Porsche fær "Bílaóskarinn“ Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2016 14:07 Porsche fékk "Best Brands" viðurkenningu. Porsche hlaut nýlega titilinn besta bílamerkið (Corporate Brand) í Evrópu í útnefningu sem líkt hefur verið við Óskarsverðlaunin í kvikmyndaiðnaðinum. Að kosningunni kom ekki bara dómnefnd sérfræðinga heldur neytendur sjálfir. Saman fleyttu þeir Porsche í toppsætið í viðamikilli könnun sem markaðsrannsóknarfyrirtækið GfK stóð að. Titilinn “Best brand” hlýtur Porsche í flokki sportbílaframleiðenda. Dr. Kjell Gruner, yfirmaður markaðsmála hjá Porsche, tók við verðlaununum við hátíðlega athöfn í Bayerischer Hof hótelinu í München, að viðstöddum 600 fulltrúum frá leiðandi fyrirtækjum og fjölmiðlum. Dæmi um verðlaun í öðrum flokkum eru vörumerkin Nivea og Amazon. Niðurstaðan byggir á mati eitt þúsund svarenda í Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu og Spáni. Dr. Kjell Gruner var inntur eftir því hvort áherslur í markaðssetningu Porsche væri mismunandi eftir löndum. „Í grundvallaratriðum tölum við einni röddu allsstaðar, ef svo má segja. Porsche er afar sterkt merki á alþjóðavísu og byggir á samræmdum skilaboðum í öllum kynningar- og markaðsmálum. Viðskiptavinir okkar eiga því að upplifa Porsche vörumerkið á sama hátt hjá umboðsaðilum í Kanada og Frakklandi svo dæmi sé tekið. Að sjálfsögðu tökum við mið af þjóðfélagslegum þáttum, eins og menningu, í allri framsetningu. Svo er það persónubundið hvað fólk leggur til grundvallar í mati sínu, sumir horfa fyrst og fremst á tækni og akstursupplifun á meðan aðrir leggja mest upp úr hönnun og fegurð bílsins.“ Spurður út í þætti sem liggja að baki velgengni Porsche, svarar Dr. Kjell Gruner: „Þetta snýst um, að því er virðist, óskild atriði. Það vill segja; að okkar mati er Porsche, annars vegar, tákn um framúrskarandi akstursupplifun og keppnissport og hins vegar er Porsche fulltrúi fyrir notagildi og hámarks þægindi í amstri hversdagslífsins. Það er, sem sagt, samtvinnun þessara þátta, en ekki andstæður þeirra sem gera drauminn um að eignast Porsche svo algengan hjá öllum aldursflokkum.“ Bílabúð Benna er umboðsaðili Porsche á Íslandi. „Þessi heiður kemur okkur ekki á óvart, við höfum fundið fyrir miklum meðbyr með Porsche undanfarin misseri. Íslendingar kunna líka gott að meta,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Bílasviðs hjá Bílabúð Benna. Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent
Porsche hlaut nýlega titilinn besta bílamerkið (Corporate Brand) í Evrópu í útnefningu sem líkt hefur verið við Óskarsverðlaunin í kvikmyndaiðnaðinum. Að kosningunni kom ekki bara dómnefnd sérfræðinga heldur neytendur sjálfir. Saman fleyttu þeir Porsche í toppsætið í viðamikilli könnun sem markaðsrannsóknarfyrirtækið GfK stóð að. Titilinn “Best brand” hlýtur Porsche í flokki sportbílaframleiðenda. Dr. Kjell Gruner, yfirmaður markaðsmála hjá Porsche, tók við verðlaununum við hátíðlega athöfn í Bayerischer Hof hótelinu í München, að viðstöddum 600 fulltrúum frá leiðandi fyrirtækjum og fjölmiðlum. Dæmi um verðlaun í öðrum flokkum eru vörumerkin Nivea og Amazon. Niðurstaðan byggir á mati eitt þúsund svarenda í Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu og Spáni. Dr. Kjell Gruner var inntur eftir því hvort áherslur í markaðssetningu Porsche væri mismunandi eftir löndum. „Í grundvallaratriðum tölum við einni röddu allsstaðar, ef svo má segja. Porsche er afar sterkt merki á alþjóðavísu og byggir á samræmdum skilaboðum í öllum kynningar- og markaðsmálum. Viðskiptavinir okkar eiga því að upplifa Porsche vörumerkið á sama hátt hjá umboðsaðilum í Kanada og Frakklandi svo dæmi sé tekið. Að sjálfsögðu tökum við mið af þjóðfélagslegum þáttum, eins og menningu, í allri framsetningu. Svo er það persónubundið hvað fólk leggur til grundvallar í mati sínu, sumir horfa fyrst og fremst á tækni og akstursupplifun á meðan aðrir leggja mest upp úr hönnun og fegurð bílsins.“ Spurður út í þætti sem liggja að baki velgengni Porsche, svarar Dr. Kjell Gruner: „Þetta snýst um, að því er virðist, óskild atriði. Það vill segja; að okkar mati er Porsche, annars vegar, tákn um framúrskarandi akstursupplifun og keppnissport og hins vegar er Porsche fulltrúi fyrir notagildi og hámarks þægindi í amstri hversdagslífsins. Það er, sem sagt, samtvinnun þessara þátta, en ekki andstæður þeirra sem gera drauminn um að eignast Porsche svo algengan hjá öllum aldursflokkum.“ Bílabúð Benna er umboðsaðili Porsche á Íslandi. „Þessi heiður kemur okkur ekki á óvart, við höfum fundið fyrir miklum meðbyr með Porsche undanfarin misseri. Íslendingar kunna líka gott að meta,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Bílasviðs hjá Bílabúð Benna.
Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent