Sport

Svíar sönkuðu að sér verðlaunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Verðlaunahafar.
Verðlaunahafar. mynd/keilusamband íslands
Í dag lauk keppni á Evrópumóti unglinga sem fram fór í Keiluhöllinni Egilshöll.

Síðasta keppnisgreinin var svokölluð Masters keppni þar sem 24 efstu piltar og stúlkur úr einstaklingskeppninni kepptu sín á milli með útsláttarfyrirkomulagi.

Vinna þurfti tvo leiki til að halda áfram uns einn stóð eftir sem sigurvegari. Það voru Svíarnir William Svensson og Casja Wegner sigruðu í þeirri keppni.

William sigraði Finnan Jese Ahokas í tveim viðureignum 243 gegn 189 og 245 gegn 216. Casja sigraði Evrópumeistara kvenna, hina rússnesku Maria Bulanova 210 gegn 222, 188 gegn 161 og 193 gegn 188.

Í þriðja sæti hjá piltum urðu þeir Brian Kjær frá Noregi og Yorick van Deutekom frá Hollandi en Yorick gerði sér lítið fyrir og tók fullkominn leik í 8 manna úrslitum þegar hann náði 300 pinnum. Er þetta þriðji 300 leikurinn á mótinu og alls sá fimmti sem í sögu Evrópumóts unglinga.

Hjá stúlkunum urðu þær Katie Tagg frá Englandi og Lea Degenhardt frá Þýskalandi í þriðja sæti.

Sigursælasta þjóðin á mótinu voru Svíar en þeir unnu fimm gullverðlaun af 10 mögulegum auk fimm bronsverðlauna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×