Ein hugmyndin að gera sundhöll inni í berginu Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2016 10:18 Sundlaugarhvelfing sem yrði sprengd inn í bergið er meðal hugmynda sem fram hafa komið um nýtingu heita vatnsins í Vaðlaheiðargöngum. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, var sýnt frá vatnsfossum sem buna inni í göngunum og rætt við Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga hf., um mögulega nýtingu. Það hafa sannarlega verið áskoranir sem mætt hafa bormönnum Vaðlaheiðarganga, Eyjafjarðarmegin hittu þeir á heitavatnsæð og út streymdu yfir 300 sekúndulítrar af nærri 50 stiga heitu vatni. Fnjóskadalsmegin hittu þeir svo á enn vatnsmeiri kaldvatnsæð með 500 sekúndulítra rennsli þegar mest var. Smám saman hefur þeim tekist að ná tökum á ástandinu, þótt vatnsrennslið sé enn töluvert, eða um 120 lítrar á sekúndu Fnjóskadalsmegin. Heitavatnsrennslið Eyjafjarðarmegin er enn yfir 300 lítrar á sekúndu.Fnjóskadalsmegin buna um 120 lítrar af köldu vatni úr berginu á hverri sekúndu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Heitt vatn telst yfirleitt vera auðlind og því vöknuðu strax spurningar um það hvort ekki mæti nýta það og jafnvel kalda vatnið líka. „Þær eru búnar að kom oft, þessar spurningar. Það er alveg pottþétt að þetta verður einhvern veginn nýtt. Heita vatnið verður líklega nýtt sem snjóbræðsla fyrir utan göngin Eyjafjarðarmegin og svo mun kalda vatnið væntanlega verða nýtt til að kæla þau tæknirými sem eru heit inni í göngunum vegna hitans í berginu. Þannig að það er allt skoðað, við munum reyna að nýta þetta eins og hægt er,“ segir Valgeir. En svo hafa einnig kviknað skemmtilegar hugmyndir, eins og sú að gera sundlaug og hafa hana jafnvel inni í helli í berginu, ef einhverjir hefðu áhuga að grípa slíkt tækifæri. „Það er góður möguleiki að búa til sundlaug. Aftur á móti eru Vaðlaheiðargöng ekki að vinna í því. En það er vel hægt.“Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf.Stöð 2/Friðrik Þór Hallórsson.Útgröfturinn úr jarðgöngunum er þegar orðin aukaafurð, sem nú nýtist meðal annars Akureyrarflugvelli sem fyllingarefni í flughlað. Einnig hefur það farið í göngustíga hjá Akureyrarbæ. „Þetta er fyllingarefni sem er af skornum skammti hérna í Eyjafirði. Þannig að þetta kemur til góðs.“ Og ekki er víst að tveggja milljarða viðbótarkostnaður kalli á hærra veggjald. „Sem betur fer þá hefur umferðaraukningin verið líka gríðarlega mikil um allt land og um 20 prósent bara á Víkurskarðinu. Þannig að það gefur okkur.. - við erum bjartsýnir um að þetta muni ganga upp,“ segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir Bormenn vonast til að slá í gegn fyrir áramót Bormenn Vaðlaheiðarganga segjast búnir að fá meira en nóg af erfiðum seinkunum. 26. júní 2016 20:20 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Sundlaugarhvelfing sem yrði sprengd inn í bergið er meðal hugmynda sem fram hafa komið um nýtingu heita vatnsins í Vaðlaheiðargöngum. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, var sýnt frá vatnsfossum sem buna inni í göngunum og rætt við Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga hf., um mögulega nýtingu. Það hafa sannarlega verið áskoranir sem mætt hafa bormönnum Vaðlaheiðarganga, Eyjafjarðarmegin hittu þeir á heitavatnsæð og út streymdu yfir 300 sekúndulítrar af nærri 50 stiga heitu vatni. Fnjóskadalsmegin hittu þeir svo á enn vatnsmeiri kaldvatnsæð með 500 sekúndulítra rennsli þegar mest var. Smám saman hefur þeim tekist að ná tökum á ástandinu, þótt vatnsrennslið sé enn töluvert, eða um 120 lítrar á sekúndu Fnjóskadalsmegin. Heitavatnsrennslið Eyjafjarðarmegin er enn yfir 300 lítrar á sekúndu.Fnjóskadalsmegin buna um 120 lítrar af köldu vatni úr berginu á hverri sekúndu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Heitt vatn telst yfirleitt vera auðlind og því vöknuðu strax spurningar um það hvort ekki mæti nýta það og jafnvel kalda vatnið líka. „Þær eru búnar að kom oft, þessar spurningar. Það er alveg pottþétt að þetta verður einhvern veginn nýtt. Heita vatnið verður líklega nýtt sem snjóbræðsla fyrir utan göngin Eyjafjarðarmegin og svo mun kalda vatnið væntanlega verða nýtt til að kæla þau tæknirými sem eru heit inni í göngunum vegna hitans í berginu. Þannig að það er allt skoðað, við munum reyna að nýta þetta eins og hægt er,“ segir Valgeir. En svo hafa einnig kviknað skemmtilegar hugmyndir, eins og sú að gera sundlaug og hafa hana jafnvel inni í helli í berginu, ef einhverjir hefðu áhuga að grípa slíkt tækifæri. „Það er góður möguleiki að búa til sundlaug. Aftur á móti eru Vaðlaheiðargöng ekki að vinna í því. En það er vel hægt.“Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf.Stöð 2/Friðrik Þór Hallórsson.Útgröfturinn úr jarðgöngunum er þegar orðin aukaafurð, sem nú nýtist meðal annars Akureyrarflugvelli sem fyllingarefni í flughlað. Einnig hefur það farið í göngustíga hjá Akureyrarbæ. „Þetta er fyllingarefni sem er af skornum skammti hérna í Eyjafirði. Þannig að þetta kemur til góðs.“ Og ekki er víst að tveggja milljarða viðbótarkostnaður kalli á hærra veggjald. „Sem betur fer þá hefur umferðaraukningin verið líka gríðarlega mikil um allt land og um 20 prósent bara á Víkurskarðinu. Þannig að það gefur okkur.. - við erum bjartsýnir um að þetta muni ganga upp,“ segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf.
Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir Bormenn vonast til að slá í gegn fyrir áramót Bormenn Vaðlaheiðarganga segjast búnir að fá meira en nóg af erfiðum seinkunum. 26. júní 2016 20:20 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Bormenn vonast til að slá í gegn fyrir áramót Bormenn Vaðlaheiðarganga segjast búnir að fá meira en nóg af erfiðum seinkunum. 26. júní 2016 20:20