Íslenski boltinn

Skagakonur tefla fram tveimur af bestu leikmönnunum í sögu Stephen F. Austin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Skagaliðið er komið upp í Pepsi-deildina.
Skagaliðið er komið upp í Pepsi-deildina. Vísir/Stefán
Skagakonur endurheimtu sæti sitt í Pepsi-deild kvenna síðasta sumar og er ÍA þegar búið að styrkja kvennaliðið sitt fyrir átökin í úrvalsdeildinni. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Skagamann hafa þannig samið við bæði varnarmanninn Megan Dunnigan og miðjumanninn Rachel Owens en þær eru báðar bandarískar knattspyrnukonur sem spiluðu fyrir skólalið Stephen F. Austin háskólans.

Megan Dunnigan spilaði með ÍA í fyrrasumar og hjálpaði liðinu að endurheimta sæti sitt í Pepsi-deildinni. Hún er því að koma annað árið í röð.

Rachel Owens bar lykilmaður og fyrirliði Stephen F. Austin háskólans frá 2012 til 2015 en liðið vann Southland-deildina öll árin.  Skólinn hefur aðsetur í Nacogdoche í Texas-fylki og stelpurnar þurfa því að venjast aðeins kaldara loftslagi á Íslandi en þær eru vanar.

Megan Dunnigan og Rachel Owens spiluðu saman hjá skólanum frá 2012 til 2014. Þær ættu að styrkja varnarleik ÍA-liðsins sérstaklega.

Stephen F. Austin segir frá samningum Dunnigan og Owens á heimasíðu sinni og þar kemur fram að Skagaliðið sé að fá tvo af bestu leikmönnum í sögu skólans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×