Heitasta flík sumarsins: Íslenska landsliðstreyjan Ritstjórn skrifar 28. júní 2016 14:15 Blái liturinn fer okkur Íslendingum einstaklega vel. Myndir/Getty Það eru fáar flíkur sem eru jafn áberandi um þessar mundir og íslenska landsliðstreyjan. Þrátt fyrir að þær seldust upp fyrir nokkrum vikum þá getur fólk bætt það upp með því að klæðast gömlum treyjum eða einfaldlega bláum bolum eða peysum. Þegar myndavélin rennur yfir stúkuna á leikvöngunum í Frakklandi er alltaf jafn magnað að sjá bláa litinn skera sig úr. Fólk er þó ekki aðeins að klæðast treyjunum í Frakklandi heldur eru heimakærir Íslendingar einnig að klæða sig upp í hana ýmist í vinnunni, heima hjá sér eða með vinum og vandamönnum. Það er þó engum blöðum um það að fletta að Íslendingar taka sig svo sannarlega vel út í treyjunni og eru eflaust margir sem bíða eftir nýrri sendingu af treyjunni til þess að eignast eftir þetta stórkostlega mót. Þessi litli drengur er búinn að stílisera treyjuna á skemmtilegan hátt. Með stóran fána utan um sig og skemmtilega víkingahúfu er óhætt að segja að hann sé með útlitið á hreinu.Treyjan fer öllum vel. Rauður varalitur í stíl við búninginn er líka punkturinn yfir i-ið.Andlits málingin er ekki nóg. Íslands sólgleraugun eru mjög mikilvæg til þess að færa búninginn upp á næsta stig.Alvöru víkingur hér á ferð. Gæra og víkingahatturinn leyfir stuðningsmönnunum að lifa undir víkinganafninu með prýði. Andlitsmálinguna má líka aldrei vanta, því má aldrei gleyma.Maðurinn með skeggið. Þurfum ekkert að ræða það neitt frekar.Treyjan kemur í tveimur litum. Magnús Scheving hefur valið sér þá bláu á meðan Hrefna fór í hvítu. Það getur verið gaman að breyta til og skiptast á litum stöku sinnum.Blóm í hárinu í íslensku litunum er mjög skemmtileg leið til þess að standa upp úr.Dóttir og kærasta Kolbeins Sigþórssonar voru heldur betur glæsilegar í landsliðstreyjunni. Mest lesið Sturlaðir tímar Glamour Edda P glæsileg á tískupallinum í New York Glamour Geirvartan frelsuð hjá Saint Laurent Glamour J.Crew kápa Meghan strax uppseld Glamour Kjólarnir sem við viljum sjá á Óskarnum Glamour Höfða mál gegn Olsen-systrunum Glamour Adwoa Aboah fyrirsæta ársins Glamour „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Halda í köflótta mynstrið í London Glamour Fékk mömmu sína til að sitja fyrir Glamour
Það eru fáar flíkur sem eru jafn áberandi um þessar mundir og íslenska landsliðstreyjan. Þrátt fyrir að þær seldust upp fyrir nokkrum vikum þá getur fólk bætt það upp með því að klæðast gömlum treyjum eða einfaldlega bláum bolum eða peysum. Þegar myndavélin rennur yfir stúkuna á leikvöngunum í Frakklandi er alltaf jafn magnað að sjá bláa litinn skera sig úr. Fólk er þó ekki aðeins að klæðast treyjunum í Frakklandi heldur eru heimakærir Íslendingar einnig að klæða sig upp í hana ýmist í vinnunni, heima hjá sér eða með vinum og vandamönnum. Það er þó engum blöðum um það að fletta að Íslendingar taka sig svo sannarlega vel út í treyjunni og eru eflaust margir sem bíða eftir nýrri sendingu af treyjunni til þess að eignast eftir þetta stórkostlega mót. Þessi litli drengur er búinn að stílisera treyjuna á skemmtilegan hátt. Með stóran fána utan um sig og skemmtilega víkingahúfu er óhætt að segja að hann sé með útlitið á hreinu.Treyjan fer öllum vel. Rauður varalitur í stíl við búninginn er líka punkturinn yfir i-ið.Andlits málingin er ekki nóg. Íslands sólgleraugun eru mjög mikilvæg til þess að færa búninginn upp á næsta stig.Alvöru víkingur hér á ferð. Gæra og víkingahatturinn leyfir stuðningsmönnunum að lifa undir víkinganafninu með prýði. Andlitsmálinguna má líka aldrei vanta, því má aldrei gleyma.Maðurinn með skeggið. Þurfum ekkert að ræða það neitt frekar.Treyjan kemur í tveimur litum. Magnús Scheving hefur valið sér þá bláu á meðan Hrefna fór í hvítu. Það getur verið gaman að breyta til og skiptast á litum stöku sinnum.Blóm í hárinu í íslensku litunum er mjög skemmtileg leið til þess að standa upp úr.Dóttir og kærasta Kolbeins Sigþórssonar voru heldur betur glæsilegar í landsliðstreyjunni.
Mest lesið Sturlaðir tímar Glamour Edda P glæsileg á tískupallinum í New York Glamour Geirvartan frelsuð hjá Saint Laurent Glamour J.Crew kápa Meghan strax uppseld Glamour Kjólarnir sem við viljum sjá á Óskarnum Glamour Höfða mál gegn Olsen-systrunum Glamour Adwoa Aboah fyrirsæta ársins Glamour „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Halda í köflótta mynstrið í London Glamour Fékk mömmu sína til að sitja fyrir Glamour