Audi dregur sig úr þolaksturskeppnum Finnur Thorlacius skrifar 26. október 2016 12:58 Þolakstursbíll Audi í keppni. Áhrif dísilvélasvindls Volkswagen birtast víða og flestar ákvarðanir Volkswagen og undirmerkja þess markast af því og þeim sparnaði sem Volkswagen hyggst ná til að standa straum af kostnaðinum við svindlið. Sú síðast er fólgin í ákvörðun Audi að draga sig úr þolakstri við enda þessa árs. Það þýðir að Audi mun ekki keppa í þolakstursmótaröðinni á næsta ári, né heldur í Le Mans þolakstrinum. Hins vegar er Audi ekki alveg horfið af sviði keppnisaksturs því fyrirtækið hyggst keppa í Formula E mótaröðinni þar sem keppt er á rafmagnsbílum. Það rímar reyndar ágætlega við þá stefnu sem Volkswagen bílasamstæðan hefur tekið eftir dísilvélasvindlið, þ.e. er að leggja áherslu á þróun og smíði rafmagnsbíla. Margir munu vafalaust sjá mikið á eftir Audi í þolaksturskeppnunum, en frá því að Audi hóf þátttöku þar fyrir 18 árum hafa bílar þeirra unnið Le Mans keppnina 13 sinnum, sem er hreint magnaður árangur. Árangurinn í þolakstursmótaröðinni er líka lygi líkastur og af alls 185 keppnum sem Audi LMP þolakstursbíllinn hefur tekið þátt í hefur hann unnið 106 sinnum. Því má segja að Audi hætti á toppnum í þolakstri. Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent
Áhrif dísilvélasvindls Volkswagen birtast víða og flestar ákvarðanir Volkswagen og undirmerkja þess markast af því og þeim sparnaði sem Volkswagen hyggst ná til að standa straum af kostnaðinum við svindlið. Sú síðast er fólgin í ákvörðun Audi að draga sig úr þolakstri við enda þessa árs. Það þýðir að Audi mun ekki keppa í þolakstursmótaröðinni á næsta ári, né heldur í Le Mans þolakstrinum. Hins vegar er Audi ekki alveg horfið af sviði keppnisaksturs því fyrirtækið hyggst keppa í Formula E mótaröðinni þar sem keppt er á rafmagnsbílum. Það rímar reyndar ágætlega við þá stefnu sem Volkswagen bílasamstæðan hefur tekið eftir dísilvélasvindlið, þ.e. er að leggja áherslu á þróun og smíði rafmagnsbíla. Margir munu vafalaust sjá mikið á eftir Audi í þolaksturskeppnunum, en frá því að Audi hóf þátttöku þar fyrir 18 árum hafa bílar þeirra unnið Le Mans keppnina 13 sinnum, sem er hreint magnaður árangur. Árangurinn í þolakstursmótaröðinni er líka lygi líkastur og af alls 185 keppnum sem Audi LMP þolakstursbíllinn hefur tekið þátt í hefur hann unnið 106 sinnum. Því má segja að Audi hætti á toppnum í þolakstri.
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent