Rokkperlur sungnar af kór Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 6. febrúar 2016 13:00 Rokkkórinn lofar stuði á fyrstu tónleikum sínum næstkomandi föstudag. Rokkkór Íslands er sá eini sinnar tegundar á Íslandi. Kórinn var stofnaður í maí síðastliðnum af Matthíasi V. Baldurssyni eða Matta Sax sem stjórnar kórnum. „Við tökum lög eftir til dæmis AC/DC, Kiss, White Snake, Bon Jovi, U2 og Bonnie Tyler sem eru ekki endilega þeir flytjendur sem fólk tengir við kóra,“ segir Matti hlæjandi. „Ég hef prófað ýmsar tegundir af kórum en fannst vanta rokkkór sem væri helst skipaður söngvurum með bakgrunn í popp- og rokktónlist en hefðu ekki endilega reynslu af að vera í kór heldur frekar í hljómsveitum og slíku. Meirihlutinn af meðlimum kórsins er fólk sem hefur áratuga reynslu sem popp- og rokksöngvarar en er að finna sig vel í þessu.“ Hann segir það hafa komið sér á óvart hversu vel kórinn kæmi út. „Þetta er alveg magnað dæmi og einstakur hljómur sem myndast. Þetta er alveg nýtt á Íslandi. Það eru 35 meðlimir í kórnum sem skiptast í sex raddir þannig að það eru ekki margir í hverri rödd.“ Rokkkórinn heldur sína fyrstu tónleika næstkomandi föstudag, 12. febrúar í Hörpu og lofar Matti miklu stuði. „Þetta verður eighties-rokk partí. Okkur fannst það flottir fyrstu tónleikar, þetta er kröftug tónlist og mikið af þekktum lögum sem fólk kannast við,“ segir hann. Matti segir eina af mestu gítarhetjum landsins, Sigurgeir Sigmundsson, spila með Rokkkórnum á tónleikunum. „Hann er með rokkið í blóðinu. Sonur hans, Davíð Sigurgeirsson gítarleikari, verður líka með og Eiður Arnarsson verður á bassa og á trommum verður Þorbergur Ólafsson.“ Þetta verður þó ekki fyrsta verkefni Rokkkórsins því hann hefur nú þegar gefið út fjögur lög. "Við fengum Sigurð Ingimarsson söngvara til að syngja með okkur Jet Black Joe lagið Rain. Svo gáfum við út lagið Íslensk kona eftir Áslaugu Helgu Hálfdánardóttur, meðlim í kórnum. Síðan erum við að fara að gefa út annað lag strax eftir helgi, nýstárlega rokkútgáfu af Ísland, farsælda frón. Það hafa auðvitað allir kórar sungið það en ekki alveg í þessari útgáfu sem við gerum það. Við fengum Þráin Árna Baldvinsson, gítarleikara í Skálmöld, í lið með okkur þannig að það verður Skálmaldarbragur á þessu en þjóðlegur um leið.“ Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Sjá meira
Rokkkór Íslands er sá eini sinnar tegundar á Íslandi. Kórinn var stofnaður í maí síðastliðnum af Matthíasi V. Baldurssyni eða Matta Sax sem stjórnar kórnum. „Við tökum lög eftir til dæmis AC/DC, Kiss, White Snake, Bon Jovi, U2 og Bonnie Tyler sem eru ekki endilega þeir flytjendur sem fólk tengir við kóra,“ segir Matti hlæjandi. „Ég hef prófað ýmsar tegundir af kórum en fannst vanta rokkkór sem væri helst skipaður söngvurum með bakgrunn í popp- og rokktónlist en hefðu ekki endilega reynslu af að vera í kór heldur frekar í hljómsveitum og slíku. Meirihlutinn af meðlimum kórsins er fólk sem hefur áratuga reynslu sem popp- og rokksöngvarar en er að finna sig vel í þessu.“ Hann segir það hafa komið sér á óvart hversu vel kórinn kæmi út. „Þetta er alveg magnað dæmi og einstakur hljómur sem myndast. Þetta er alveg nýtt á Íslandi. Það eru 35 meðlimir í kórnum sem skiptast í sex raddir þannig að það eru ekki margir í hverri rödd.“ Rokkkórinn heldur sína fyrstu tónleika næstkomandi föstudag, 12. febrúar í Hörpu og lofar Matti miklu stuði. „Þetta verður eighties-rokk partí. Okkur fannst það flottir fyrstu tónleikar, þetta er kröftug tónlist og mikið af þekktum lögum sem fólk kannast við,“ segir hann. Matti segir eina af mestu gítarhetjum landsins, Sigurgeir Sigmundsson, spila með Rokkkórnum á tónleikunum. „Hann er með rokkið í blóðinu. Sonur hans, Davíð Sigurgeirsson gítarleikari, verður líka með og Eiður Arnarsson verður á bassa og á trommum verður Þorbergur Ólafsson.“ Þetta verður þó ekki fyrsta verkefni Rokkkórsins því hann hefur nú þegar gefið út fjögur lög. "Við fengum Sigurð Ingimarsson söngvara til að syngja með okkur Jet Black Joe lagið Rain. Svo gáfum við út lagið Íslensk kona eftir Áslaugu Helgu Hálfdánardóttur, meðlim í kórnum. Síðan erum við að fara að gefa út annað lag strax eftir helgi, nýstárlega rokkútgáfu af Ísland, farsælda frón. Það hafa auðvitað allir kórar sungið það en ekki alveg í þessari útgáfu sem við gerum það. Við fengum Þráin Árna Baldvinsson, gítarleikara í Skálmöld, í lið með okkur þannig að það verður Skálmaldarbragur á þessu en þjóðlegur um leið.“
Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp