Fyrir leikinn í gær birti NRK ansi skemmtilegt myndband þar sem Lars Lagerback þjálfari Íslands var borinn saman við Antonio Conte þjálfara Ítalíu. Óhætt er að segja að það sé talsverður munur á því hvernig menn bregðast við því sem er að gerast í leiknum.
Óhætt er að segja að Lagerback og Conte séu algjörar andstæður hvað þetta varðar sem gerir myndbandið sérstaklega fyndið. Munurinn á spennustiginu er gífurlegur eins og sjá má hér fyrir neðan.