Norðmenn nota olíugróðann til að byggja hjólabrautir Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2016 10:25 Vel verður gert við hjólreiðafólk í Noregi á næstunni. Norðmenn fara fyrir notkun umhverfisvænna bíla í heiminum og hvergi í heiminum finnst jafn hátt hlutfall, rafmagnsbíla og tvinnbíla. Það er þó ekki eina leið Norðmann til að stuðla að umhverfisvænum samgöngum því í Noregi er meiningin að byggja 10 langar hjólreiðaleiðir sem aðskildar eru bílaumferð í 9 borgum Noregs. Með þessu vilja Norðmenn bæði minnka mengun af völdum bíla heldur líka auka heilbrigði þjóðarinnar og víst er að þeir hafa efni á því sitjandi á öllum sínum olíugróða. Í Noregi eru næst hæstu meðaltekjur í heiminum og aðeins í Luxemborg eru meðaltekjur hærri. Þessar nýju hjólreiðaleiðir verða breiðar og tengja saman fjölmenna íbúabyggð og borgarkjarna. Norðmenn hyggjast eyða 120 milljörðum í smíði þessara flottu hjólreiðaleiða. Ennfremur stendur til að eyða 780 milljörðum í að betrumbæta vegi og járnbrautasamgöngur í landinu á næstu árum. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent
Norðmenn fara fyrir notkun umhverfisvænna bíla í heiminum og hvergi í heiminum finnst jafn hátt hlutfall, rafmagnsbíla og tvinnbíla. Það er þó ekki eina leið Norðmann til að stuðla að umhverfisvænum samgöngum því í Noregi er meiningin að byggja 10 langar hjólreiðaleiðir sem aðskildar eru bílaumferð í 9 borgum Noregs. Með þessu vilja Norðmenn bæði minnka mengun af völdum bíla heldur líka auka heilbrigði þjóðarinnar og víst er að þeir hafa efni á því sitjandi á öllum sínum olíugróða. Í Noregi eru næst hæstu meðaltekjur í heiminum og aðeins í Luxemborg eru meðaltekjur hærri. Þessar nýju hjólreiðaleiðir verða breiðar og tengja saman fjölmenna íbúabyggð og borgarkjarna. Norðmenn hyggjast eyða 120 milljörðum í smíði þessara flottu hjólreiðaleiða. Ennfremur stendur til að eyða 780 milljörðum í að betrumbæta vegi og járnbrautasamgöngur í landinu á næstu árum.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent