„Við erum orðnar vanar því að talað sé niður til okkar“ Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 21. janúar 2016 09:30 Steinunn Camilla, annar eigenda umboðsstofunnar Iceland Sync, er spennt fyrir komandi tímum. Vísir/Hanna Íslenska stúlknasveitin Nylon, stofnuð af Einari Bárðarsyni, vakti mikla athygli. Hápunktur ferilsins var þó ævintýri stúlknanna vestanhafs þar sem þær störfuðu undir nafninu The Charlies. Fjórar stelpur skipuðu upphaflegu sveitina en það voru þær Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir, Klara Ósk Elíasdóttir, Alma Guðmundsdóttir og Emilía Björg Óskarsdóttir. Fljótlega eftir að hljómsveitin var stofnuð kom fyrsta platan þeirra, 100% Nylon, út. „Það var þá sem allt fór af stað, við stukkum af stað til Bretlands þar sem við fengum breskan umboðsmann og túruðum með hljómsveitunum Westlife og Girls Aloud,“ segir Steinunn Camilla og bætir við að þetta hafi verið mikið ævintýri. „Ferðinni var síðan heitið til Los Angeles, þar sem Ólöf Sigríður Valsdóttir óperusöngkona var búin að koma okkur í samband við þekkt tónlistarfólk. Það leið ekki á löngu þar til við fengum plötusamning hjá Hollywood Records. Þar unnum við með Bruno Mars og eyddum viku með kappanum, og bara það að heyra í Nicki Minaj vera að taka upp plötu í næsta herbergi fær mig til að muna hvað við vorum að gera skemmtilega hluti,“ segir Steinunn Camilla. „Þetta gekk allt eins og í sögu og maður áttaði sig ekki á því hvað þetta var stórt tækifæri sem við vorum með í höndunum. Við stelpurnar fórum svo heim til Íslands í smá frí, það var þá sem við fengum þær fréttir að Hollywood Records hefði tekið þá ákvörðun að frysta okkar efni eins og það er kallað. Og snúa sér að því að koma Selenu Gomez á blað,“ segir Steinunn Camilla. Í framhaldinu kom óvissutími hjá stelpunum í Nylon, þær sögðu upp samningum hjá Hollywood Records og fórum að vinna í sínu efni. „Við ákváðum að hætta með hljómsveitina og snúa okkur að öðru,“ segir Steinunn Camilla, ánægð með þá ákvörðun. Í dag eru stelpurnar allar að vinna í tónlistarbransanum, Klara Ósk er að vinna í sinni eigin tónlist, Alma er að semja tónlist, en hún mun taka þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Augnablik sem Alda Dís kemur til með að flytja, og Steinunn ákvað að hella sér út í viðskiptabransann. „Ég ákvað að opna mína eigin umboðsskrifstofu, Iceland Sync, ásamt Soffíu Kristínu Jónsdóttur. Við erum með nokkra hæfileikaríka einstaklinga á okkar snærum, til dæmis Öldu Dís Arnardóttur en hún hefur verið að gera frábæra hluti undanfarið. Ásamt henni erum við með hljómsveitina The Evening Guests en í því bandi er íslenski söngvarinn Jökull Ernir Jónsson, þeir eru að gefa út plötu um þessar mundir,“ segir Steinunn spennt fyrir komandi tímum. Stelpurnar hafa þurft að þola ýmiss konar umtal í gegn um tíðina og tóku eflaust flestir eftir því að stúlknasveitin var tekin fyrir í Áramótaskaupinu þetta árið. „Ég hafði ekki grænan grun um atriðið í skaupinu, fyrr en ég sá mig birtast þarna á skjánum. Fyrst náði ég ekki alveg hvað var í gangi, þar sem ég er lítið hérna heima og ekki alveg inni í öllu. Þegar ég áttaði mig á tengingunni þá fannst mér þetta frekar leiðinlegt. En satt að segja erum við orðnar mjög vanar því að talað sé niður til okkar, því miður. Það er langt síðan við hættum að taka mark á þessu,“ segir Steinunn Camilla að lokum. Tengdar fréttir Alma í stúdíóinu með Scott Storch Samstarfið gengur vel. Scott Storch er mjög virtur upptökustjóri og hefur unnið með mörgum af stærstu stjörnum heims. 8. september 2015 08:30 Hlustaðu á fyrsta lagið með Öldu Dís Alda Dís Arnardóttir, sigurvegarinn í fyrstu seríunni af Ísland got Talent, hefur nú gefið út sitt fyrsta lag. 21. ágúst 2015 16:00 The Charlies hætt Stúlknabandið The Charlies er hætt en stelpurnar munu áfram reyna fyrir sér í LA. 17. janúar 2015 11:43 Einar Bárðarson um The Charlies: "Ég dáist bara að þeim“ „Einn daginn eru allir brjálaðir yfir því hvað við erum fordómafull, svo næsta dag eru allir dottnir í fordómana.“ 18. janúar 2015 13:39 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Íslenska stúlknasveitin Nylon, stofnuð af Einari Bárðarsyni, vakti mikla athygli. Hápunktur ferilsins var þó ævintýri stúlknanna vestanhafs þar sem þær störfuðu undir nafninu The Charlies. Fjórar stelpur skipuðu upphaflegu sveitina en það voru þær Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir, Klara Ósk Elíasdóttir, Alma Guðmundsdóttir og Emilía Björg Óskarsdóttir. Fljótlega eftir að hljómsveitin var stofnuð kom fyrsta platan þeirra, 100% Nylon, út. „Það var þá sem allt fór af stað, við stukkum af stað til Bretlands þar sem við fengum breskan umboðsmann og túruðum með hljómsveitunum Westlife og Girls Aloud,“ segir Steinunn Camilla og bætir við að þetta hafi verið mikið ævintýri. „Ferðinni var síðan heitið til Los Angeles, þar sem Ólöf Sigríður Valsdóttir óperusöngkona var búin að koma okkur í samband við þekkt tónlistarfólk. Það leið ekki á löngu þar til við fengum plötusamning hjá Hollywood Records. Þar unnum við með Bruno Mars og eyddum viku með kappanum, og bara það að heyra í Nicki Minaj vera að taka upp plötu í næsta herbergi fær mig til að muna hvað við vorum að gera skemmtilega hluti,“ segir Steinunn Camilla. „Þetta gekk allt eins og í sögu og maður áttaði sig ekki á því hvað þetta var stórt tækifæri sem við vorum með í höndunum. Við stelpurnar fórum svo heim til Íslands í smá frí, það var þá sem við fengum þær fréttir að Hollywood Records hefði tekið þá ákvörðun að frysta okkar efni eins og það er kallað. Og snúa sér að því að koma Selenu Gomez á blað,“ segir Steinunn Camilla. Í framhaldinu kom óvissutími hjá stelpunum í Nylon, þær sögðu upp samningum hjá Hollywood Records og fórum að vinna í sínu efni. „Við ákváðum að hætta með hljómsveitina og snúa okkur að öðru,“ segir Steinunn Camilla, ánægð með þá ákvörðun. Í dag eru stelpurnar allar að vinna í tónlistarbransanum, Klara Ósk er að vinna í sinni eigin tónlist, Alma er að semja tónlist, en hún mun taka þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Augnablik sem Alda Dís kemur til með að flytja, og Steinunn ákvað að hella sér út í viðskiptabransann. „Ég ákvað að opna mína eigin umboðsskrifstofu, Iceland Sync, ásamt Soffíu Kristínu Jónsdóttur. Við erum með nokkra hæfileikaríka einstaklinga á okkar snærum, til dæmis Öldu Dís Arnardóttur en hún hefur verið að gera frábæra hluti undanfarið. Ásamt henni erum við með hljómsveitina The Evening Guests en í því bandi er íslenski söngvarinn Jökull Ernir Jónsson, þeir eru að gefa út plötu um þessar mundir,“ segir Steinunn spennt fyrir komandi tímum. Stelpurnar hafa þurft að þola ýmiss konar umtal í gegn um tíðina og tóku eflaust flestir eftir því að stúlknasveitin var tekin fyrir í Áramótaskaupinu þetta árið. „Ég hafði ekki grænan grun um atriðið í skaupinu, fyrr en ég sá mig birtast þarna á skjánum. Fyrst náði ég ekki alveg hvað var í gangi, þar sem ég er lítið hérna heima og ekki alveg inni í öllu. Þegar ég áttaði mig á tengingunni þá fannst mér þetta frekar leiðinlegt. En satt að segja erum við orðnar mjög vanar því að talað sé niður til okkar, því miður. Það er langt síðan við hættum að taka mark á þessu,“ segir Steinunn Camilla að lokum.
Tengdar fréttir Alma í stúdíóinu með Scott Storch Samstarfið gengur vel. Scott Storch er mjög virtur upptökustjóri og hefur unnið með mörgum af stærstu stjörnum heims. 8. september 2015 08:30 Hlustaðu á fyrsta lagið með Öldu Dís Alda Dís Arnardóttir, sigurvegarinn í fyrstu seríunni af Ísland got Talent, hefur nú gefið út sitt fyrsta lag. 21. ágúst 2015 16:00 The Charlies hætt Stúlknabandið The Charlies er hætt en stelpurnar munu áfram reyna fyrir sér í LA. 17. janúar 2015 11:43 Einar Bárðarson um The Charlies: "Ég dáist bara að þeim“ „Einn daginn eru allir brjálaðir yfir því hvað við erum fordómafull, svo næsta dag eru allir dottnir í fordómana.“ 18. janúar 2015 13:39 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Alma í stúdíóinu með Scott Storch Samstarfið gengur vel. Scott Storch er mjög virtur upptökustjóri og hefur unnið með mörgum af stærstu stjörnum heims. 8. september 2015 08:30
Hlustaðu á fyrsta lagið með Öldu Dís Alda Dís Arnardóttir, sigurvegarinn í fyrstu seríunni af Ísland got Talent, hefur nú gefið út sitt fyrsta lag. 21. ágúst 2015 16:00
The Charlies hætt Stúlknabandið The Charlies er hætt en stelpurnar munu áfram reyna fyrir sér í LA. 17. janúar 2015 11:43
Einar Bárðarson um The Charlies: "Ég dáist bara að þeim“ „Einn daginn eru allir brjálaðir yfir því hvað við erum fordómafull, svo næsta dag eru allir dottnir í fordómana.“ 18. janúar 2015 13:39