Aukning í sölu bíla 49,3% það sem af er ári Finnur Thorlacius skrifar 2. júní 2016 16:29 Bílaumferð á Laugavegi. Sala á nýjum fólksbílum í maí jókst um 29,8% miðað við sama mánuð á síðastliðnu ári. Í mánuðinum voru seldir 3.392 nýir fólksbílar en þeir voru 2.614 í fyrra. Nýskráðir fólksbílar á árinu eru komnir í 9.270 bíla á móti 6.208 miðað við sama tímabil 2015 eða aukning um 3.062 bíla og 49,3% vöxt. Jákvæð þróun í nýskráningu nýrra bíla heldur áfram það sem af er þessu ári. Með áframhaldandi góðri sölu nýrra bíla ætti meðalaldur bíla hér á landi að færast nær því sem gengur og gerist í þeim löndum sem við gjarnan berum okkur saman við. Enn er nokkuð í land en horfurnar eru góðar. Um það bil helmingur nýskráðra bíla hér á landi eru bílaleigubílar en ört stækkandi markaður er fyrir bílaleigubíla samfara aukinni ferðamennsku hér á landi. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent
Sala á nýjum fólksbílum í maí jókst um 29,8% miðað við sama mánuð á síðastliðnu ári. Í mánuðinum voru seldir 3.392 nýir fólksbílar en þeir voru 2.614 í fyrra. Nýskráðir fólksbílar á árinu eru komnir í 9.270 bíla á móti 6.208 miðað við sama tímabil 2015 eða aukning um 3.062 bíla og 49,3% vöxt. Jákvæð þróun í nýskráningu nýrra bíla heldur áfram það sem af er þessu ári. Með áframhaldandi góðri sölu nýrra bíla ætti meðalaldur bíla hér á landi að færast nær því sem gengur og gerist í þeim löndum sem við gjarnan berum okkur saman við. Enn er nokkuð í land en horfurnar eru góðar. Um það bil helmingur nýskráðra bíla hér á landi eru bílaleigubílar en ört stækkandi markaður er fyrir bílaleigubíla samfara aukinni ferðamennsku hér á landi.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent