Það gerir alls 7.202 daga frá því að Ólafur varð forseti - Lífið fór yfir ýmislegt sem hefur átt sér stað síðan Ólafur varð forseti.
1.
Spice Girls voru enn starfandi og við það að slá í gegn um heim allan. Síðan þá hefur hljómsveitin lagt upp laupana, líkt og flestir ættu að vita, og nokkrum sinnum komið saman á ný.
Þess má einnig til gamans geta að David og Victoria Beckham voru ekki enn byrjuð að deita en í dag eiga þau fjögur börn saman.
2.
Vinsælasta lag sumarsins árið 1996 var lagið Macarena með Los del Rio.
3.
Gwyneth Paltrow og Brad Pitt voru kærustupar.

Karl Bretaprins og Díana prinsessa voru í miðju skilnaðarferli sem lauk þann 28. ágúst. Díana lést í bílslysi þann 31. ágúst árið 1997.
5.
Kvikmyndin Braveheart var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni. Einnig fékk Mel Gibson verðlaun sem besti leikstjórinn en alls hlaut myndin fimm verðlaun á hátíðinni.
6.
Íslendingar sendu lagið Sjúbídú í flutningi Önnu Mjallar í Eurovision. Lagið endaði í 13 sæti með 51 stig en sigurvegari keppninnar var Eimear Quinn fyrir hönd Írlands en hann flutti lagið The Voice.
7.
Ross var ekki enn búinn að halda framhjá Rachel í sjónvarpsþáttunum Friends. Síðan hefur töluvert vatn runnið til sjávar.
8.
Míní-pils og svokallaðir klumbuskór á borð við Buffalo skó voru að detta inn og hlébarðamynstur var í töluverðri tísku. Og sökum vinsælda nýnefnds sjónvarpsþáttar vildu allir vera með hár eins og Rachel.

Íslenska kvikmyndin Djöflaeyjan var frumsýnd 3. október 1996.
10.
Meðal kvikmynda sem frumsýndar voru árið 1996 eru Independence Day, Mission: Impossible, 101 Dalmatians, The Nutty Professor og Jerry Maguire.
Independence Day var söluhæsta mynd ársins og er nú unnið að framhaldi hennar, Independence Day: Resurgence sem frumsýnd verður 24. júní þessa árs.
11.
Rappsveitin Quarashi gaf út sína fyrstu plötu, Switchstance.
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. apríl.