Battlefield 1: Heillaskref aftur á bak Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2016 08:45 Það gengur mikið á í orrustum Battlefield 1. „Það er ekki búist við því að þú munir lifa af.“ Þetta eru skilaboðin sem spilarar fá þegar þeir kveikja fyrst á Battlefield 1 og þau munu reynast rétt. Leikurinn byrjar á því að spilurum er kastað á víglínur fyrstu heimsstyrjaldarinnar þar sem herdeildin Harlem Hellfighters reyna að verjast stórsókn Þjóðverja. Með því að fara aftur til fyrri heimsstyrjaldarinnar hrista Dice verulega upp í hinum hefðbundnu skotleikjum og niðurstaðan er hreint út sagt frábær.Battlefield leikirnir eru fyrst og fremst fjölspilunarleikir. Einspilun BF1 er hins vegar mjög góð og sett skemmtilega upp. Það tekur þó ekki langan tíma að fara í gegnum hana en hún er uppbyggð sem þjálfun fyrir fjölspilunina. Einspilunin snýr að nokkrum persónum á mismunandi vígstöðvum í styrjöldinni, allt frá Frakklandi til Arabíu og London. Eitt besta atriðið er þó þegar spilarar þurfa að fljúga dúfu yfir vígvöllinn. Fjallað er um (ímyndaðar) persónur leiksins á virðingarfullan hátt svo skín í heift og grimmd styrjalda. Stríðið sem átti að binda enda á öll önnur stríð batt þó ekki enda á neitt.Eins og þeir sem hafa spilað aðra Battlefield leiki vita, er einspilunin eiginlega bara aukaatriði. 64 spilarar að berjast um yfirráð á stórum vígvöllum með notkun skriðdreka, flugvéla, hesta og loftskipa. Það er aðalmálið. Fjölspilunin í BF1 er einfaldlega frábær. Þrátt fyrir að serían stökkvi um hundrað ár aftur í tímann er ekki svo mikið sem hefur breyst. DICE hefur þó tekið sér örlítið skáldaleyfi varðandi vopnaburð hermanna. Þá eru einnig aðrir spilunarmöguleikar. Einn gengur út á að fanga dúfu og skrifa skilaboð til að senda með dúfunni. Annar gengur út á að annað liðið stendur í allsherjar sókn og hinir verjast. Það er af nógu að taka.Breytt flokkakerfi Eins og í fyrri leikjum seríunnar eru fjórar mismundandi tegundir hermanna til að velja úr. Flokkunum hefur þó verið breytt.Assault hermenn notast við hríðskotabyssur og haglabyssur og eru búnir sérstökum vopnum til að sigrast á skriðdrekum. Medic hermenn eru mikilvægir þar sem þeir lækna aðra, en þeir eru búnir hálfsjálfvirkum rifflum. Support hermenn notast við vélbyssur og sprengjuvörpur til að valda usla úr temmilegri fjarlægð. Að lokum eru leyniskyttur með langdrægum rifflum. Þá geta allar tegundir notast við mismunandi tegundir af handsprengjum, skammbyssum og fleiri vopnum til að berja eða stinga óvini sína. Auk þess birtast reglulega kassar sem spilarar geta notað til að breyta um flokk í eitt skipti. Þar er hægt að finna eldvörpur, brynjur og búnað til að gera út um skriðdreka. Talandi um skriðdreka, þá eru þeir mun öflugari en í öðrum BF leikjum. Þeir eru líka færri en það getur verið erfitt að ganga frá þeim án annarra skriðdreka. Vopn leikisins eru gamaldags og skemmtileg en jafnframt erfið. Þú er nánast gagnlaust að skjóta frá mjöðminni með flestum þeirra og í flestum tilfellum er nauðsynlegt að vanda sig vel.Það eru nokkur lítil atriði sem eru pirrandi og fer þar fremst það að ekki er hægt að hætta í fjölspilun á milli borða. Nauðsynlegt er að bíða í mínútu eða tvær til þess að hætta. Þar að auki koma upp sjónrænir gallar í leiknum en þeir eru nú eiginlega lítilvægir. BF1 lítur fáránlega vel út grafíklega séð og er allt umhverfi leiksins, farartæki og hermenn mjög vel gert. Þá hefur eyðileggingin aldrei verið sýnilegri þar sem hægt er að sprengja upp nánast hvern einasta stein í hverju borði. Veðurkerfi leiksins er mjög flott. Þoka og sandstormar geta gert sjónsvið spilara mun minna sem gerir leyniskyttum, skriðdrekum og flugvélum mjög erfitt fyrir. Veðrið getur breytt forsendum á mismunandi kortum. Með því að færa Battefield seríuna aftur í tíma hefur henni verið fleytt fram á við á annan hátt og aðgreinir leikurinn sig vel frá öðrum skotleikjum eins og Call of Duty. Fyrri heimstyrjöldin er ekki eitthvað sem margir tölvuleikir hafa fjallað um og gerir það BF1 nokkuð einstakan. Þetta er án efa einn af bestu leikjum seríunnar, ef ekki sá besti. (Ps. Ég er Sameold á Origin. Endilega addið mér ef þið eruð að spila.) Leikjadómar Leikjavísir Tengdar fréttir FIFA 17 er frábær: Lengi getur gott batnað FIFA 17 er raunverulegasti íþróttaleikur sem komið hefur út og mun eflaust fjölga ástríðufullum unnendum knattspyrnunnar. 29. september 2016 10:00 Xcom 2: Ekki orðinn frábær enn, en þó betri Leikurinn frá Firaxis var nýverið gefinn út fyrir PS4 og Xbox One eftir að hafa verið gefinn út fyrir PC í byrjun árs. 4. október 2016 20:00 Beinagrind að frábærum tölvuleik No Man's Sky lítur vel út en er einhæfur. 25. ágúst 2016 20:00 Mafia 3: Frábær skemmtun sem verður að leiðindum Leikurinn einkennist af æðislegum hápunktum og leiðinlegum lágpunktum sem gerast sífellt oftar. 13. október 2016 20:00 Madden 17: Fínpússun skilar miklu Undanfarin ár hafa Madden leikirnir orðið betri og betri. 29. september 2016 20:00 World of Warcraft gæti verið að ná sínum hæstu hæðum til þessa Í nýjum aukapakka fjölspilunarleiksins er enginn skortur á efni. Það er reyndar svo mikið að erfitt er að ráðstafa spilunartíma sínum. 5. september 2016 21:40 Fordómar og ótti stjórna ferðinni Deus Ex: Mankind Divided er hinn fínasti framhaldsleikur. 6. september 2016 20:30 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
„Það er ekki búist við því að þú munir lifa af.“ Þetta eru skilaboðin sem spilarar fá þegar þeir kveikja fyrst á Battlefield 1 og þau munu reynast rétt. Leikurinn byrjar á því að spilurum er kastað á víglínur fyrstu heimsstyrjaldarinnar þar sem herdeildin Harlem Hellfighters reyna að verjast stórsókn Þjóðverja. Með því að fara aftur til fyrri heimsstyrjaldarinnar hrista Dice verulega upp í hinum hefðbundnu skotleikjum og niðurstaðan er hreint út sagt frábær.Battlefield leikirnir eru fyrst og fremst fjölspilunarleikir. Einspilun BF1 er hins vegar mjög góð og sett skemmtilega upp. Það tekur þó ekki langan tíma að fara í gegnum hana en hún er uppbyggð sem þjálfun fyrir fjölspilunina. Einspilunin snýr að nokkrum persónum á mismunandi vígstöðvum í styrjöldinni, allt frá Frakklandi til Arabíu og London. Eitt besta atriðið er þó þegar spilarar þurfa að fljúga dúfu yfir vígvöllinn. Fjallað er um (ímyndaðar) persónur leiksins á virðingarfullan hátt svo skín í heift og grimmd styrjalda. Stríðið sem átti að binda enda á öll önnur stríð batt þó ekki enda á neitt.Eins og þeir sem hafa spilað aðra Battlefield leiki vita, er einspilunin eiginlega bara aukaatriði. 64 spilarar að berjast um yfirráð á stórum vígvöllum með notkun skriðdreka, flugvéla, hesta og loftskipa. Það er aðalmálið. Fjölspilunin í BF1 er einfaldlega frábær. Þrátt fyrir að serían stökkvi um hundrað ár aftur í tímann er ekki svo mikið sem hefur breyst. DICE hefur þó tekið sér örlítið skáldaleyfi varðandi vopnaburð hermanna. Þá eru einnig aðrir spilunarmöguleikar. Einn gengur út á að fanga dúfu og skrifa skilaboð til að senda með dúfunni. Annar gengur út á að annað liðið stendur í allsherjar sókn og hinir verjast. Það er af nógu að taka.Breytt flokkakerfi Eins og í fyrri leikjum seríunnar eru fjórar mismundandi tegundir hermanna til að velja úr. Flokkunum hefur þó verið breytt.Assault hermenn notast við hríðskotabyssur og haglabyssur og eru búnir sérstökum vopnum til að sigrast á skriðdrekum. Medic hermenn eru mikilvægir þar sem þeir lækna aðra, en þeir eru búnir hálfsjálfvirkum rifflum. Support hermenn notast við vélbyssur og sprengjuvörpur til að valda usla úr temmilegri fjarlægð. Að lokum eru leyniskyttur með langdrægum rifflum. Þá geta allar tegundir notast við mismunandi tegundir af handsprengjum, skammbyssum og fleiri vopnum til að berja eða stinga óvini sína. Auk þess birtast reglulega kassar sem spilarar geta notað til að breyta um flokk í eitt skipti. Þar er hægt að finna eldvörpur, brynjur og búnað til að gera út um skriðdreka. Talandi um skriðdreka, þá eru þeir mun öflugari en í öðrum BF leikjum. Þeir eru líka færri en það getur verið erfitt að ganga frá þeim án annarra skriðdreka. Vopn leikisins eru gamaldags og skemmtileg en jafnframt erfið. Þú er nánast gagnlaust að skjóta frá mjöðminni með flestum þeirra og í flestum tilfellum er nauðsynlegt að vanda sig vel.Það eru nokkur lítil atriði sem eru pirrandi og fer þar fremst það að ekki er hægt að hætta í fjölspilun á milli borða. Nauðsynlegt er að bíða í mínútu eða tvær til þess að hætta. Þar að auki koma upp sjónrænir gallar í leiknum en þeir eru nú eiginlega lítilvægir. BF1 lítur fáránlega vel út grafíklega séð og er allt umhverfi leiksins, farartæki og hermenn mjög vel gert. Þá hefur eyðileggingin aldrei verið sýnilegri þar sem hægt er að sprengja upp nánast hvern einasta stein í hverju borði. Veðurkerfi leiksins er mjög flott. Þoka og sandstormar geta gert sjónsvið spilara mun minna sem gerir leyniskyttum, skriðdrekum og flugvélum mjög erfitt fyrir. Veðrið getur breytt forsendum á mismunandi kortum. Með því að færa Battefield seríuna aftur í tíma hefur henni verið fleytt fram á við á annan hátt og aðgreinir leikurinn sig vel frá öðrum skotleikjum eins og Call of Duty. Fyrri heimstyrjöldin er ekki eitthvað sem margir tölvuleikir hafa fjallað um og gerir það BF1 nokkuð einstakan. Þetta er án efa einn af bestu leikjum seríunnar, ef ekki sá besti. (Ps. Ég er Sameold á Origin. Endilega addið mér ef þið eruð að spila.)
Leikjadómar Leikjavísir Tengdar fréttir FIFA 17 er frábær: Lengi getur gott batnað FIFA 17 er raunverulegasti íþróttaleikur sem komið hefur út og mun eflaust fjölga ástríðufullum unnendum knattspyrnunnar. 29. september 2016 10:00 Xcom 2: Ekki orðinn frábær enn, en þó betri Leikurinn frá Firaxis var nýverið gefinn út fyrir PS4 og Xbox One eftir að hafa verið gefinn út fyrir PC í byrjun árs. 4. október 2016 20:00 Beinagrind að frábærum tölvuleik No Man's Sky lítur vel út en er einhæfur. 25. ágúst 2016 20:00 Mafia 3: Frábær skemmtun sem verður að leiðindum Leikurinn einkennist af æðislegum hápunktum og leiðinlegum lágpunktum sem gerast sífellt oftar. 13. október 2016 20:00 Madden 17: Fínpússun skilar miklu Undanfarin ár hafa Madden leikirnir orðið betri og betri. 29. september 2016 20:00 World of Warcraft gæti verið að ná sínum hæstu hæðum til þessa Í nýjum aukapakka fjölspilunarleiksins er enginn skortur á efni. Það er reyndar svo mikið að erfitt er að ráðstafa spilunartíma sínum. 5. september 2016 21:40 Fordómar og ótti stjórna ferðinni Deus Ex: Mankind Divided er hinn fínasti framhaldsleikur. 6. september 2016 20:30 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
FIFA 17 er frábær: Lengi getur gott batnað FIFA 17 er raunverulegasti íþróttaleikur sem komið hefur út og mun eflaust fjölga ástríðufullum unnendum knattspyrnunnar. 29. september 2016 10:00
Xcom 2: Ekki orðinn frábær enn, en þó betri Leikurinn frá Firaxis var nýverið gefinn út fyrir PS4 og Xbox One eftir að hafa verið gefinn út fyrir PC í byrjun árs. 4. október 2016 20:00
Mafia 3: Frábær skemmtun sem verður að leiðindum Leikurinn einkennist af æðislegum hápunktum og leiðinlegum lágpunktum sem gerast sífellt oftar. 13. október 2016 20:00
Madden 17: Fínpússun skilar miklu Undanfarin ár hafa Madden leikirnir orðið betri og betri. 29. september 2016 20:00
World of Warcraft gæti verið að ná sínum hæstu hæðum til þessa Í nýjum aukapakka fjölspilunarleiksins er enginn skortur á efni. Það er reyndar svo mikið að erfitt er að ráðstafa spilunartíma sínum. 5. september 2016 21:40
Fordómar og ótti stjórna ferðinni Deus Ex: Mankind Divided er hinn fínasti framhaldsleikur. 6. september 2016 20:30