Gekk um götur Berlínar í karakter Stefán Þór Hjartarson skrifar 18. maí 2016 10:00 Tómas Lemarquis leikur stökkbreytta albínóan Caliban í nýjustu myndinni í X-Men seríunni. Vísir/Anton Tómas ásamt leikurum úr X-Men Apocalypse á frumsýningu myndarinnar í London. Þetta var mikið ævintýri,“ segir Tómas Lemarquis leikari um hlutverk sitt í nýjustu X-Men myndinni. Í henni leika margir heimsþekktir leikarar og má þar nefna t.d. Jennifer Lawrence, Michael Fassbender, Oliviu Munn, Sophie Turner og Oscar Isaac. „Ég var í senu með Jennifer Lawrence og Oscar Isaac – það var alveg ótrúlegt. En þegar maður er kominn í karakter, þá er þetta bara karakter við karakter, þá er þetta ekkert lengur Jennifer og Tómas. Þá er maður bara kominn í annan heim. Karakterinn heitir Caliban, hann er yfirmaður Morlocka sem eru stökkbreyttar neðanjarðarverur. Hann er kærasti Psylocke sem er leikin af Oliviu Munn. Hans karakter er á gráu svæði – hvorki vondur né góður, hann er algjör tækifærissinni. Hann er mjór albínóasláni. Þetta er annars ekki nema í þriðja skiptið sem albínóanafnið tengist mér. Albínóafélagið verður örugglega brjálað því að ég er enginn albínói. Ég er með umboðsmann í LA sem reddaði þessu, ég sendi prufu á hann þegar ég var í Berlín og síðan var ég bara ráðinn. Fyrir tveimur árum datt ég inn í bíó á meðan ég var að taka upp tónlistarvídeó í Póllandi. Ég var bara einn í verslunarmiðstöð og ákvað að sjá einhverja mynd. Ég fór þá á síðustu X-Men myndina, Days of Future Past, ég fílaði hana ótrúlega vel og hugsaði: „Mig langar til að leika í þessari mynd og á móti Jennifer Lawrence.“ Ári síðar er ég kominn akkúrat í þau spor, sem er svolítið súrrealískt,“ segir Tómas aðspurður hvernig hann hafi dottið inn á þetta hlutverk. En hvernig fer svo undirbúningur fyrir svona hlutverk fram? „Í svona mynd er það svolítið sérstakt, að maður fær bara að sjá sína senu en ekki allt handritið – þetta er svo leynilegt allt saman. Það þarf svolítið að finna sínar leiðir til að finna upplýsingar, fara í myndasögubækurnar sjálfar t.d. – maður fer í svolitla rannsóknarvinnu náttúrulega sem leikari. En fyrir mig sæki ég rosalega mikið í búninga – þetta byrjar allt með búningunum fyrir mig. Bæði búningunum og skónum. Ég var sendur tvisvar til London að máta búninga og föt. Svo er ég oft í fötunum í einhverja daga; fer út að labba í fötunum og læt karakterinn koma til mín svona smátt og smátt, t.d. í gegnum göngulagið. Ég var svo heppinn að ég fékk fötin send til mín til Berlínar og fékk að vera svolítið í þeim og þannig kom hann Caliban til mín. Ég er í miðjum tökum á mynd sem heitir Touch Me Not og leikstýrt af rúmenskum leikstjóra. Ég er búinn að taka upp helminginn af myndinni og fer núna í byrjun júní að taka upp seinni hlutann í Leipzig. Þessi mynd er að stórum hluta impróvíseruð og er akkúrat hinum megin á skalanum við X-Men, er lítil indí-mynd,“ segir Tómas aðspurður hvað sé fram undan hjá honum, „Síðan vona ég að aðdáendur taki Caliban vel svo að hann fái að koma aftur í næstu X-Men myndum. Leikstjórinn og framleiðandinn voru allavegana ánægðir.“ Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
Tómas ásamt leikurum úr X-Men Apocalypse á frumsýningu myndarinnar í London. Þetta var mikið ævintýri,“ segir Tómas Lemarquis leikari um hlutverk sitt í nýjustu X-Men myndinni. Í henni leika margir heimsþekktir leikarar og má þar nefna t.d. Jennifer Lawrence, Michael Fassbender, Oliviu Munn, Sophie Turner og Oscar Isaac. „Ég var í senu með Jennifer Lawrence og Oscar Isaac – það var alveg ótrúlegt. En þegar maður er kominn í karakter, þá er þetta bara karakter við karakter, þá er þetta ekkert lengur Jennifer og Tómas. Þá er maður bara kominn í annan heim. Karakterinn heitir Caliban, hann er yfirmaður Morlocka sem eru stökkbreyttar neðanjarðarverur. Hann er kærasti Psylocke sem er leikin af Oliviu Munn. Hans karakter er á gráu svæði – hvorki vondur né góður, hann er algjör tækifærissinni. Hann er mjór albínóasláni. Þetta er annars ekki nema í þriðja skiptið sem albínóanafnið tengist mér. Albínóafélagið verður örugglega brjálað því að ég er enginn albínói. Ég er með umboðsmann í LA sem reddaði þessu, ég sendi prufu á hann þegar ég var í Berlín og síðan var ég bara ráðinn. Fyrir tveimur árum datt ég inn í bíó á meðan ég var að taka upp tónlistarvídeó í Póllandi. Ég var bara einn í verslunarmiðstöð og ákvað að sjá einhverja mynd. Ég fór þá á síðustu X-Men myndina, Days of Future Past, ég fílaði hana ótrúlega vel og hugsaði: „Mig langar til að leika í þessari mynd og á móti Jennifer Lawrence.“ Ári síðar er ég kominn akkúrat í þau spor, sem er svolítið súrrealískt,“ segir Tómas aðspurður hvernig hann hafi dottið inn á þetta hlutverk. En hvernig fer svo undirbúningur fyrir svona hlutverk fram? „Í svona mynd er það svolítið sérstakt, að maður fær bara að sjá sína senu en ekki allt handritið – þetta er svo leynilegt allt saman. Það þarf svolítið að finna sínar leiðir til að finna upplýsingar, fara í myndasögubækurnar sjálfar t.d. – maður fer í svolitla rannsóknarvinnu náttúrulega sem leikari. En fyrir mig sæki ég rosalega mikið í búninga – þetta byrjar allt með búningunum fyrir mig. Bæði búningunum og skónum. Ég var sendur tvisvar til London að máta búninga og föt. Svo er ég oft í fötunum í einhverja daga; fer út að labba í fötunum og læt karakterinn koma til mín svona smátt og smátt, t.d. í gegnum göngulagið. Ég var svo heppinn að ég fékk fötin send til mín til Berlínar og fékk að vera svolítið í þeim og þannig kom hann Caliban til mín. Ég er í miðjum tökum á mynd sem heitir Touch Me Not og leikstýrt af rúmenskum leikstjóra. Ég er búinn að taka upp helminginn af myndinni og fer núna í byrjun júní að taka upp seinni hlutann í Leipzig. Þessi mynd er að stórum hluta impróvíseruð og er akkúrat hinum megin á skalanum við X-Men, er lítil indí-mynd,“ segir Tómas aðspurður hvað sé fram undan hjá honum, „Síðan vona ég að aðdáendur taki Caliban vel svo að hann fái að koma aftur í næstu X-Men myndum. Leikstjórinn og framleiðandinn voru allavegana ánægðir.“
Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira