Rupert Grint, leikarinn sem lék Ron Weasley í hinum vinsælu Harry Potter, er ekki mjög bjartýnn á að hjónaband Ron og Hermione Granger, sem leikin var af Emily Watson, myndi endast lengi en þau náðu saman í lok ævintýrisins um Harry Potter.
„Ég geri fastlega ráð fyrir því að þau séu skilin,“ sagði Rubert á sérstökum hitting þar sem hann og aðrir leikarar í myndunum ræddu um framtíð Harry, Ron, Hermione og fleiri. „Mér finnst líklegt að það samband hafi ekki gengið vel.“
Rupert bætti reyndar í og sagði að líf Ron væri að öllum líkindum ekkert sérstakt í kjölfar skilnaðarins.
„Hann býr líklega einn í lítilli eins herbeggja íbúð, án vinnu,“ sagði Rupert.
Rupert virðist því deila skoðunum með J.K. Rowling, höfundi bókanna um Harry Potter sem hefur áður sagt að hún sjá eftir því að hafa parað Ron og Hermione saman.
