Reisa nýtt álver í Noregi sem sparar 15% raforku Kristján Már Unnarsson skrifar 23. febrúar 2016 11:15 Grafísk mynd af álveri Norsk Hydro á Karmöy, eða Körmt, eins og eyjan heitir í íslenskum fornritum. Grafík/Norsk Hydro. Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. Ef íslensku álverin fengju samskonar tækni gæti sparast orka sem er ígildi þriggja Búðarhálsvirkjana. Greint var frá verkefninu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þetta verður tilraunaverksmiðja sem reist verður við álver Norsk Hydro á Karmöy skammt frá Haugasundi og á framleiðslan að hefjast á síðari hluta næsta árs. Framleiðslugetan verður um 75 þúsund tonn á ári. Norskir fjölmiðlar segja að ef olíuiðnaður sé undanskilinn sé þetta stærsta einstaka fjárfesting í Noregi frá því álver Hydro á Sunndalseyri var stækkað fyrir tólf árum. Svo mikilvæg þykja skilaboðin fyrir loftlagsumræðuna og norskan efnahag um þessar mundir að forsætisráðherrann Erna Solberg ákvað sjálf að vera viðstödd þegar ráðamenn Norsk Hydro kynntu ákvörðun sína í síðustu viku. Þeir segja að með nýrri tækni sparist fimmtán prósent í raforkunotkun á hvert tonn áls og jafnframt verði losun úrgangsefna sú minnsta sem þekkist í áliðnaði. Þannig verði þetta umhverfisvænasta álver heims og ganga sumir svo langt að segja að þetta verði kannski stærsta framlag Norðmanna til umhverfismála heimsins til þessa. Tæknin gengur út á það ná betri stjórn á rafsegulbylgjum við rafgreiningu í álkerjunum en þannig þarf minni rafstraum við framleiðsluna. Norskt ríkisfyrirtæki á sviði orkuskipta, Enova, greiðir 37 prósent kostnaðar og var ríkisstyrkurinn samþykktur af ESA, Eftirlitsstofnun EFTA. Í ljósi þess að um tveir þriðju hlutar á raforkuframleiðslu á Íslandi fara til álvera verður athyglisvert fyrir Íslendinga að fylgjast með hvernig Norsk Hydro gengur að innleiða þessa nýju tækni í sín álver. Álverin þrjú á Íslandi nota um þrettán þúsund gígavattsstundir á ári og ef fimmtán prósenta orkusparnaður næðist hjá þeim jafngilti það framleiðslugetu á við þrjár Búðarhálsvirkjanir. Bókfærður heildarkostnaður Landsvirkjunar vegna Búðarhálsvirkjunar er um 230 milljónir bandaríkjadala, eða nærri 30 milljarðar króna.Búðarhálsvirkjun er nýjasta stórvirkjun Íslendinga. Smíði hennar kostaði um 30 milljarða króna.Mynd/Stöð 2. Tengdar fréttir Vilja álver vegna jákvæðra áhrifa á Grundartanga og Reyðarfirði Hafinn er undirbúningur álvers á Norðurlandi vestra, milli Blönduóss og Skagastrandar. 12. júní 2015 19:30 Vill ekki sjá álver á Skagaströnd: „Þeim er ekki sjálfrátt, vesalings aumingjunum“ 120 þúsund tonna álver á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð er umdeilt framkvæmd. 7. júlí 2015 11:25 Álver í Húnavatnssýslu myndi lyfta grettistaki Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra segjast einbeittir í því að kanna til hlítar möguleika á álveri við Skagaströnd. 5. ágúst 2015 20:56 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. Ef íslensku álverin fengju samskonar tækni gæti sparast orka sem er ígildi þriggja Búðarhálsvirkjana. Greint var frá verkefninu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þetta verður tilraunaverksmiðja sem reist verður við álver Norsk Hydro á Karmöy skammt frá Haugasundi og á framleiðslan að hefjast á síðari hluta næsta árs. Framleiðslugetan verður um 75 þúsund tonn á ári. Norskir fjölmiðlar segja að ef olíuiðnaður sé undanskilinn sé þetta stærsta einstaka fjárfesting í Noregi frá því álver Hydro á Sunndalseyri var stækkað fyrir tólf árum. Svo mikilvæg þykja skilaboðin fyrir loftlagsumræðuna og norskan efnahag um þessar mundir að forsætisráðherrann Erna Solberg ákvað sjálf að vera viðstödd þegar ráðamenn Norsk Hydro kynntu ákvörðun sína í síðustu viku. Þeir segja að með nýrri tækni sparist fimmtán prósent í raforkunotkun á hvert tonn áls og jafnframt verði losun úrgangsefna sú minnsta sem þekkist í áliðnaði. Þannig verði þetta umhverfisvænasta álver heims og ganga sumir svo langt að segja að þetta verði kannski stærsta framlag Norðmanna til umhverfismála heimsins til þessa. Tæknin gengur út á það ná betri stjórn á rafsegulbylgjum við rafgreiningu í álkerjunum en þannig þarf minni rafstraum við framleiðsluna. Norskt ríkisfyrirtæki á sviði orkuskipta, Enova, greiðir 37 prósent kostnaðar og var ríkisstyrkurinn samþykktur af ESA, Eftirlitsstofnun EFTA. Í ljósi þess að um tveir þriðju hlutar á raforkuframleiðslu á Íslandi fara til álvera verður athyglisvert fyrir Íslendinga að fylgjast með hvernig Norsk Hydro gengur að innleiða þessa nýju tækni í sín álver. Álverin þrjú á Íslandi nota um þrettán þúsund gígavattsstundir á ári og ef fimmtán prósenta orkusparnaður næðist hjá þeim jafngilti það framleiðslugetu á við þrjár Búðarhálsvirkjanir. Bókfærður heildarkostnaður Landsvirkjunar vegna Búðarhálsvirkjunar er um 230 milljónir bandaríkjadala, eða nærri 30 milljarðar króna.Búðarhálsvirkjun er nýjasta stórvirkjun Íslendinga. Smíði hennar kostaði um 30 milljarða króna.Mynd/Stöð 2.
Tengdar fréttir Vilja álver vegna jákvæðra áhrifa á Grundartanga og Reyðarfirði Hafinn er undirbúningur álvers á Norðurlandi vestra, milli Blönduóss og Skagastrandar. 12. júní 2015 19:30 Vill ekki sjá álver á Skagaströnd: „Þeim er ekki sjálfrátt, vesalings aumingjunum“ 120 þúsund tonna álver á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð er umdeilt framkvæmd. 7. júlí 2015 11:25 Álver í Húnavatnssýslu myndi lyfta grettistaki Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra segjast einbeittir í því að kanna til hlítar möguleika á álveri við Skagaströnd. 5. ágúst 2015 20:56 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Vilja álver vegna jákvæðra áhrifa á Grundartanga og Reyðarfirði Hafinn er undirbúningur álvers á Norðurlandi vestra, milli Blönduóss og Skagastrandar. 12. júní 2015 19:30
Vill ekki sjá álver á Skagaströnd: „Þeim er ekki sjálfrátt, vesalings aumingjunum“ 120 þúsund tonna álver á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð er umdeilt framkvæmd. 7. júlí 2015 11:25
Álver í Húnavatnssýslu myndi lyfta grettistaki Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra segjast einbeittir í því að kanna til hlítar möguleika á álveri við Skagaströnd. 5. ágúst 2015 20:56