Augabrúnir Ilmar vekja athygli í Bretlandi Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 10. mars 2016 13:00 Ilmur Kristjánsdóttir leikkona fer með hlutverk lögreglukonunnar Hinriku í ófærð og virðast Bretar vera yfir sig hrifnir af henni. vísir/Valli Síðasti þátturinn af hinni geysivinsælu sjónvarpsþáttaröð Ófærð verður sýndur á BBC 4 í Bretlandi um næstkomandi helgi. Enskt heiti Ófærðar er Trapped og hafa Bretar verið mjög duglegir við að tísta. „Ég finn alveg fyrir aukinni athygli, sérstaklega þegar ég fékk símtal frá breskum blaðamanni sem vildi taka viðtal við mig, þá gerði ég mér grein fyrir því að fólk væri raunverulega að fylgjast með þáttunum,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir leikkona sem fer með hlutverk Hinriku, lögreglukonu í bænum. Listakonan RedScharlach teiknaði mynd af Hinriku á Twitter til að gleðja aðdáendahóp lögreglukonunnar.Ilmur hefur fengið mjög góð viðbrögð við hlutverki sínu ásamt aukinni athygli á samfélagsmiðlunum en nú þegar hefur myndast aðdáendahópur á Twitter þar sem fólk er mikið að velta fyrir sér sérkennum Hinriku. „Ég ákvað að byrja á Twitter til þess að geta fylgst með umræðunni um þættina undir hashtaginu #Trapped en þar hefur myndast aðdáendahópur Hinriku sem hefur gaman af því að skoða augnsvipbrigðin mín, það finnst mér mjög fyndið. Svo var ein kona búin að teikna mynd af Hinriku og sagði að þetta væri eitthvað fyrir aðdáendur Hinriku. Það finnst mér alveg ferlega fyndið líka,“ segir Ilmur og hlær. Síðasti þátturinn verður sýndur á BBC 4 um næstkomandi helgi og kom það fram í nýjum dómi frá breska tímaritinu The Guardian að Ófærð væri óvæntasti smellur vetrarins og yfir milljón áhorfendur bíði spenntir eftir lokauppgjörinu um helgina. Ætli fólk komi til með að þekkja íslensku leikarana á götum Lundúnaborgar?Ólafur Darri hefur vakið mikla athygli í Bretlandi.„Ég er ekkert endilega viss um að ég sé orðin þekkt í Bretlandi en þar sem ég er nokkuð auðþekkjanleg þá held ég að fólk sem er að fylgjast með þáttunum mundi nú alveg átta sig á því hver ég væri,“ segir Ilmur létt í bragði. „Já ég hef fengið alveg rosalega góð og jákvæð viðbrögð, á síðustu vikum hefur bæst töluvert við fylgjandahóp minn á Twitter en það hafa bæst við alveg allavega 300 manns á síðustu dögum, já ég er búin að fá mjög jákvæð viðbrögð áhugasömu fólki og fjölmiðlum sem eru mjög spenntir fyrir þættinum og Íslandi sem skemmtir ekki fyrir,“ segir Ólafur Darri leikari. #trapped Tweets Tengdar fréttir Alls ekki þægileg innivinna Pálmi Gestsson leikari hefur komið víða við á 34 ára starfsferli sínum. Nýlega lauk sýningum á Ófærð og kvikmyndin Fyrir framan annað fólk var frumsýnd í síðustu viku. 5. mars 2016 10:00 Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Síðasti þátturinn af hinni geysivinsælu sjónvarpsþáttaröð Ófærð verður sýndur á BBC 4 í Bretlandi um næstkomandi helgi. Enskt heiti Ófærðar er Trapped og hafa Bretar verið mjög duglegir við að tísta. „Ég finn alveg fyrir aukinni athygli, sérstaklega þegar ég fékk símtal frá breskum blaðamanni sem vildi taka viðtal við mig, þá gerði ég mér grein fyrir því að fólk væri raunverulega að fylgjast með þáttunum,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir leikkona sem fer með hlutverk Hinriku, lögreglukonu í bænum. Listakonan RedScharlach teiknaði mynd af Hinriku á Twitter til að gleðja aðdáendahóp lögreglukonunnar.Ilmur hefur fengið mjög góð viðbrögð við hlutverki sínu ásamt aukinni athygli á samfélagsmiðlunum en nú þegar hefur myndast aðdáendahópur á Twitter þar sem fólk er mikið að velta fyrir sér sérkennum Hinriku. „Ég ákvað að byrja á Twitter til þess að geta fylgst með umræðunni um þættina undir hashtaginu #Trapped en þar hefur myndast aðdáendahópur Hinriku sem hefur gaman af því að skoða augnsvipbrigðin mín, það finnst mér mjög fyndið. Svo var ein kona búin að teikna mynd af Hinriku og sagði að þetta væri eitthvað fyrir aðdáendur Hinriku. Það finnst mér alveg ferlega fyndið líka,“ segir Ilmur og hlær. Síðasti þátturinn verður sýndur á BBC 4 um næstkomandi helgi og kom það fram í nýjum dómi frá breska tímaritinu The Guardian að Ófærð væri óvæntasti smellur vetrarins og yfir milljón áhorfendur bíði spenntir eftir lokauppgjörinu um helgina. Ætli fólk komi til með að þekkja íslensku leikarana á götum Lundúnaborgar?Ólafur Darri hefur vakið mikla athygli í Bretlandi.„Ég er ekkert endilega viss um að ég sé orðin þekkt í Bretlandi en þar sem ég er nokkuð auðþekkjanleg þá held ég að fólk sem er að fylgjast með þáttunum mundi nú alveg átta sig á því hver ég væri,“ segir Ilmur létt í bragði. „Já ég hef fengið alveg rosalega góð og jákvæð viðbrögð, á síðustu vikum hefur bæst töluvert við fylgjandahóp minn á Twitter en það hafa bæst við alveg allavega 300 manns á síðustu dögum, já ég er búin að fá mjög jákvæð viðbrögð áhugasömu fólki og fjölmiðlum sem eru mjög spenntir fyrir þættinum og Íslandi sem skemmtir ekki fyrir,“ segir Ólafur Darri leikari. #trapped Tweets
Tengdar fréttir Alls ekki þægileg innivinna Pálmi Gestsson leikari hefur komið víða við á 34 ára starfsferli sínum. Nýlega lauk sýningum á Ófærð og kvikmyndin Fyrir framan annað fólk var frumsýnd í síðustu viku. 5. mars 2016 10:00 Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Alls ekki þægileg innivinna Pálmi Gestsson leikari hefur komið víða við á 34 ára starfsferli sínum. Nýlega lauk sýningum á Ófærð og kvikmyndin Fyrir framan annað fólk var frumsýnd í síðustu viku. 5. mars 2016 10:00