Clinton sendi skýr skilaboð með fjólubláum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 23:09 Hillary Clinton ásamt eiginmanni sínum Bill Clinton og meðframbjóðanda Tim Kaine þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína í dag. vísir/getty Hillary Clinton ávarpaði stuðningsmenn sína í dag í fyrsta sinn eftir að ljóst varð að hún hafði tapað í bandarísku forsetakosningunum fyrir Donald Trump. Clinton var klædd í svartan jakka með fjólubláum kragahornum en innan undir var hún í fjólublárri satínskyrtu. Þá var eiginmaður hennar, Bill Clinton, með fjólublátt bindi í stíl við konu sína. Ýmsir hafa velt fyrir sér merkingu fjólubláa litarins og er fjallað um hana á vef Vanity Fair. Þar kemur meðal annars fram að sveifluríkin svokölluðu eru gjarnan kölluð „fjólubláu ríkin“ þar sem það er jú erfitt að spá fyrir um það hvort þau verði rauð, fyrir Repúblikana, eða blá, fyrir Demókrata, en fjólublár er einmitt búinn til með rauðum og bláum. Í ræðu sinni í dag var Clinton tíðrætt um mikilvægi þess að bandaríska þjóðin stæði saman og horfði til framtíðar en fjólublár táknar einmitt samstöðu og framþróun.I love that @HillaryClinton was wearing purple for unity. That, paired with her message showed a whole, whole lot of grace.— Hayley Waring (@haywaring) November 9, 2016 „Við sjáum þjóðina okkar mun klofnari en við töldum að hún væri. En ég trúi enn á Bandaríkin og ég mun alltaf trúa á Bandaríkin. Ef að þið gerið slíkt hið sama þá verðum við að sætta okkur við þessi úrslit og horfa til framtíðar,“ sagði Clinton. Aðrir sáu lit súffragettanna í litavali Clinton en hvítur, grænn og fjólublár eru litir fána súffragettanna..@HillaryClinton & Bill wearing purple women's suffrage colors at concession speech. #election2016— Scott Shafer (@scottshafer) November 9, 2016 Enn aðrir sáu lit meþódista þar sem Clinton er meþódisti en hjá þeim táknar fjólublár bæði göfga og yfirbót. Síðan er fjólublár litur sem notaður er í baráttunni gegn einelti í samfélagi hinsegin fólks í Bandaríkjunum.Ræðu Clinton má sjá hér að neðan en hún byrjar þegar um sex mínútur eru liðnar af myndbandinu. Donald Trump Tengdar fréttir „Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka“ Hillary Clinton grætti stuðningsmenn sína með ávarpi sínu til stuðningsmanna. 9. nóvember 2016 15:24 Framboð Hillary komi til með að hafa áhrif á konur um allan heim Guðrún Ögmundsdóttir segir kyn hafa spilað stóran þátt í því að Clinton beið lægri hlut í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 16:00 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
Hillary Clinton ávarpaði stuðningsmenn sína í dag í fyrsta sinn eftir að ljóst varð að hún hafði tapað í bandarísku forsetakosningunum fyrir Donald Trump. Clinton var klædd í svartan jakka með fjólubláum kragahornum en innan undir var hún í fjólublárri satínskyrtu. Þá var eiginmaður hennar, Bill Clinton, með fjólublátt bindi í stíl við konu sína. Ýmsir hafa velt fyrir sér merkingu fjólubláa litarins og er fjallað um hana á vef Vanity Fair. Þar kemur meðal annars fram að sveifluríkin svokölluðu eru gjarnan kölluð „fjólubláu ríkin“ þar sem það er jú erfitt að spá fyrir um það hvort þau verði rauð, fyrir Repúblikana, eða blá, fyrir Demókrata, en fjólublár er einmitt búinn til með rauðum og bláum. Í ræðu sinni í dag var Clinton tíðrætt um mikilvægi þess að bandaríska þjóðin stæði saman og horfði til framtíðar en fjólublár táknar einmitt samstöðu og framþróun.I love that @HillaryClinton was wearing purple for unity. That, paired with her message showed a whole, whole lot of grace.— Hayley Waring (@haywaring) November 9, 2016 „Við sjáum þjóðina okkar mun klofnari en við töldum að hún væri. En ég trúi enn á Bandaríkin og ég mun alltaf trúa á Bandaríkin. Ef að þið gerið slíkt hið sama þá verðum við að sætta okkur við þessi úrslit og horfa til framtíðar,“ sagði Clinton. Aðrir sáu lit súffragettanna í litavali Clinton en hvítur, grænn og fjólublár eru litir fána súffragettanna..@HillaryClinton & Bill wearing purple women's suffrage colors at concession speech. #election2016— Scott Shafer (@scottshafer) November 9, 2016 Enn aðrir sáu lit meþódista þar sem Clinton er meþódisti en hjá þeim táknar fjólublár bæði göfga og yfirbót. Síðan er fjólublár litur sem notaður er í baráttunni gegn einelti í samfélagi hinsegin fólks í Bandaríkjunum.Ræðu Clinton má sjá hér að neðan en hún byrjar þegar um sex mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Donald Trump Tengdar fréttir „Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka“ Hillary Clinton grætti stuðningsmenn sína með ávarpi sínu til stuðningsmanna. 9. nóvember 2016 15:24 Framboð Hillary komi til með að hafa áhrif á konur um allan heim Guðrún Ögmundsdóttir segir kyn hafa spilað stóran þátt í því að Clinton beið lægri hlut í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 16:00 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
„Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka“ Hillary Clinton grætti stuðningsmenn sína með ávarpi sínu til stuðningsmanna. 9. nóvember 2016 15:24
Framboð Hillary komi til með að hafa áhrif á konur um allan heim Guðrún Ögmundsdóttir segir kyn hafa spilað stóran þátt í því að Clinton beið lægri hlut í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 16:00