Audi SQ7 í aðalhlutverki í Captain America Finnur Thorlacius skrifar 19. apríl 2016 12:22 Í tilvonandi Captain America kvikmynd leika Audi bílar stórt hlutverk og koma mikið við sögu. Svo mikið að sumir hafa sagt að myndin sé ein stór Audi auglýsing. Með stærsta hlutverkið fara Audi SQ7 jeppar sem stundum sjást í hrönnum í myndinni, meðal annars í miklum eltingaleik. Einnig koma Audi R8 V10 Plus, Audi A4, Audi A7 Sportback og Audi Prologue tilraunabíll við sögu. Þetta má sjá í auglýsingastiklu Audi hér að ofan sem klippt er inn í atriði úr myndinni og felur einnig í sér ágætan húmor. Það er Chris Evans sem leikur Captain America og hann ekur Audi SQ7 bíl en Tony Stark sem Iron Man ekur Audi S8 bíl í myndinni. Þessi nýja Captain America mynd mun heita Civil War og frumsýning hennar er 6. maí næstkomandi. Kannski verða í henni fleiri Audi bílar en leikarar og er það vel því þarna fara fallegir bílar. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent
Í tilvonandi Captain America kvikmynd leika Audi bílar stórt hlutverk og koma mikið við sögu. Svo mikið að sumir hafa sagt að myndin sé ein stór Audi auglýsing. Með stærsta hlutverkið fara Audi SQ7 jeppar sem stundum sjást í hrönnum í myndinni, meðal annars í miklum eltingaleik. Einnig koma Audi R8 V10 Plus, Audi A4, Audi A7 Sportback og Audi Prologue tilraunabíll við sögu. Þetta má sjá í auglýsingastiklu Audi hér að ofan sem klippt er inn í atriði úr myndinni og felur einnig í sér ágætan húmor. Það er Chris Evans sem leikur Captain America og hann ekur Audi SQ7 bíl en Tony Stark sem Iron Man ekur Audi S8 bíl í myndinni. Þessi nýja Captain America mynd mun heita Civil War og frumsýning hennar er 6. maí næstkomandi. Kannski verða í henni fleiri Audi bílar en leikarar og er það vel því þarna fara fallegir bílar.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent