Marilyn Monroe hefði fagnað 90 ára afmæli sínu í dag Ritstjórn skrifar 1. júní 2016 21:00 Marilyn þótti með glæsilegustu konum heims á sínum tíma. Myndir/Getty Marilyn Monroe fæddist árið 1926 í Los Angeles í Bandaríkjunum. Hún varð ein þekktasta leikkona Hollywood og eitt þekktasta andlit heims enn þann dag í dag, þrátt fyrir að það séu 54 ár frá því að hún lést, þá aðeins 36 ára gömul. Fjölmiðlar elskuðu að fjalla um hana en hún var álitin vera mikið kyntákn og var með sterkar skoðanir á efnum líðandi stundar. Hún var vinstri sinnuð þegar það kom að pólitík og taldi sig hafa jöfn réttindi og tækifæri og karlar. Monroe gifti sig þrisvar sinnum en eignaðist aldrei börn. Hún lést árið 1962 af ofstórum skammti lyfseðilskyldra lyfja en talið er að hún hafi gert það viljandi. Á þessum tíma var hún þunglynd og hafði áður reynt að fyrirfara sér. Þrátt fyrir að hafa dáið langt fyrir aldur fram þá er hún enn í dag ein þekktasta stjarna sem heimurinn hefur átt. Ein frægasta myndin af Marilyn, tekin árið 1954.Bakvið tjöldin...Ásamt sínum þriðja og seinasta eiginmanni, Arthur Miller.Marilyn Monroe var ein af fyrstu stjörnunum sem var óhrædd við að sýna líkama sinn.Stórglæsileg kona sem lést langt fyrir aldur fram. Mest lesið Jólagjafahandbók Glamour Glamour Femínismi er orð ársins 2017 Glamour Uxatindar, vöruhönnun og húsgögn Glamour Saumaði skilaboð í kjólinn sinn Glamour Natalie Portman fékk þrefalt lægri laun en Ashton Kutcher Glamour 16 hlutir sem bara besta vinkona þín myndi segja þér um óléttu og fæðingar Glamour Stóra litablað Glamour er komið út Glamour Bleikur dregill á frumsýningu Bridget Jones Glamour Fagnaði tvöföldum sigri Glamour Chelsea Manning á forsíðu The New York Times Magazine Glamour
Marilyn Monroe fæddist árið 1926 í Los Angeles í Bandaríkjunum. Hún varð ein þekktasta leikkona Hollywood og eitt þekktasta andlit heims enn þann dag í dag, þrátt fyrir að það séu 54 ár frá því að hún lést, þá aðeins 36 ára gömul. Fjölmiðlar elskuðu að fjalla um hana en hún var álitin vera mikið kyntákn og var með sterkar skoðanir á efnum líðandi stundar. Hún var vinstri sinnuð þegar það kom að pólitík og taldi sig hafa jöfn réttindi og tækifæri og karlar. Monroe gifti sig þrisvar sinnum en eignaðist aldrei börn. Hún lést árið 1962 af ofstórum skammti lyfseðilskyldra lyfja en talið er að hún hafi gert það viljandi. Á þessum tíma var hún þunglynd og hafði áður reynt að fyrirfara sér. Þrátt fyrir að hafa dáið langt fyrir aldur fram þá er hún enn í dag ein þekktasta stjarna sem heimurinn hefur átt. Ein frægasta myndin af Marilyn, tekin árið 1954.Bakvið tjöldin...Ásamt sínum þriðja og seinasta eiginmanni, Arthur Miller.Marilyn Monroe var ein af fyrstu stjörnunum sem var óhrædd við að sýna líkama sinn.Stórglæsileg kona sem lést langt fyrir aldur fram.
Mest lesið Jólagjafahandbók Glamour Glamour Femínismi er orð ársins 2017 Glamour Uxatindar, vöruhönnun og húsgögn Glamour Saumaði skilaboð í kjólinn sinn Glamour Natalie Portman fékk þrefalt lægri laun en Ashton Kutcher Glamour 16 hlutir sem bara besta vinkona þín myndi segja þér um óléttu og fæðingar Glamour Stóra litablað Glamour er komið út Glamour Bleikur dregill á frumsýningu Bridget Jones Glamour Fagnaði tvöföldum sigri Glamour Chelsea Manning á forsíðu The New York Times Magazine Glamour