Alessandro Michele, yfirhönnuður Gucci, sagði að staðsetningin hafi skipt miklu máli fyrir línuna enda er hún innblásin af breskri menningu. Alessandro bjó lengi í London þegar hann byrjaði fyrst hjá fyrirtækinu fyrir næstum 15 árum en hann segist elska menninguna og fólkið.
Línan einkennist af silkislæðum, blómamunstri, stórum jökkum, björtum og skemmtilegum litasamsetningum og að lokum pífum, sem er orðið eitt helsta einkennismerki Gucci frá því að Alessandro tók við fyrir næstum því tveimur árum.






