Náði 400 km hraða á mótorhjóli Finnur Thorlacius skrifar 4. júlí 2016 13:00 Þau eru ekki mörg mótorhjólin sem ná 400 km hraða, en Kawasaki Ninja H2R er ekkert venjulegt mótorhjól. Þannig hjóli ók Tyrkinn Kenan Sofuoglu fyrir stuttu og kom því á 400 hraða og það á um það bil 26 sekúndum. Þetta gerði hann ekki á akstursbraut, heldur á Izmit Bay brúnni í Tyrklandi, en hún er með einstaklega slétt yfirborð. Brúnni var lokað á meðan þessum magnaða akstri Sofuoglu stóð, en hann var skipulagður af Kawasaki fyrirtækinu. Kawasaki Ninja H2R er 300 hestöfl og ekki löglegt á almennum vegum, heldur ætlað að glíma við keppnisbrautir. Það er hinsvegar Kawasaki Ninja H2 hjólið, með ekkert R í endann og er það 200 hestöfl. Kawasaki hafði veitt þeim upplýsingum til Kenan Sofuoglu að Kawasaki Ninja H2R hjólið væri með uppgefinn hámarkshraða uppá 380 km/klst en það væri engu að síður draumur margra hjá fyrirtækinu að kanna hvort ekki væri hægt að koma því í 400 km hraða við bestu aðstæður. Það sannaði Kenan Sofuoglu og á nú fyrir vikið hraðaheimsmet á mótorhjóli. Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent
Þau eru ekki mörg mótorhjólin sem ná 400 km hraða, en Kawasaki Ninja H2R er ekkert venjulegt mótorhjól. Þannig hjóli ók Tyrkinn Kenan Sofuoglu fyrir stuttu og kom því á 400 hraða og það á um það bil 26 sekúndum. Þetta gerði hann ekki á akstursbraut, heldur á Izmit Bay brúnni í Tyrklandi, en hún er með einstaklega slétt yfirborð. Brúnni var lokað á meðan þessum magnaða akstri Sofuoglu stóð, en hann var skipulagður af Kawasaki fyrirtækinu. Kawasaki Ninja H2R er 300 hestöfl og ekki löglegt á almennum vegum, heldur ætlað að glíma við keppnisbrautir. Það er hinsvegar Kawasaki Ninja H2 hjólið, með ekkert R í endann og er það 200 hestöfl. Kawasaki hafði veitt þeim upplýsingum til Kenan Sofuoglu að Kawasaki Ninja H2R hjólið væri með uppgefinn hámarkshraða uppá 380 km/klst en það væri engu að síður draumur margra hjá fyrirtækinu að kanna hvort ekki væri hægt að koma því í 400 km hraða við bestu aðstæður. Það sannaði Kenan Sofuoglu og á nú fyrir vikið hraðaheimsmet á mótorhjóli.
Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent