Lífið

Kosningu til Hlustendaverðlaunanna lýkur á morgun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bubbi kemur aftur fram í ár ásamt Spaðadrottningunum.
Bubbi kemur aftur fram í ár ásamt Spaðadrottningunum. vísir
Hlustendaverðaunin 2016 verða afhent í glæsilegu tónlistarpartý í beinni útsendingu á Stöð 2 frá Háskólabíó föstudagskvöldið 29. janúar í samstarfi við Gull.

Á morgun lýkur spennandi kosningu á Vísi þar sem hlustendur Bylgjunnar FM957 og Xins977 hafa kosið um hvað stóð upp úr í íslenskri tónlist á síðasta ári auk þess að kjósa besta erlenda lagið.

Frábært listafólk og hljómsveitir koma fram á hátíðinni. Páll Óskar, Glowie ásamt eigin sveit, Dikta, Fufanu, Bubbi og Spaðadrottningarnar, Friðrik Dór, Úlfur Úlfur, Axel Flóvent, Steindi JR og Auðunn Blöndal.

Útvarpsstöðvarnar Bylgjan, Xið977 og FM957 bjóða hlustendum sínum frítt á hátíðina. Áhugasamir hringja inn og freista þess að fá miða. Ísland í Dag á Stöð 2 verður sent út frá Rauða dreglinum en hátíðin og beina útsendingin á Stöð 2 hefst kl. 20 15.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×