Lífið

Fyrsta Carlsbergstúka í heiminum á Sportbar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það mun væntanlega fara vel um gesti þarna.
Það mun væntanlega fara vel um gesti þarna. vísir
Fyrir EM mun Keiluhöllin í Egilshöll í samstarfi við Ölgerðina og Carlsberg International, setja upp fyrstu Carlsbergstúku á Sportbar í heiminum. En Carlsbergstúkur hafa hingað til verið settar upp á öllum helstu knattspyrnuvöllum í heimi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Keiluhöllinni.

„Þetta er auðvitað rosalega spennandi verkefni. Það er auðvitað verið að tjalda öllu til vegna þess að Ísland er komið á lokakeppni EM, ef þetta gefst vel þá munum við halda í stúkuna og gera Enska boltann enn betri í haust. Ölgerðin og Carlsberg tóku strax vel í hugmyndina og með þeirra aðkomu varð hún að veruleika”, segir Sigmar Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Keiluhallarinnar.

Stúkan mun taka tuttugu manns í sæti og hægt er að borða í sætunum sem eru útbúin með borðum.

„Þegar Simmi nefndi þess hugmynd við okkur fyrst, þá fannst okkur þetta alveg galið og ótrúlega spennandi. Carlsberg í Danmörku fannst þessi hugmynd alveg frábær. Þessi stúka og þessi hluti barsins verður Carlsberg heimur og líklega besti staður hússins”, segir Atli Þór Hergeirsson, vörumerkjastjóri Carlsberg á Íslandi.

Stúkan verður klár fyrir fyrsta leikinn í EM 10. júní.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×