Lífið

Star Wars þakkar Írum fyrir gestrisnina

Birgir Olgeirsson skrifar
Auglýsingin sem LucasFilm birti í Irish Examiner.
Auglýsingin sem LucasFilm birti í Irish Examiner.
Tökum á áttunda Stjörnustríðsmyndinni á Írlandi lauk nýverið og sendi tökulið myndarinnar íbúum kveðju í írska dagblaðinu Irish Examiner.

Keypti framleiðslufyrirtækið LucasFilm, sem nú er í eigu Disney, heilsíðuauglýsingu í írska dagblaðinu The Irish Examiner. Þar er íbúum Crookhaven, Goleen og Brow Head fyrir að hafa tekið tökuliðinu svo vel. 

„Við höfum verið hugfangin af landslaginu sem hefur veitt okkur stórbrotinn bakgrunn fyrir myndina. Óþreytandi elja írsku starfsmannanna ásamt áhuga og stuðnings fólksins í West Cork hafa gert þetta írska ævintýri okkar ógleymanlegt,“ segir í kveðjunni. 

Henni lýkur á orðunum, Go mbeidh an fórsa leat!, eða Megi mátturinn vera með þér. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×