðast er líkamlegi styrkurinn. Það liggur í hlutarins eðli. En þessi þjálfun öll sem er boðið upp á núna, cross fit, boot camp og bardagalistir, er ansi öflug. Ég sé það og hef það á tilfinningunni að það styttist í að konur komist inn í sérsveitina.“Vel tekið á móti konumGuðmundur tekur fram að í sérsveitinni verði tekið vel á móti konum. Innan sérsveitarinnar gildi virðing fyrir félaganum. Megingildið, einn fyrir alla og allir fyrir einn, muni líka gilda um konur í sveitinni. „Eins og ég minntist á áðan þá höfum við þessi gildi. Einn fyrir alla og allir fyrir einn. Ef kona kemst inn í sérsveitina þá getur enginn sett sig á stall gegn henni. Sagt við hana: þú passar ekki í hópinn. Við tökum þessi gildi alvarlega. Nýliðanámskeiðin eru mikil sía. Þar kemur allt í ljós, hvort menn starfa í þágu liðsheildar eða eru einfarar. Hvernig menn falla að þessum gildum sem við höfum.“Einfarar eiga ekki erindiEinfarana segir Guðmundur ekki eiga erindi í sérsveitina þar sem starfið byggi allt á liðsheild og öll merki um skerta samkennd og þátttöku í liðsheildinni verða til þess að umsækjendur falla úr nýliðanámskeiðsferlinu. Hann segist ekki vilja tjá sig um það hvort einhver hafi verið rekinn úr sérsveitinni. „Það er bara innanhússmál en tekið er á málum þegar það á við. Það er mjög misjafnt hve lengi menn starfa í sérsveitinni en menn eru oft ótrúlega lengi við störf hérna hjá okkur. Hafa enst lengi þrátt fyrir mikið líkamlegt og andlegt álag og það hefur vakið athygli meðal starfsfélaga okkar erlendis.“Farið yfir málin. Reglulega eru haldnar stórar æfingar þar sem hermt er eftir atburðum úti í heimi. Mynd/LögreglanHarmleikur tekur mestan tollSnemma morguns 2. desember 2013 beittu sérsveitarmenn í fyrsta sinn vopnum sínum á vettvangi, gegn manni sem hafið hafði skothríð úr íbúð sinni í Hraunbæ í Reykjavík. Maðurinn skaut að lögreglumönnum og var að lokum skotinn til bana. „Atburðurinn reyndist sérsveitinni erfiður,“ segir Guðmundur og hann nefnir Hraunbæjarmálið sem það erfiðasta sem hann hefur fengist við í sérsveitinni. „Án þess að ég vilji nokkuð tala um Hraunbæjarmálið þá var það öllum sérsveitarmönnum mjög erfitt. Þarna voru erfiðar aðstæður.“ Hann segir að almenn störf þeirra í lögreglunni taki einnig mikinn toll. „Við erum fyrst og fremst lögreglumenn og sinnum oft erfiðum almennum útköllum. Mannlegur harmleikur og slys tekur alltaf mikið á hjá lögreglumönnum í starfi.“Æfa í IKEAHvað varðar annan búnað, svo sem báta og þyrlur, segir Guðmundur samstarf við Landhelgisgæsluna með miklum ágætum. „Það er samkomulag á milli ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar um að lögreglan geti fengið afnot af þyrlum til að flytja mannskap á vettvang. Kostnaðarlega væri ekki raunhæft í dag að sérsveitin fengi sérþyrlu til afnota en stefna þyrfti að því í framtíðinni að lögreglan hefði slíka þyrlu til löggæslu. Eftir hryðjuverkaatburðina í Noregi þá var þyrlukostur norsku lögreglunnar efldur. Við eigum í mjög góðum samskiptum við Gæsluna og þeir hafa aðstoðað mikið við æfingar og þjálfun.“ Á síðasta námskeiði sem sérsveitin hélt voru æfð viðbrögð við fjöldadrápum eins og voru í París. Þeir settu upp sviðsmyndir í IKEA og Kringlunni. „Þetta hefur verið þema hjá okkur síðustu árin að þróa aðferðir og taktík til að bregðast við slíkri ógn. Þetta geta verið flóknar og erfiðar aðgerðir. En þegar menn eru að æfa þessi viðbrögð í sífelluþjálfun þá skilar það árangri. Svona atburðir eru með þeim flóknari og erfiðari sem hægt er að takast á við, maður veit aldrei hvar þetta kemur upp. Þekkt er að slíkar árásir koma upp í skólum, leikhúsum, verslunarmiðstöðvum og á öðrum stöðum þar sem almenningur safnast saman. Þetta eru aðstæðurnar sem við erum að horfa á í þjálfuninni. Að þekkja staðina, beita aðferðafræði og bregðast við. Við gerum áætlanir. Við söfnum upplýsingum um það sem er að gerast í heiminum. Þá erum við í samskiptum við sérsveitirnar á Norðurlöndunum. Yfirmenn sérsveitanna funda árlega og farið er yfir atburði sem hafa hent í hverju landi. Við miðlum á þessum fundum þekkingu, aðferðafræði og þjálfunaratriðum. Hvaða aðferðum menn beita í aðgerðum.“Þjálfun og fræðslaVerkefnin eru af fjölbreyttum toga. Sérsveitin sinnir líka kennslu og þjálfun lögreglu og fræðslu fyrir utanaðkomandi aðila t.d flugáhafnir þar sem þjálfað er að takast á við erfiðar uppákomur. Þá eigum við í samstarfi við Isavia vegna kennslu og þjálfunar flugverndarstarfsmanna og Samgöngustofu vegna hafnarverndarstarfsmanna. Það er mjög mikið um alls konar þjálfun sem við erum beðnir að koma að. Við komum að fræðslu starfsfólks ráðuneyta stjórnarráðsins hvað varðar öryggismál og sjáum um akstursþjálfun ráðherrabílstjóra,“ segir Guðmundur.
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira