Lífið

Landsleikur í lestri að hefjast

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Sigurlið í lestrarlandsleiknum verða heiðruð með viðurkenningum og verðlaunum.
Sigurlið í lestrarlandsleiknum verða heiðruð með viðurkenningum og verðlaunum. NORDICPHOTOS/GETTY
Landsleikurinn Allir lesa hefst á á morgun, bóndadaginn, 22. janúar, og stendur yfir í mánuð.

Leikurinn fer nú fram í annað sinn en í fyrra voru lesnir klukkutímar vel yfir 70 þúsund. Á vef Reykjavíkurborgar segir að borgarstjórn hafi nú ákveðið að taka þátt í keppninni.

Vestmannaeyingar voru í fyrsta sæti í fyrra en Reykvíkingar í 23. sæti af 74. Konur reyndust lesa töluvert meira en karlar í fyrra.

Allir geta tekið þátt í landsleiknum með því að stofna eða ganga í lestrarlið og skrá lestur sinn á vefinn allirlesa.is. Liðin geta verið stór eða smá, þau geta verið vinnustaðalið, fjölskyldur, vinahópar, leshringir, skólafélagar og svo framvegis.

Foreldrar eða afar og ömmur sem lesa með börnum sínum geta til að mynda stofnað fjölskyldulið og skráist lesturinn þá bæði á þann sem lesið er fyrir og þann sem les. Þau lið sem verja samanlagt mestum tíma í lestur standa uppi sem sigurvegarar.

Aðstandendur Allir lesa eru Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO, með stuðningi frá menntamálaráðuneytinu. Frá þessu er greint á vef borgarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×