Lífið

Elsta félag Kópavogs

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Hreiðar segir félagsforingjastarfið í Kópum ákaflega skemmtilegt.
Hreiðar segir félagsforingjastarfið í Kópum ákaflega skemmtilegt. Vísir/Villi
Stór afmælisterta, ekta skátakvöldvaka og diskótek, opið hús með sýningu á myndum og munum og móttaka heiðursgesta, allt eru þetta liðir í hátíðahöldum skátafélagsins Kópa í tilefni 70 ára afmælis. Það er elsta félag Kópavogs, virkir félagar þess eru um 200 og meginþorrinn á aldrinum 10-20 ára, að sögn Hreiðars Oddssonar sem hefur verið í Kópum frá tíu ára aldri og síðustu tvö árin félagsforingi.

„Sá sem ég tók við af, Þorvaldur J. Sigmundsson, var foringi Kópa í 20 ár þannig að ég er rétt lagður af stað,“ segir hann léttur.

Kópar eiga hús í Kópavogsdalnum og þaðan er stutt út í náttúruna. „Við leggjum mikla áherslu á útiveru og eigum tvo fína skála sem við hvetjum krakkana til að fara í útilegur í,“ segir Hreiðar.

Sem dæmi um nýlegt verkefni skátanna nefnir hann stórt riskborð, sem er borðspil með heimsálfunum og hann segir þá líka duglega að nýta tölvur til samskipta við erlenda skáta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×