Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Fylkir - Víkingur 1-0 | Sjáðu markið sem tryggði Fylki fyrsta sigurinn Ingvi Þór Sæmundsson á Flórdídana-vellinum skrifar 28. júní 2016 22:15 Fylkir vann sinn fyrsta sigur í Pepsi-deildinni ár þegar Víkingur R. kom í heimsókn á Flórídana-völlinn í kvöld. Jose „Sito“ Enrique skoraði eina mark leiksins á 81. mínútu en þetta var hans fyrsta deildarmark fyrir Fylki. Árbæingar eru nú komnir með fimm stig og eru aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti. Víkingar eru áfram í 8. sætinu með 11 stig en þeir hafa ekki unnið í Árbænum í efstu deild frá árinu 1993.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Árbænum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan.Af hverju vann Fylkir? Víkingar voru ívið sterkari í fyrri hálfleik og fengu betri tækifæri. Fylkismenn mættu hins vegar ákveðnir til leiks í þeim seinni þar sem þeir höfðu fín tök á leiknum. Eftir klukkutíma leik gerði Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, tvöfalda skiptingu og setti Sito og Víði Þorvarðarson inn á. Og þeir komu inn af miklum krafti og hleyptu lífi í sóknarleik Fylkis sem var frekar bitlaus fram að innkomu þeirra. Það var svo Sito sem skoraði markið dýrmæta níu mínútum fyrir leikslok eftir sendingu frá þriðja varamanninum, Emil Ásmundssyni. Fylkismenn vörðust vel það sem eftir lifði leiks og Víkingar voru ekki líklegir til að jafna metin.Þessir stóðu upp úr Líkt og í leik þessara liða í Árbænum í fyrra var Ólafur Íshólm Ólafsson góður í marki Fylkis. Hann varði vel frá Gary Martin þegar hann komst einn í gegn eftir rúman hálftíma og svo aftur vel frá Alex Frey Hilmarssyni snemma í seinni hálfleik. Þar fyrir utan var Ólafur öruggur í öllum sínum aðgerðum. Miðverðirnir Tonci Radovinkovic og Ásgeir Eyþórsson áttu líka góðan leik og þá var Albert Brynjar Ingason óþreytandi í framlínu heimamanna þrátt fyrir takmarkaða þjónustu á köflum. Varamennirnir voru svo öflugir eins og áður sagði.Hvað gekk illa? Víkingarnir voru að manni fannst með undirtökin í fyrri hálfleik en komust samt aldrei úr öðrum gír. Í seinni hálfleik var svo ekkert að frétta hjá gestunum sem voru afar kraft- og bitlausir. Með sigri hefðu Víkingar geta komið sér fyrir í efri hluta deildarinnar en það vantaði vilja til að vinna leikinn gegn botnliðinu. Varnarleikur Víkinga var lengst af góður en klikkaði í markinu. Sóknarleikurinn var ekkert sérstakur og leikmenn eins og Viktor Jónsson og Vladimir Tufegdzic höfðu lítið til málanna að leggja. Hvað gerist næst? Eftir sigurinn eru Fylkismenn aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti. Þróttur tapaði í kvöld og ef ÍA tapar fyrir Stjörnunni á morgun er vikan nánast fullkomin fyrir Fylki. Næsti leikur Árbæinga er gegn Val í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins á sunnudaginn. Víkinga skortir enn stöðugleika en þeir náðu ekki að fylgja eftir góðum leik gegn Víkingi Ó. með sigri í kvöld. Næsti leikur þeirra er gegn Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika.Hermann fylgist með á hliðarlínunni.vísir/eyþórHermann: Fann að það var neisti í okkur „Maður var næstum því búinn að gleyma hvernig þetta er,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir fyrsta sigur hans manna í Pepsi-deildinni í ár. „Ég held að hver einasti leikmaður hafi lést um 50 kg, það er smá byrði farin en þetta var alltaf á leiðinni.“ Fyrir leikinn gegn Víkingi í kvöld höfðu Fylkismenn tapað nokkrum jöfnum leikjum í sumar. En hvað breyttist í þessum leik? „Við náðum að klára leikinn, héldum einbeitingu og ég fann það í vikunni að það var neisti í okkur. Við höfum allir gríðarlega trú á því að sigurinn myndi koma,“ sagði Hermann sem var ánægður með þátt þeirra sem komu inn á í liði Fylkis í kvöld. „Það þurfti ferskar lappir inn og varamennirnir komu allir mjög sterkir inn. Það er mjög gaman þegar menn koma inn og breyta gangi leiksins.“ Fylkismenn eru nú aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti og eiga leik gegn Val í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins á sunnudaginn kemur. Það er því aðeins bjartara yfir mönnum í Árbænum eftir þennan fyrsta sigur. „Við þurftum bara að ná þessum sigri. Það er einmanalegt á botninum en þú skapar þér þína eigin heppni. Við höfum alltaf trú á því að við vinnum hvern einasta leik. Og við vissum ef að við myndum gera hlutina rétt myndi styttast í sigurinn,“ sagði Hermann að lokum.Það gekk lítið upp hjá Víkingum í leiknum í kvöld.vísir/eyþórMilos: Hef sagt við strákana að liðið er miklu betra en taflan sýnir Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var svekktur með að fara stigalaus úr Árbænum í kvöld. „Tilfinningin er slæm eins og eftir hvert einasta tap,“ sagði Milos eftir leik. „Ég vil fyrst óska Fylkismönnum til hamingju með sigurinn. Þeir vildu þetta held ég aðeins meira en við og nýttum sér stór einstaklingsmistök sem við gerðum. „En við vorum ekki góðir og þegar liðið mitt spilar svona er ég ekki sáttur. Við vorum ekki sterkir í þeim þáttum sem við eigum að vera sterkir í, að vera skipulagðir og þéttir, og það eru vonbrigði.“ Víkingar voru hættulegri aðilinn í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það var Milos ekki sáttur með spilamennskuna. „Við áttum nokkur góð færi en það vantaði alla greddu til að skora áður en þeir gerðu það. Þeir fengu ferska menn inn og þeirra skiptingar breyttu leiknum. Þeir hafa kannski úr fleirum að velja eða mínir menn sem komu inn voru ekki alveg nógu sprækir,“ sagði Milos. Honum finnst að Víkingar eigi að vera í betri stöðu í Pepsi-deildinni. „Ég hef sagt við strákana að þetta lið er miklu betra en taflan sýnir. En það eru vonbrigði að vera alltaf heitir og kaldir til skiptis og ég ber ábyrgð á þessu,“ sagði Milos að endingu.Sigurmark Fylkismanna vísir/eyþórTómas Joð Þorsteinsson og félagar fögnuðum sínum fyrsta sigri í kvöld.Vísir/Eyþór Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Fylkir vann sinn fyrsta sigur í Pepsi-deildinni ár þegar Víkingur R. kom í heimsókn á Flórídana-völlinn í kvöld. Jose „Sito“ Enrique skoraði eina mark leiksins á 81. mínútu en þetta var hans fyrsta deildarmark fyrir Fylki. Árbæingar eru nú komnir með fimm stig og eru aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti. Víkingar eru áfram í 8. sætinu með 11 stig en þeir hafa ekki unnið í Árbænum í efstu deild frá árinu 1993.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Árbænum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan.Af hverju vann Fylkir? Víkingar voru ívið sterkari í fyrri hálfleik og fengu betri tækifæri. Fylkismenn mættu hins vegar ákveðnir til leiks í þeim seinni þar sem þeir höfðu fín tök á leiknum. Eftir klukkutíma leik gerði Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, tvöfalda skiptingu og setti Sito og Víði Þorvarðarson inn á. Og þeir komu inn af miklum krafti og hleyptu lífi í sóknarleik Fylkis sem var frekar bitlaus fram að innkomu þeirra. Það var svo Sito sem skoraði markið dýrmæta níu mínútum fyrir leikslok eftir sendingu frá þriðja varamanninum, Emil Ásmundssyni. Fylkismenn vörðust vel það sem eftir lifði leiks og Víkingar voru ekki líklegir til að jafna metin.Þessir stóðu upp úr Líkt og í leik þessara liða í Árbænum í fyrra var Ólafur Íshólm Ólafsson góður í marki Fylkis. Hann varði vel frá Gary Martin þegar hann komst einn í gegn eftir rúman hálftíma og svo aftur vel frá Alex Frey Hilmarssyni snemma í seinni hálfleik. Þar fyrir utan var Ólafur öruggur í öllum sínum aðgerðum. Miðverðirnir Tonci Radovinkovic og Ásgeir Eyþórsson áttu líka góðan leik og þá var Albert Brynjar Ingason óþreytandi í framlínu heimamanna þrátt fyrir takmarkaða þjónustu á köflum. Varamennirnir voru svo öflugir eins og áður sagði.Hvað gekk illa? Víkingarnir voru að manni fannst með undirtökin í fyrri hálfleik en komust samt aldrei úr öðrum gír. Í seinni hálfleik var svo ekkert að frétta hjá gestunum sem voru afar kraft- og bitlausir. Með sigri hefðu Víkingar geta komið sér fyrir í efri hluta deildarinnar en það vantaði vilja til að vinna leikinn gegn botnliðinu. Varnarleikur Víkinga var lengst af góður en klikkaði í markinu. Sóknarleikurinn var ekkert sérstakur og leikmenn eins og Viktor Jónsson og Vladimir Tufegdzic höfðu lítið til málanna að leggja. Hvað gerist næst? Eftir sigurinn eru Fylkismenn aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti. Þróttur tapaði í kvöld og ef ÍA tapar fyrir Stjörnunni á morgun er vikan nánast fullkomin fyrir Fylki. Næsti leikur Árbæinga er gegn Val í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins á sunnudaginn. Víkinga skortir enn stöðugleika en þeir náðu ekki að fylgja eftir góðum leik gegn Víkingi Ó. með sigri í kvöld. Næsti leikur þeirra er gegn Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika.Hermann fylgist með á hliðarlínunni.vísir/eyþórHermann: Fann að það var neisti í okkur „Maður var næstum því búinn að gleyma hvernig þetta er,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir fyrsta sigur hans manna í Pepsi-deildinni í ár. „Ég held að hver einasti leikmaður hafi lést um 50 kg, það er smá byrði farin en þetta var alltaf á leiðinni.“ Fyrir leikinn gegn Víkingi í kvöld höfðu Fylkismenn tapað nokkrum jöfnum leikjum í sumar. En hvað breyttist í þessum leik? „Við náðum að klára leikinn, héldum einbeitingu og ég fann það í vikunni að það var neisti í okkur. Við höfum allir gríðarlega trú á því að sigurinn myndi koma,“ sagði Hermann sem var ánægður með þátt þeirra sem komu inn á í liði Fylkis í kvöld. „Það þurfti ferskar lappir inn og varamennirnir komu allir mjög sterkir inn. Það er mjög gaman þegar menn koma inn og breyta gangi leiksins.“ Fylkismenn eru nú aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti og eiga leik gegn Val í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins á sunnudaginn kemur. Það er því aðeins bjartara yfir mönnum í Árbænum eftir þennan fyrsta sigur. „Við þurftum bara að ná þessum sigri. Það er einmanalegt á botninum en þú skapar þér þína eigin heppni. Við höfum alltaf trú á því að við vinnum hvern einasta leik. Og við vissum ef að við myndum gera hlutina rétt myndi styttast í sigurinn,“ sagði Hermann að lokum.Það gekk lítið upp hjá Víkingum í leiknum í kvöld.vísir/eyþórMilos: Hef sagt við strákana að liðið er miklu betra en taflan sýnir Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var svekktur með að fara stigalaus úr Árbænum í kvöld. „Tilfinningin er slæm eins og eftir hvert einasta tap,“ sagði Milos eftir leik. „Ég vil fyrst óska Fylkismönnum til hamingju með sigurinn. Þeir vildu þetta held ég aðeins meira en við og nýttum sér stór einstaklingsmistök sem við gerðum. „En við vorum ekki góðir og þegar liðið mitt spilar svona er ég ekki sáttur. Við vorum ekki sterkir í þeim þáttum sem við eigum að vera sterkir í, að vera skipulagðir og þéttir, og það eru vonbrigði.“ Víkingar voru hættulegri aðilinn í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það var Milos ekki sáttur með spilamennskuna. „Við áttum nokkur góð færi en það vantaði alla greddu til að skora áður en þeir gerðu það. Þeir fengu ferska menn inn og þeirra skiptingar breyttu leiknum. Þeir hafa kannski úr fleirum að velja eða mínir menn sem komu inn voru ekki alveg nógu sprækir,“ sagði Milos. Honum finnst að Víkingar eigi að vera í betri stöðu í Pepsi-deildinni. „Ég hef sagt við strákana að þetta lið er miklu betra en taflan sýnir. En það eru vonbrigði að vera alltaf heitir og kaldir til skiptis og ég ber ábyrgð á þessu,“ sagði Milos að endingu.Sigurmark Fylkismanna vísir/eyþórTómas Joð Þorsteinsson og félagar fögnuðum sínum fyrsta sigri í kvöld.Vísir/Eyþór
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira