Pólverjar lentu ekki í vandræðum með Hvíta-Rússland á EM í Póllandi í kvöld og unnu sannfærandi sigur, 32-27, eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 19-13.
Michal Jurecki fór mikinn í leiknum og skoraði níu mörk en Michal Szyba kom næstur með sex mörk. Slawomir Szmal átti líka fínan leik í markinu og varði ellefu skot. Siarhei Shylovich skoraði sex mörk fyrir Hvít-Rússa. Stórskyttan Siarhei Rutenka meiddist strax í upphafi leiksins og spilaði ekkert eftir það.
Pólverjar eru með sex stig í milliriðli 1, rétt eins og Frakkland. Norðmenn eru hins vegar á toppnum með sjö stig.
Tvö efstu liðin komast í undanúrslitin en Pólverjar mæta Króötum í lokaumferðinni og njóta góðs af því að Frakkland og Noregur mætast innbyrðis. Sigur á Króatíu mun því duga liðinu til að fara í undanúrslitin.
Króatar eru með fjögur stig og eiga enn möguleika á sæti í undanúrslitum. Til þess þyrftu Króatar að vinna átta marka sigur á Pólverjum og treysta á að Noregur vinni Frakkland.
Makedónía (1 stig) og Hvíta-Rússland (0) stig eru í tveimur neðstu sætum milliriðils 1.
Haukar
Galychanka Lviv