Erlent

Smá­barn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eld­gosi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Eldgosið hófst 23. desember.
Eldgosið hófst 23. desember. Getty

Smábarn hljóp næstum því fram af kletti við virkt eldgos á Hawaii. Í kjölfarið hafa yfirvöld gefið út sérstaka viðvörun til ferðamanna á svæðinu.

Lítill drengur gekk frá fjölskyldu sinni og er sagður hafa á svipstundu verið að hlaupa í átt að 120 metra háu bjargi við Kilauea-eldfjallinu.

„Öskrandi móður hans tókst að grípa í hann,“ segir í yfirlýsingu frá þjóðgarðinum þar sem eldfjallið er staðsett. Drengurinn er sagður hafa verið einu skrefi frá falli sem hefði án efa orðið banvænt.

Eldfjallið er á stærstu eyju Hawaii og gýs reglulega, núna síðast á Þorláksmessu.

Umrætt atvik átti sér stað á aflokuðu svæði í þjóðgarðinum þar sem nokkrar fjölskyldur voru saman komnar að fylgjast með eldgosinu. BBC hefur eftir þjóðgarðsverði að ferðamenn verði að halda sig á réttum slóða og fara ekki á lokuð svæði. Þá sé mikilvægt að passa upp á börnin sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×