Berndsen komnir í pabbapoppið Birgir Örn Steinarsson skrifar 6. júlí 2016 14:12 Berndsen lifir og hrærist í hljóðheimi níunda áratugarins. Vísir Ef einhver hélt á sínum tíma að Berndsen yrði að einnar slagara sveit þegar lagið Supertime sló í gegn árið 2009 þá hafði sá hinn sami verulega rangt fyrir sér. Nú er Berndsen kominn langt með að klára sína þriðju breiðskífu sem stefnt er á að komi út í haust. En honum vantar þína hjálp þar sem hefur stofnað til hópsöfnunar á Karolinafund eins og svo margir aðrir. „Það virðist vera að þetta sé að verða eina leiðin til þess að gefa út plötu í dag,“ segir Davíð Berndsen. „Við vorum mjög feimnir við þetta en svo er þetta bara power to the people!" Ha? Hér talar Davíð um Berndsen í fleirtölu. Hvað er eiginlega á seyði hérna? Er þetta ekki alveg örugglega sólóverkefni? „Það eru svo margir sem koma að þessu. Hermigervill og Hrafnkell Gauti hafa alltaf verið með. Svo höfum við fengið alls konar aðstoðarmenn við upptökur. Þetta eru góðir vinir manns sem maður er að gabba í hitt og þetta.“ Sem sagt auðmjúkur í gegn hann Davíð. Skyldi vera einhver ástæða fyrir því? Einhverjar breytingar í lífinu sem lita upp hversdagsleikann? „Ég gifti mig í fyrra og búinn að eignast barn þannig að maður er líka farinn að færa sig yfir í pabbapoppið. Þetta verður bara betra og betra.“ Það sama má segja um tónlistina eins og heyrist á titillagi nýju plötunnar Alter Ego sem hann sleppti frá sér í morgun. Staldrið við, hlustið og haldið svo áfram að lesa.Högni er eins og StingDavíð lýsir tónlistinni á nýju plötunni sem fullorðinspoppi og segist vera undir miklum áhrifum frá tónlistarmönnum á borð við Brian Ferry, Mark Knopfler og Sting. Honum líður best í félagsskap annarra og á plötunni raðar hann í kringum sig góðu fólki til þess að leika og syngja. „Ég er voðalega hrifinn af því að hafa kvenmenn með mér. Ég fékk Elínu Ey með mér í tvo lög og svo er systir Hermigervils Sigurlaug Thorarenssen sem er með gullbarka. Eitt sinn var Högni að labba fyrir utan stúdíóið mitt og fór fljótur að koma inn í sessjón. Hann hljómar eins og Sting í þessu eighties poppi.“Hægt að panta sér einkatúr um Reykjavík með BerndsenÍ bráðskemmtilegu kynningamynbandi fyrir Karolina-söfnunina, sem auðvitað má sjá hér fyrir neðan, segir Davíð að vínyllinn sé helsta form tónlistarmanna í dag. Eru dagar geisladisksins að líða undir lok? „Við erum að reyna lifa okkur í gömlu dögunum. Það er svo sjarmerandi að vera með vínylinn. Geisladiskurinn er eiginlega bara eins og nafnspjald í dag og það er erfitt að selja hann. Í dag hlusta allir bara í gegnum netið. Vínylsalan hefur verið bara nokkuð góð hjá okkur. Tónlistin hljómar vel af vínylnum hjá okkur.“ Stefnt er á að Alter Ego komi út í haust en þegar þetta er skrifað er Davíð rúmlega hálfnaður með að safna skilding fyrir útgáfunni. Kominn í 51% og 10 dagar eftir. Berndsen býður upp á ýmsa skemmtilega fylgikosti við söfnunina aðra en að fá forkaupa sjálfa plötuna. Þar má nefna gítartíma hjá Kela gítarleikara, klukkustund í hljóðverinu með Berndsen, einkatúr um Reykjavík og boð í grillaðan fisk.Hér er svo kynningarmyndbandið. Tónlist Tengdar fréttir Myndaveisla frá Iceland Airwaves: Berndsen fór úr að ofan Annað kvöldið á Iceland Airwaves fór fram í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi og var gríðarleg stemning á nokkrum tónleikum. 6. nóvember 2015 14:00 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Ef einhver hélt á sínum tíma að Berndsen yrði að einnar slagara sveit þegar lagið Supertime sló í gegn árið 2009 þá hafði sá hinn sami verulega rangt fyrir sér. Nú er Berndsen kominn langt með að klára sína þriðju breiðskífu sem stefnt er á að komi út í haust. En honum vantar þína hjálp þar sem hefur stofnað til hópsöfnunar á Karolinafund eins og svo margir aðrir. „Það virðist vera að þetta sé að verða eina leiðin til þess að gefa út plötu í dag,“ segir Davíð Berndsen. „Við vorum mjög feimnir við þetta en svo er þetta bara power to the people!" Ha? Hér talar Davíð um Berndsen í fleirtölu. Hvað er eiginlega á seyði hérna? Er þetta ekki alveg örugglega sólóverkefni? „Það eru svo margir sem koma að þessu. Hermigervill og Hrafnkell Gauti hafa alltaf verið með. Svo höfum við fengið alls konar aðstoðarmenn við upptökur. Þetta eru góðir vinir manns sem maður er að gabba í hitt og þetta.“ Sem sagt auðmjúkur í gegn hann Davíð. Skyldi vera einhver ástæða fyrir því? Einhverjar breytingar í lífinu sem lita upp hversdagsleikann? „Ég gifti mig í fyrra og búinn að eignast barn þannig að maður er líka farinn að færa sig yfir í pabbapoppið. Þetta verður bara betra og betra.“ Það sama má segja um tónlistina eins og heyrist á titillagi nýju plötunnar Alter Ego sem hann sleppti frá sér í morgun. Staldrið við, hlustið og haldið svo áfram að lesa.Högni er eins og StingDavíð lýsir tónlistinni á nýju plötunni sem fullorðinspoppi og segist vera undir miklum áhrifum frá tónlistarmönnum á borð við Brian Ferry, Mark Knopfler og Sting. Honum líður best í félagsskap annarra og á plötunni raðar hann í kringum sig góðu fólki til þess að leika og syngja. „Ég er voðalega hrifinn af því að hafa kvenmenn með mér. Ég fékk Elínu Ey með mér í tvo lög og svo er systir Hermigervils Sigurlaug Thorarenssen sem er með gullbarka. Eitt sinn var Högni að labba fyrir utan stúdíóið mitt og fór fljótur að koma inn í sessjón. Hann hljómar eins og Sting í þessu eighties poppi.“Hægt að panta sér einkatúr um Reykjavík með BerndsenÍ bráðskemmtilegu kynningamynbandi fyrir Karolina-söfnunina, sem auðvitað má sjá hér fyrir neðan, segir Davíð að vínyllinn sé helsta form tónlistarmanna í dag. Eru dagar geisladisksins að líða undir lok? „Við erum að reyna lifa okkur í gömlu dögunum. Það er svo sjarmerandi að vera með vínylinn. Geisladiskurinn er eiginlega bara eins og nafnspjald í dag og það er erfitt að selja hann. Í dag hlusta allir bara í gegnum netið. Vínylsalan hefur verið bara nokkuð góð hjá okkur. Tónlistin hljómar vel af vínylnum hjá okkur.“ Stefnt er á að Alter Ego komi út í haust en þegar þetta er skrifað er Davíð rúmlega hálfnaður með að safna skilding fyrir útgáfunni. Kominn í 51% og 10 dagar eftir. Berndsen býður upp á ýmsa skemmtilega fylgikosti við söfnunina aðra en að fá forkaupa sjálfa plötuna. Þar má nefna gítartíma hjá Kela gítarleikara, klukkustund í hljóðverinu með Berndsen, einkatúr um Reykjavík og boð í grillaðan fisk.Hér er svo kynningarmyndbandið.
Tónlist Tengdar fréttir Myndaveisla frá Iceland Airwaves: Berndsen fór úr að ofan Annað kvöldið á Iceland Airwaves fór fram í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi og var gríðarleg stemning á nokkrum tónleikum. 6. nóvember 2015 14:00 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Myndaveisla frá Iceland Airwaves: Berndsen fór úr að ofan Annað kvöldið á Iceland Airwaves fór fram í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi og var gríðarleg stemning á nokkrum tónleikum. 6. nóvember 2015 14:00