Körfubolti

Jón Arnór kynntur til leiks í Vesturbænum í dag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Til vinstri má sjá Jón Arnór í leik með KR árið 2009.
Til vinstri má sjá Jón Arnór í leik með KR árið 2009.
Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta, leikur að öllum líkindum með uppeldisfélagi sínu KR í Dominos-deild karla í vetur. Þetta hefur íþróttadeild 365 eftir áreiðanlegum heimildum en KR-ingar hafa boðað til blaðamannafundar í DHL-höllinni klukkan fimm síðdegis í dag.

Jón er uppalinn hjá KR og spilaði með liðinu tímabilið 2008-9 sem er eina tímabilið hans hér á landi eftir að hann hélt fyrst út í atvinnumennsku árið 2002. Hann var valinn íþróttamaður ársins árið 2014 og er um mikinn hvalreka að ræða fyrir íslenskan körfubolta að fá þennan leikmann heim.

Jón Arnór er núna að undirbúa sig fyrir undankeppni EM 2017 með íslenska landsliðinu. Jón Arnór var töluvert orðaður við Stjörnuna og Grindavík í sumar en Vesturbærinn er áfangastaðurinn. Bæði Stjarnan og Grindavík hafa staðfest við fréttastofu að leikmaðurinn sé ekki á leiðinni til þeirra.

KR-ingar unnu þriðja Íslandsmeistaratitilinn í röð á síðasta tímabili og hefur liðið verið óstöðvandi undanfarin ár.


Tengdar fréttir

Lít stoltur og glaður til baka yfir ferilinn

Jón Arnór Stefánsson hefur ákveðið að koma heim til Íslands og spila í Domino's-deildinni í vetur. Hann hefur þó ekki tekið ákvörðun um með hvaða liði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×