Eitt ár af rannsóknarvinnu leiddi í ljós að Jon Haugen lék ljóta nakta gaurinn í Friends Stefán Árni Pálsson skrifar 1. júní 2016 10:45 Ross var stundum í samskiptum við ljóta nakta gaurinn. Gamanþættirnir Friends njóta ennþá gríðarlegrar vinsældra og horfa milljónir manna á þættina daglega. Friends voru framleiddir á árunum 1994-2004 og þekkja Íslendingar þættina vel. Það þekkja margir þá list að vitna í Friends og sumir hverjir muna nánast orðrétt hvernig hver einasti þáttur fór fram. Einn eftirminnilegur karakter úr þáttunum var ljóti nakti gaurinn sem bjó á móti Monicu og Rachel en aldrei sást í andlitið á honum í þáttunum. Vefsíðan Huffington Post hefur nú uppljóstrað því hver sé maðurinn á bakvið þennan skemmtilega karakter sem setti heldur betur svip sinn á þáttinn. Leikarinn Mike Hagerty hefur oft verið bendlaður við hlutverkið og kemur hans nafn oft upp þegar leitað er á veraldarvefnum. Huffington Post hafði samband við Hagerty sem staðfesti að hann hefði ekki farið með hlutverkið. Blaðamaðurinn Todd Van Luling lagðist í mikla rannsóknarvinnu og eftir mikla leit fann hann manninn sem leikur ljóta nakta manninn í Friends. Eftir eins árs vinnu fann blaðamaðurinn loksins manninn sjálfan, en hann heitir Jon Haugen og má sjá mynd af honum hér að neðan.Jon Haugen.Mynd/huffington postHaugen samþykkti að veita Huffington Post ítarlegt viðtal. „Það er aðeins einn maður sem fór með hlutverk ljóta nakta mannsins og það er ég,“ segir Haugen í samtali við blaðamanninn þann 16. maí. „Ástæðan fyrir því að ég hef aldrei stigið fram var að Warner Brothers vildi halda þessu leyndu í einhvern tíma. Mér datt aldrei í hug að ég myndi fá símtal frá þeim og beðinn um að leika karakterinn aftur. Þetta var einhver skemmtilegasti tími ævi minnar.“ Eitt frægasta atriði í þáttunum snéri að ljóta nakta manninum en þá höfðu vinirnir útbúið langt spjót til að pota í hann, þar sem þeir héldu að nakti nágranninn væri dáinn. „Þetta var ekkert sársaukafullt, það erfiðasta við það atriði var að halda niðri í mér andanum allan tímann. Við tókum atriði upp um miðja nótt og ég var orðinn mjög þreyttur eftir langan dag.“ Friends Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Gamanþættirnir Friends njóta ennþá gríðarlegrar vinsældra og horfa milljónir manna á þættina daglega. Friends voru framleiddir á árunum 1994-2004 og þekkja Íslendingar þættina vel. Það þekkja margir þá list að vitna í Friends og sumir hverjir muna nánast orðrétt hvernig hver einasti þáttur fór fram. Einn eftirminnilegur karakter úr þáttunum var ljóti nakti gaurinn sem bjó á móti Monicu og Rachel en aldrei sást í andlitið á honum í þáttunum. Vefsíðan Huffington Post hefur nú uppljóstrað því hver sé maðurinn á bakvið þennan skemmtilega karakter sem setti heldur betur svip sinn á þáttinn. Leikarinn Mike Hagerty hefur oft verið bendlaður við hlutverkið og kemur hans nafn oft upp þegar leitað er á veraldarvefnum. Huffington Post hafði samband við Hagerty sem staðfesti að hann hefði ekki farið með hlutverkið. Blaðamaðurinn Todd Van Luling lagðist í mikla rannsóknarvinnu og eftir mikla leit fann hann manninn sem leikur ljóta nakta manninn í Friends. Eftir eins árs vinnu fann blaðamaðurinn loksins manninn sjálfan, en hann heitir Jon Haugen og má sjá mynd af honum hér að neðan.Jon Haugen.Mynd/huffington postHaugen samþykkti að veita Huffington Post ítarlegt viðtal. „Það er aðeins einn maður sem fór með hlutverk ljóta nakta mannsins og það er ég,“ segir Haugen í samtali við blaðamanninn þann 16. maí. „Ástæðan fyrir því að ég hef aldrei stigið fram var að Warner Brothers vildi halda þessu leyndu í einhvern tíma. Mér datt aldrei í hug að ég myndi fá símtal frá þeim og beðinn um að leika karakterinn aftur. Þetta var einhver skemmtilegasti tími ævi minnar.“ Eitt frægasta atriði í þáttunum snéri að ljóta nakta manninum en þá höfðu vinirnir útbúið langt spjót til að pota í hann, þar sem þeir héldu að nakti nágranninn væri dáinn. „Þetta var ekkert sársaukafullt, það erfiðasta við það atriði var að halda niðri í mér andanum allan tímann. Við tókum atriði upp um miðja nótt og ég var orðinn mjög þreyttur eftir langan dag.“
Friends Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira