Lífið

Mikil aðsókn í miða á Hlustendaverðlaunin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Úlfur Úlfur kemur fram á Hlustendaverðlaununum.
Úlfur Úlfur kemur fram á Hlustendaverðlaununum. vísir
„Það er ljóst að færri munu komast að en vilja á tónlistarveisluna sem við ætlum að bjóða uppá næstkomandi föstudagskvöld,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, kynningarstjóri útvarpssviðs 365.

Gríðarleg aðsókn hefur verið í miða á Hlustendaverðlaunin sem útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 hafa verið að gefa síðustu daga og alveg ljóst að færri komast að en vilja.  

„Við hetjum því fólk sem hefur fengið miða á Bylgjunni, FM957 og X977 að sækja miðana sína, í afgreiðslu 365 í Skafahlíð, fyrir klukkan 18:00 á morgun þriðjudag, því við munum endurgefa ósótta miða. Eftirspurnin er það mikil.“

Margir að flottustu tónlistarmönnum landsins munu koma fram á hátíðinni og má þar nefna; Bubba og Spaðadrottningarnar, Pál Óskar, Dikta, Friðrik Dór, Úlfur Úlfur, Axel Flóvent, Fufanu og Glowie.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.