Bíó og sjónvarp

Rogue One gífurlega vel tekið

Samúel Karl Ólason skrifar
Rogue One fjallar um hóp uppreisnarmanna sem fá það verkefni að stela teikningum af Helstirninu.
Rogue One fjallar um hóp uppreisnarmanna sem fá það verkefni að stela teikningum af Helstirninu.
Áhorfendur virðast heldur betur hafa tekið vel á móti kvikmyndinni Rogue OneA Star Wars Story í kvikmyndahúsum. Kvikmyndin þénaði 155 milljónir dala á opnunarhelginni í Bandaríkjunum, sem er næst stærsta opnunarhelgi sögunnar í desember þar í landi. 

Myndin sem á stærstu opnunarhelgi í desember er Star WarsThe Force Awakens, sem frumsýnd var í fyrra. Hún þénaði 290,5 milljónir dala.

Þetta er fyrsta Star Wars myndin sem fjallar ekki á nokkurn hátt um Skywalker fjölskylduna, þó einum meðlimi þeirrar fjölskyldu bregði fyrir, og hafði Disney reynt að draga úr væntingum varðandi velgengni myndarinnar fyrir forsýningu hennar. Fyrirtækið vinnur nú að framleiðslu fleiri mynda úr Star Wars heiminum og er sú næsta um ungan Han Solo.

Þá er líklegt að tekjur af myndinni muni hækka verulega, þar sem samkeppnin er lítil í kvikmyndahúsum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.