Stoltur af þessu Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júlí 2016 06:00 vísir/anton Martin Lund Pedersen, sóknarmaður Fjölnis í Pepsi-deild karla í fótbolta, er stoðsendingahæstur í deildinni þegar tólf umferðum er lokið. Þessi öflugi Dani er búinn að leggja upp fimm mörk fyrir félaga sína auk þess að skora sjö sjálfur og fiska eitt víti og hefur því komið með beinum hætti að þrettán af 24 mörkum Fjölnisliðsins sem er, þvert á allar spár, í toppbaráttunni. „Þetta kemur mér aðeins á óvart en ég er stoltur af þessu því þetta er eitthvað sem ég er búinn að vera að vinna í. Það hefur verið markmið hjá mér að leggja upp fleiri mörk og því er mjög gaman að heyra þetta,“ segir Martin Lund í samtali við Fréttablaðið.Frjálst hlutverk Martin segist hafa verið hreinræktaður framherji upp yngri flokkana í Danmörku en þegar hann kom upp í meistaraflokk var hann færður á vinstri kantinn. Honum líkar það mjög vel, sérstaklega í kerfi Fjölnis, þar sem hann fær að leika lausum hala í sóknarsinnaðasta liði deildarinnar. „Ég má bæði koma inn á völlinn og halda breidd. Svo framarlega sem ég sinni mínu varnarhlutverki má ég gera eiginlega það sem ég vil,“ segir Daninn sem er upp með sér að vera sá stoðsendingahæsti þegar þetta mikið er búið af sumrinu. „Það er alltaf gaman að skora en stoðsendingar eru alveg jafn mikilvægar,“ segir hann. Martin Lund er með einni stoðsendingu meira en fjórir aðrir leikmenn. Þeir Gary Martin, Víkingi, Pablo Punyed, ÍBV, Kristinn Freyr Sigurðsson, Val, og Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni, eru allir búnir að gefa fjórar stoðsendingar, en þessa tölfræði heldur Fréttablaðið utan um. Sjö leikmenn eru svo búnir að gefa þrjár stoðsendingar. Þar má finna tvo samherja Martins Lund, en þeir Gunnar Már Guðmundsson og Birnir Snær Ingason hafa báðir lagt upp þrjú mörk líkt og KR-ingarnir Óskar Örn Hauksson og Morten Beck og Blikarnir Arnþór Ari Atlason og Árni Vilhjálmsson. Ævar Ingi Jóhannesson úr Stjörnunni er einnig með þrjár stoðsendingar eftir tólf umferðir í Pepsi-deildinni.Kíkir til Eyja og stefnir hærra Martin Lund er 25 ára gamall en hann kom til Fjölnis frá Horsens í Danmörku. Hann þurfti að fá að spila meira og vonaðist til að dvöl hans á Íslandi gæti komið honum lengra í boltanum. Frammistaðan í sumar ætti að vekja athygli. „Ég hef ekki heyrt um neinn áhuga, hvorki hér innanlands né að utan, en draumurinn er að komast hærra og spila í betri deild. Ein ástæða þess að ég kom til Íslands var að fá ný augu til að horfa á mig og vonandi opnar frammistaða mín í sumar einhverjar dyr,“ segir Martin Lund og bætir við: „Sjö mörk og fimm stoðsendingar nú þegar ætti að opna augu einhverra. Ég hef staðið mig ágætlega hingað til en það er mikið verk eftir óunnið.“ Fjölnir mætir næst ÍBV í Pepsi-deildinni og ætlar Martin að kynna sér aðstæður þar á Þjóðhátíð. „Við fáum einn frídag þannig að okkur langar að kíkja til Eyja og upplifa þessa hátíð. Myndböndin sem ég hef séð eru rosaleg. Ég kom líka til Íslands til að upplifa eitthvað nýtt og af hverju ekki að fara á Þjóðhátíð? Svo eigum við ÍBV í næsta leik þannig að þetta er fínn undirbúningur.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Martin Lund Pedersen, sóknarmaður Fjölnis í Pepsi-deild karla í fótbolta, er stoðsendingahæstur í deildinni þegar tólf umferðum er lokið. Þessi öflugi Dani er búinn að leggja upp fimm mörk fyrir félaga sína auk þess að skora sjö sjálfur og fiska eitt víti og hefur því komið með beinum hætti að þrettán af 24 mörkum Fjölnisliðsins sem er, þvert á allar spár, í toppbaráttunni. „Þetta kemur mér aðeins á óvart en ég er stoltur af þessu því þetta er eitthvað sem ég er búinn að vera að vinna í. Það hefur verið markmið hjá mér að leggja upp fleiri mörk og því er mjög gaman að heyra þetta,“ segir Martin Lund í samtali við Fréttablaðið.Frjálst hlutverk Martin segist hafa verið hreinræktaður framherji upp yngri flokkana í Danmörku en þegar hann kom upp í meistaraflokk var hann færður á vinstri kantinn. Honum líkar það mjög vel, sérstaklega í kerfi Fjölnis, þar sem hann fær að leika lausum hala í sóknarsinnaðasta liði deildarinnar. „Ég má bæði koma inn á völlinn og halda breidd. Svo framarlega sem ég sinni mínu varnarhlutverki má ég gera eiginlega það sem ég vil,“ segir Daninn sem er upp með sér að vera sá stoðsendingahæsti þegar þetta mikið er búið af sumrinu. „Það er alltaf gaman að skora en stoðsendingar eru alveg jafn mikilvægar,“ segir hann. Martin Lund er með einni stoðsendingu meira en fjórir aðrir leikmenn. Þeir Gary Martin, Víkingi, Pablo Punyed, ÍBV, Kristinn Freyr Sigurðsson, Val, og Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni, eru allir búnir að gefa fjórar stoðsendingar, en þessa tölfræði heldur Fréttablaðið utan um. Sjö leikmenn eru svo búnir að gefa þrjár stoðsendingar. Þar má finna tvo samherja Martins Lund, en þeir Gunnar Már Guðmundsson og Birnir Snær Ingason hafa báðir lagt upp þrjú mörk líkt og KR-ingarnir Óskar Örn Hauksson og Morten Beck og Blikarnir Arnþór Ari Atlason og Árni Vilhjálmsson. Ævar Ingi Jóhannesson úr Stjörnunni er einnig með þrjár stoðsendingar eftir tólf umferðir í Pepsi-deildinni.Kíkir til Eyja og stefnir hærra Martin Lund er 25 ára gamall en hann kom til Fjölnis frá Horsens í Danmörku. Hann þurfti að fá að spila meira og vonaðist til að dvöl hans á Íslandi gæti komið honum lengra í boltanum. Frammistaðan í sumar ætti að vekja athygli. „Ég hef ekki heyrt um neinn áhuga, hvorki hér innanlands né að utan, en draumurinn er að komast hærra og spila í betri deild. Ein ástæða þess að ég kom til Íslands var að fá ný augu til að horfa á mig og vonandi opnar frammistaða mín í sumar einhverjar dyr,“ segir Martin Lund og bætir við: „Sjö mörk og fimm stoðsendingar nú þegar ætti að opna augu einhverra. Ég hef staðið mig ágætlega hingað til en það er mikið verk eftir óunnið.“ Fjölnir mætir næst ÍBV í Pepsi-deildinni og ætlar Martin að kynna sér aðstæður þar á Þjóðhátíð. „Við fáum einn frídag þannig að okkur langar að kíkja til Eyja og upplifa þessa hátíð. Myndböndin sem ég hef séð eru rosaleg. Ég kom líka til Íslands til að upplifa eitthvað nýtt og af hverju ekki að fara á Þjóðhátíð? Svo eigum við ÍBV í næsta leik þannig að þetta er fínn undirbúningur.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira