Lífið

Icesave-bollar og kosningabrölt hjá Lilju Alfreðs

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það eru ekki nema 3 dagar til kosninga og flokkarnir eru á yfirsnúningi við að reyna að afla sér og stefnu sinni fylgi. Lilja Alfreðsdóttir fór ekki varhluta af því í gær eins og fylgjendur stod2frettir á Snapchat fengu að kynnast.

Dagurinn hjá Lilju og Framsókn einkenndist af nærri stöðugu fjölmiðlaáreiti og kosningastússi. Lilja hóf daginn með grasrótinni þar sem drukkið var kaffi úr Icesave-bollum og skeggrætt um baráttuna. Því næst var haldið í beina útsendingu á Vísi áður en stefnan var tekin á Vífilstaðaveg þar sem hugmyndir voru kynntar um nýja staðsetningu Landspítalans.

Ævintýri Lilju má sjá í spilaranum hér að ofan.

Sjálfstæðisflokkurinn sér um snappið í dag og til þess að fylgjast með því sem á dag flokksins drífur þarf einfaldlega að bæta við stod2frettir á Snapchat. Þá getur fólk einnig bætt reikningunum við með því að kveikja á Snapchat og beina myndavélinni að gula merkinu hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.