Lít stoltur og glaður til baka yfir ferilinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. ágúst 2016 06:30 Jón Arnór Stefánsson. vísir/daníel Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson mun spila í Domino’s-deildinni í vetur og hefur sagt skilið við atvinnumennskuna á meginlandi Evrópu en það staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið í gær. Það hefur lengi blundað í honum að snúa aftur til Íslands eftir að samningur hans við spænska liðið Valencia rann út í sumar en nú hefur hann tekið endanlega ákvörðun um að snúa aftur heim. „Ég er nú alltaf nokkuð hamingjusamur maður en vissulega er það smá léttir að hafa tekið þessa ákvörðun og geta sagt að maður sé kominn heim,“ segir Jón Arnór. „Ég er þó alls ekki hættur og mun spila í einhver ár í viðbót hér heima.“Óvíst hvar hann spilar Hann hefur verið sterklega orðaður við sitt gamla félag, KR, sem hann spilaði með tímabilið 2008-9 en það er eina árið sem hann hefur spilað hér á landi síðan hann hélt fyrst utan í atvinnumennsku árið 2002. Hann segir þó að hann hafi ekki tekið ákvörðun um hvar hann muni spila í vetur en auk KR hefur hann helst verið orðaður við Stjörnuna og Grindavík. Fram undan er mikilvægt verkefni með landsliðinu en í næstu viku hefur það leik í undankeppni EM 2017. Jón Arnór segist ætla að einbeita sér að því áður en ákvörðun verður tekin um veturinn og hvaða lið hann muni velja.Sáttur við ferilinn Jón Arnór er 33 ára en hefur á löngum atvinnumannsferli spilað með tíu félagsliðum í fimm löndum utan Íslands - Bandaríkjunum, Þýskalandi, Rússlandi, Ítalíu og Spáni. Hann varð Evrópumeistari með Dynamo St. Pétursborg árið 2005 og fór langt í úrslitakeppninni á Spáni með bæði Unicaja Malaga og Valencia. „Ég lít stoltur og glaður til baka yfir ferilinn. Hann hefur verið langur og skemmtilegur og gefið mér ótrúlega mikið,“ segir Jón Arnór sem segir að fjölskyldan leiki stórt hlutverk í lífi hans nú sem hafi haft mikið að segja. „Börnin mín eru að komast á skólaaldur og eldri sonur minn er nýbyrjaður í skóla. Þessir þættir skipta meira máli í dag.“ Hann segir að það þyrfti ansi mikið til að fá sig til að breyta um skoðun úr þessu. „Ég hef verið að fá tilboð í sumar, aðallega frá Spáni, en gefið þau strax frá mér. Það þyrfti að vera ansi gott til að fá mig út aftur.“ Dominos-deild karla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson mun spila í Domino’s-deildinni í vetur og hefur sagt skilið við atvinnumennskuna á meginlandi Evrópu en það staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið í gær. Það hefur lengi blundað í honum að snúa aftur til Íslands eftir að samningur hans við spænska liðið Valencia rann út í sumar en nú hefur hann tekið endanlega ákvörðun um að snúa aftur heim. „Ég er nú alltaf nokkuð hamingjusamur maður en vissulega er það smá léttir að hafa tekið þessa ákvörðun og geta sagt að maður sé kominn heim,“ segir Jón Arnór. „Ég er þó alls ekki hættur og mun spila í einhver ár í viðbót hér heima.“Óvíst hvar hann spilar Hann hefur verið sterklega orðaður við sitt gamla félag, KR, sem hann spilaði með tímabilið 2008-9 en það er eina árið sem hann hefur spilað hér á landi síðan hann hélt fyrst utan í atvinnumennsku árið 2002. Hann segir þó að hann hafi ekki tekið ákvörðun um hvar hann muni spila í vetur en auk KR hefur hann helst verið orðaður við Stjörnuna og Grindavík. Fram undan er mikilvægt verkefni með landsliðinu en í næstu viku hefur það leik í undankeppni EM 2017. Jón Arnór segist ætla að einbeita sér að því áður en ákvörðun verður tekin um veturinn og hvaða lið hann muni velja.Sáttur við ferilinn Jón Arnór er 33 ára en hefur á löngum atvinnumannsferli spilað með tíu félagsliðum í fimm löndum utan Íslands - Bandaríkjunum, Þýskalandi, Rússlandi, Ítalíu og Spáni. Hann varð Evrópumeistari með Dynamo St. Pétursborg árið 2005 og fór langt í úrslitakeppninni á Spáni með bæði Unicaja Malaga og Valencia. „Ég lít stoltur og glaður til baka yfir ferilinn. Hann hefur verið langur og skemmtilegur og gefið mér ótrúlega mikið,“ segir Jón Arnór sem segir að fjölskyldan leiki stórt hlutverk í lífi hans nú sem hafi haft mikið að segja. „Börnin mín eru að komast á skólaaldur og eldri sonur minn er nýbyrjaður í skóla. Þessir þættir skipta meira máli í dag.“ Hann segir að það þyrfti ansi mikið til að fá sig til að breyta um skoðun úr þessu. „Ég hef verið að fá tilboð í sumar, aðallega frá Spáni, en gefið þau strax frá mér. Það þyrfti að vera ansi gott til að fá mig út aftur.“
Dominos-deild karla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira