Lífið

Vilhelm Neto er fyrsta íslenska rapp eftirherman: Tekur alla þá helstu í nefið

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Já, ég hef fengið smá viðbrögð við þessu. Emmsjé Gauti var að fíla þetta,“ segir Vilhelm Þór Neto, sem er eina rappeftirherma Íslands, í útvarpsþættinum Brennslan á FM 957 í morgnu.

Hann hefur farið mikinn á samskiptamiðlinum Vine og greinilega náð góðum tökum á íslenskum rappörum eins og hann fór yfir í þættinum.

Vilhelm tók Emmsjé Gauta, Bent, GKR, Gísla Pálma og Herra Hnetusmjör. Hér að ofan má hlusta á viðtalið við Vilhelm og hér að neðan má sjá myndband þar sem Vilhelm fer yfir þetta listilega vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×